Innlent

2,7% atvinnuleysi

MYND/NFS

Á fjórða ársfjórðungi 2005 var atvinnuleysi 2,7% en að meðaltali voru 4.400 manns án vinnu eða í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 3,0% hjá körlum en 2,2% hjá konum. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára en það var 7,9%.

Til samanburðar má sjá að á fjórða ársfjórðungi 2004 mældist atvinnuleysi 2,5%. Atvinnuleysi karla var þá 2,1% en 2,9% hjá konum. Atvinnuleysi var þá einnig mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 6,9%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×