Innlent

Steingrímur J. Sigfússon boðar til blaðamannafundar

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustól Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustól Alþingis. MYND/Gunnar V. Andrésson

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur boðað til blaðamannafundar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi klukkan þrjú í dag. NFS mun senda beint út frá fundinum.

Steingrímur lenti í alvarlegu bílslysi skammt frá Húnaveri í fyrrakvöld og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í fyrrinótt. Þaðan var hann svo fluttur á lungnadeild Landspítalans við Hringbraut í gærkvöldi.



Bein útsending NFS

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×