Innlent

Almenningur illa upplýstur um virkni loftpúða

Flak bifreiðarinnar sem valt í fyrrakvöld
MYND/Jón Jóhannsson

Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að almenningur sé illa upplýstur um virkni loftpúða í bifreiðum. Vegna slyssins þar sem Steingrímur J. Sigfússon ók útaf í fyrrakvöld, kom fram að loftbúðar bifreiðarinnar, sem er jeppabifreið, hafi ekki virkað sem skildi.

Við rannsókn nokkurra bílslysa á undanförnum árum hefur það komið í ljós að loftpúðar bifreiða hafi ekki sprungið út við árekstur. Hluti af hönnun nýrra bifreiða snýr að öryggi ökumanna og farþega en þegar öryggisbúnaðurinn virkar ekki spyr maður sig, eru loftpúðar falskt öryggi?

Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, segir að almenningur haldi að loftpúðar eigi að springa út út við öll umferðaróhöpp, en  öryggisbúnaðurinn sem er í bifreiðum er hannaður fyrir ákveðið högg og ákveðnar ákomur og þar af leiðandi getur verið að loftpúðar bifreiða springi ekki út til dæmis við bílveltu.

Ágúst vill koma því á framfæri við söluaðila bifreiða að kynna það vel fyrir kaupendum um hvernig virkni öryggisbúnaðar bifreiðarinnar er. Jafnframt eru bifreiðaeigendur beðnir um að lesa sér til um öryggibúnað bifreiða sinna í handbók sem fylgir öllum bifreiðum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×