Innlent

Þakkar öllum sem komu að björgun sinni

Það myndi gleðja mig mikið að sjá virkjunaráform í Þjórsárverum hverfa alveg út af borðinu sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, á fréttamannafundi nú fyrir stundu. Að öðru leyti vildi hann ekki ræða um pólitík en sagði sér liði vel miðað við aðstæður.

Hann segist stálheppinn að hafa sloppið svo vel sem raun ber vitni og að greinilega sé aldrei of varlega farið þar sem hann hafi verið á lítilli ferð þegar slysið varð. Brjóstkassi Steingríms er mikið brotinn og eru þrettán rifbein brotin í honum. Steingrímur þakkaði fjölmiðlum að hafa leyft honum og fjölskyldu hans að vera í friði í gær og því hafi hann ákveðið að gefa þeim færi á að ræða við hann í dag og til að sýna fólki að hann sé furðu sprækur. Steingrímur þakkaði þeim sem komu að björgun hans og segir að það hafi sýnt sig hversu mikilvægt er að þeir sem komi á vettvang slysa kunni vel til verka.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×