Innlent

Harma að Arnþóri hafi verið sagt upp

Stjórn Blindrafélagsins harmar þau málalok hjá Öryrkjabandalagi Íslands að Arnþóri Helgasyni, félagsmanni Blindrafélagsins, skuli hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri bandalagsins.

Þetta segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér. Stjórnin segir að það hafi valdið félagsmönnum Blindrafélagsins vonbrigðum að framkvæmdastjórn bandalagsins skuli hafa vikið Arnþóri úr starfi með þeim hætti sem gert var. Félagið hafi áhyggjur af þeim skilaboðum sem það felur í sér að segja upp fötluðum einstaklingi og ráða í hans stað ófatlaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×