Fleiri fréttir

Dómsmálaráðherra ráðstafar einn átta milljónum til mannréttindamála

Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins.

Telur að vextir á íbúðalánum muni lækka þegar nær dregur áramótum

Vextir á íbúðalánum lækka aftur þegar nær dregur áramótum, að mati framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, en sjóðurinn hækkaði vexti sína í morgun. Landsbankinn var fyrstur til að hækka vexti í þessari hrinu fyrir hálfum mánuði, en Sparisjóðirnir og Íslandsbanki fylgdu í kjölfarið í dag. KB-banki er að skoða málið.

Vill að Fiskistofa svari

Fiskistofa þverbrýtur allar stjórnsýslureglur þegar hún neitar að upplýsa um leigukvótaviðskipti síðasta árs sem námu 9 milljörðum króna. Þetta segir Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins sem hefur óskað eftir því að Sjávarútvegsráðherra reki á eftir stofnuninni að svara.

Kertasníkir á leið til Finnlands

Kertasníkir millilenti á Reykjavíkurflugvelli í dag en hann er á leið frá Mývatni til Finnlands á jólasýningu. Kertasníkir var í sínu fínasta pússi en íslensku jólasveinarnir eru komnir í nýja búninga.

Eitthvað rortið við íslenkt bankaveldi?

Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar.

Konukot opið allan sólarhringinn

Konukot verður framvegis opið allan sólarhringinn. Velferðarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að veita Rauða kross Íslands fé til að svo geti orðið.

Leggst gegn hlutlausri úttekt

Félagsmálaráðuneyti leggst gegn hlutlausri úttekt á fjárhagslegri stöðu Íbúðalánasjóðs sem ákveðið var að ráðast í í júní og ber við kostnaði. Ríkisábyrgðarsjóður getur ekki mælt með frekari ríkisábyrgðum vegna sjóðsins meðan engin úttekt liggur fyrir. Skýrsla ríkisendurskoðunar um sjóðinn er væntanleg í næstu viku.

Enn eykst skuldabréfaútgáfa erlendra aðila

Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er nú komin yfir hundrað og fimmtán milljarða króna. Deutsche Bank gaf í gær út skuldabréf fyrir um einn milljarð króna og verða þau innleysanleg í september á næsta ári. Hlé hafði verið á útgáfunni síðan ellefta þessa mánaðar.

Allir bankarnir nema KB banki hafa hækkað íbúðalánavexti

Íslandsbanki hefur hækkað vexti íbúðalána úr 4,15% í 4,35%. Í tilkynningu frá bankanum segir að þetta sé gert vegna hækkana Íbúðalánasjóðs á íbúðalánum sínum. Hækkanirnar taka strax gildi. Þá hafa allir bankarnir nema KB-banki tilkynnt hækkun á vöxtum íbúðalána. Í morgun hækkaði SPRON vexti sína í 4,35% og fyrir nokkru hækkað Landsbankinn sína vexti í 4,45%.

Annar drengjanna sem brenndust enn á gjörgæslu

Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru að fikta með eldfiman vökva í Grafarvogi á sunndagskvöld er enn á gjörgæsludeild Landspítalans og óvíst hvenær hann losnar þaðan. Honum er haldið sofandi í öndunarvél en hann brann á um 30 prósentum líkamans.

5-10 aðilar fá að bjóða í smíði nýs varðskips

Farið verður í forval á skipasmíðastöðvum sem uppfylltu ákveðin skilyrði m.t.t. rekstrarstöðu og reynslu af sambærilegum verkefnum vegna smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæslu Íslands. Þetta tilkynnti Björn Bjarnason á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í kjölfar forvals verða valdir 5-10 aðilar sem síðan fá að bjóða í smíði á nýju fjölnota varðskipi.

Skilyrðum símapeninga við lagningu Sundabrautar aflétt

Vegagerðin er tilbúin að aflétta skilyrðum sem fylgdu símapeningunum við fyrirhugaðar framkvæmdir á Sundabraut. Vegagerðin telur nauðsynlegt að skoða allt málið í heild sinni í ljósi ákafra mótmæla íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals.

Heiðurslaun til 27 listamanna á næsta ári

27 listamenn munu fá heiðurslaun á næsta ári samkvæmt tillögu menntamálanefndar sem lögð hefur verið fram. Hver listamaður fær 1,6 milljónir króna og því nema launin samtals 43,2 milljónum.

Ekið á unglinsstúlku við Suðurlandsbraut

Ekið var á unglingsstúlku þar sem hún var á gangi við Suðurlandsbraut á tíunda tímanum í morgun. Ekki er ljóst hver aðdragandi slyssins varð en stúlkan slapp vel að sögn lögreglu. Hún var þó flutt með sjúkrabíl á slysadeild en meiðsli hennar reyndust minni háttar.

Enn einu sinni bilun á Farice-streng

Farice-strengurinn hefur enn einu sinni farið í sundur við Skotland, nú á milli Elgin og Inverness. Bilanaleit er þegar hafin en bilunin hefur áhrif á netumferð til útlanda og gæti einnig valdið truflunum á símasambandi við útlönd.

Orðalagið ekki við hæfi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýnir Morgunblaðið fyrir umfjöllun blaðsins um veru forsetans við embættistöku furstans af Mónakó, í athugasemdum við skrif blaðsins sem birtust í Staksteinum í Morgunblaðinu í gær.

Vaxtahækkun getur leitt af sér lækkun á húsnæðisverði

Sérfræðingar á fjármálamarkaði segja að ef ámóta hækkanir verði hjá öllum þýði það að minnsta kosti átta prósenta hækkun fjármagnskostnaðar vegna íbúðakaupa og að hækkunin geti leitt af sér lækkun á húsnæðisverði.

Samgönguráðherra í opinberri heimsókn í Kína

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Hallgerður Gunnarsdóttir eiginkona hans eru stödd í opinberri heimsókn í Kína ásamt fylgdarliði. Tilefni heimsóknarinnar er boð kínverskra ferðamálayfirvalda.

Tyrkir vilja loka dansk-kúrdískri sjónvarpsstöð

Tyrknesk yfirvöld krefjast þess að dönsk yfirvöld hlutist til um að loka dansk-kúrdísku útvarpsstöðinni Roj TV sem sendir út frá Danmörku. Sjónvarpssöðin er til rannsóknar grunuð um tengsl við hryðjuverkasamtök og er sögð taka við fé frá PKK, aðkilnaðarsinnarsinnum Kúrdíska verkamannaflokksins. Sjónvarpsstöðin hefur undanfarið sent út áróður PKK, gegn tyrknesku ríkisstjórninni þar sem hvatt er til uppreisna. Utanríkisráðherra Dana, Per Stig Möller, segir að hann ætli ekki að blanda sér í málið, heldur leyfa lögreglunni að ljúka rannsókninni.

Virðisaukaskattur ofáætlaður

Nær allur virðisaukaskattur sem skattayfirvöld áætluðu á fyrirtæki og einstaklinga sem ekki töldu fram á síðasta ári var látinn niður falla að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Tveir flokkar og hærri vextir

Íbúðalánasjóður býður upp á tvo lánaflokka frá og með deginum í dag. Fólk getur valið þau lán sem hafa staðið til boða hingað til og bera hér eftir 4,6 prósenta vexti sem er hækkun upp á 45 punkta, eða lán sem ekki er hægt að greiða upp nema gegn sérstakri uppgreiðsluþóknun og þá eru vextirnir 4,35 prósent.

Tölvuþrjótar breyta aðferðum sínum

Tölvuþrjótar hafa í auknum mæli snúið sér frá því að ráðast á stýrikerfi tölva og kjósa frekar að ráðast á ýmis önnur forrit til þess að fá aðgang að netjónum sem og tölvum. Samkvæmt nýlegri rannsókn Bandaríska heimavarnarráðuneytisins og innra öryggiseftirlits bresku ríkisstjórnarinnar eru alls kyns afspilunarforit og vírusvarnarforrit meðal þeirra forrita sem þeir einbeita sér að í auknum mæli.

Fangar pakka inn jólakortum

Fangar í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Fangelsinu á Akureyri eru nú teknir til við hjálparstarf í þágu munaðarlausra barna í Úganda, Indlandi, Pakistan og á Filippseyjum.

SPRON hækkar íbúðalánavexti

SPRON hefur ákveðið að hækka vexti íbúðalána úr 4,15 prósentum í 4,35 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjónunum í dag.

Fjörutíu milljarða jólahátíð

Viðbótarútgjöld fjögurra manna fjölskyldu vegna jólavertíðarinnar verða tæpar 80 þúsund krónur samkvæmt spám Rannsóknarseturs verslunarinnar. Velta verslana getur aukist um 20 prósent vegna jólanna.

Ellefu menn verði í nefnd um alþjóðlega fjármálastarfsemi

Ellefu menn verða í nefnd, sem á að fjalla um uppbyggingu alþjóðlegrar fjármálastarfssemi hér á landi, að því er Viðskiptablaðið greinir frá. Forsætisráðherra mun væntanlega skipa nefndina í dag en Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka hefur þegar verið útnefndur formaður.

Ríkissaksóknari áfrýjar dómi yfir Ramsey

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey til Hæstaréttar og krefst þyngri refsingar. Ramsey var í síðasta mánuði dæmdur í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna, fyrir að slá danskan hermann í höfuðið með þeim afleiðingum að hann lét lífið.

Erum með tvo gjaldmiðla

Jón Magnússon hrl. segir að íslenska krónan hafi verið að styrkjast verulega gagnvart evrópsku gjaldmiðlunum ef þróunin fimm síðustu árin er skoðuð. Á sama tíma hafi vísitala neysluverðs til verðtryggingar hækkað enn meira, eða í raun um 20 prósent umfram krónuna.

Lögmenn skoða málið

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi FL Group, segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort fyrirtækið kæri olíufélögin. Hann segir að lögmönnum fyrirtækisins hafi verið falið að skoða málið og gæta réttar þess.

Beðið er ákvörðunar um ákærur

Ríkissaksóknari fer þessa dagana yfir rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkis­lögreglustjóra á samráði olíufélaganna. Þess er beðið hvort og hversu umfangsmiklar ákærur verði gefnar út í málinu. Rannsökuð voru meint brot félaganna og stjórnenda þeirra á samkeppnislögum frá 1993, en við stórfelldum brotum liggur allt að fjögurra ára fangelsi.

Fleiri útgerðir kæra

Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að nokkrar útgerðir hafi ákveðið að bætast í hóp útgerðarfélaga sem hyggjast leggja fram kæru vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna.

Nær allir vildu for­stjórana fyrir dóm

Óvenjumargir tóku af­stöðu til spurningar um hvort for­stjór­ar olíu­félag­anna ættu að svara til saka fyrir ólöglegt verð­sam­ráð þeirra, í könnun sem blaðið gerði í byrjun nóvember í fyrra. Könnunin var gerð í kjölfar sektarákvörðunar sam­keppnis­ráðs. 96,7 prósent vildu svara og taka með því afstöðu til málsins. 99 prósent þeirra sem svöruðu vildu láta draga forstjórana til ábyrgðar. Eitt prósent var því ósam­mála.

Ráðuneyti fær gögn

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að gögn vegna kæru Landhelgisgæslunnar á hendur olíufélögunum hafi verið send til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir að gögnin séu þar til skoðunar og að Landhelgisgæslan hafi ekki fengið nein viðbrögð frá dómsmálaráðuneytinu enn sem komið er.

Mildi að ekki fór verr þegar tundurdufl kom í veiðarfæri

Mikil mildi þykir að ekki skyldi fara verr þegar að þýskur togari fékk tundurdufl í veiðafæri sín. Áhöfn togarans kom með tundurduflið upp á bryggju á Eskifirði um í gær og voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kvaddir á vettvang.

Notendaábyrgð ekki í frumvarpi

Ákvæði um að fyrirtæki sem nýti sér þjónustu starfsmannaleiga beri ábyrgð á kjörum starfsmanna er ekki í frumvarpi til laga um starfsmannaleigur. Ráðherra segir frumvarpið byggt á niðurstöðum starfshóps aðila vinnumarkaðar og séróskir þeirra muni ekki verða í frumvarpinu sem Alþingi eigi lokaorð um.

Fá tuttug og tvö þúsund krónur

Þeir öryrkjar sem sviptir voru öllum bótum frá Tryggingastofnun það sem eftir lifir árs, fá samkvæmt því sem heilbrigðisráðherra ákvað í dag, 22 þúsund krónur bæði í nóvember og desember. Formaður Öryrkjabandalagsins er þó ekki sáttur.

Útboð Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður efndi í dag til útboðs á íbúðabréfum sem nema allt að þremur milljörðum króna að nafnverði. Sjóðurinn sendi tilkynningu þessa efnis til Kauphallar Íslands í dag. Áskilur sjóðurinn sér rétt til að hækka útboðsfjárhæðina eða að hafna öllum tilboðum. Lágmarkstilboð er að fjárhæð tvöhundruð milljónir fyrir hvern flokk.

Enn óvissa um starfsemi nýrnadeildar

Enn ríkir óvissa um starfsemi nýrnadeildar Landspítala-Háskólasjúkrahús. Helmingur af hjúkrunarfræðingum deildarinnar hættir störfum á deildinni um árámótin að óbreyttu. Hjúkrunarforstjóri spítalans fundaði með hjúkrunarfræðingunum í dag.

Úrslitakeppni Skekks sýnd á Netinu

Úrslitakeppni Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna hófst klukkan átta. Alls eru það sex grunnskólar sem keppa í úrslitunum en þau verða kynnt síðar í kvöld. Hægt er að fylgjast með keppninni á Netinu en þaðan er keppnin sýnt beint.

Ný stjórn Árvakurs

Ragnhildur Geirsdóttir og Skúli Valberg Ólafsson eru ný í stjórn Árvakurs hf. útgáfufélags Morgunblaðsins en þau eru fulltrúar nýrra hluthafa. Á hluthafafundi félagsins í dag var ný stjórn skipuð og var hún sjálfkjörin.

Sjá næstu 50 fréttir