Innlent

Engin þörf fyrir Norðlingaölduveitu

MYND/Teitur Jónasson

Þrjár til fjórar nýjar virkjanir í Þjórsá, sem þegar hafa fengið umhverfismat, gætu fullnægt orkuþörf fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík, þótt Norðlingaölduveita verði ekki að raunveruleika.

Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar segir að þá sé tekið mið af þeirri orku, sem álverið er þegar búið að semja um að Orkuveita Reykjavíkur leggi til úr jarðvarmavirkjunum. Búðarhálsvirkjun yrði efst á milli Sultartanga- og Hrauneyjafossvirkjana, síðan kæmu væntanlega tvær virkjanri , Núps- og Hvammavirkjanir rétt fyrir ofan Árnes í Gnúpverjahreppi og neðst yrði Urriðafossvirkjun, neaðn við nýju Þjórsárbrúnna á þjóðvegi eitt.

Að sögn Friðirks yrðu aðeins lítil inntakslón við þessar virkjanir þar sem vatnmiðlun færi fram í virkjunum ofar í ánni. Ef Norðlingaölduveita hefði komið til, hefði sparnaður Landsvirkjunar miðað við að skila sömu orku og fyrirhugað er, numið um sex milljörðum króna, enda hefði vatn þaðan aukið afköst þeirra virkjana sem fyrir eru í þjórsá. Ef þessar nýju virkjanir verða að veruleika verða níu virkjanir í þjórsá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×