Innlent

Í gæsluvarðhaldi til 10. mars

MYND/Vísir

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Hérðasdóms Reykjaness um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir 18 ára gömlum pilt sem grunaður er um stórfellda líkamsárás. Úrskurðurinn um gæsluvarðhald gildir fram til 10. mars næstkomandi.

Pilturinn er grunaður um tvær líkamsárásir og að hafa í annarri árásinni lagt til pilts með sveðju og valdið honum lífshættulegum áverkum. Árásin þykir mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór enn verr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×