Innlent

Orðalagið ekki við hæfi

Ólafur Ragnar Grímsson var viðstaddur embættistöku Alberts fursta af Mónakó. Staksteinahöfund Morgunblaðsins fýsti að vita hvers vegna.
Ólafur Ragnar Grímsson var viðstaddur embættistöku Alberts fursta af Mónakó. Staksteinahöfund Morgunblaðsins fýsti að vita hvers vegna.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýnir Morgunblaðið fyrir umfjöllun blaðsins um veru forsetans við embættistöku furstans af Mónakó, í athugasemdum við skrif blaðsins sem birtist í Staksteinum í Morgunblaðinu í gær.

Fjallað var um veru forseta Íslands við embættistöku Alberts fursta af Mónakó í Staksteinum í Morgunblaðinu í gær. Þar var spurt hvers vegna forsetinn hefði verið við athöfnina. Forsetanum bærust eflaust mörg boð á athafnir víða um heim og væri full ástæða þiggja sum þeirra en önnur síðar. Pistlahöfundur, sem ekki er nafngreindur, sagði það geta komið óorði á slíkar heimsóknir ef þjóðhöfðingi ætti engin erindi á vegum þjóðarinnar við gestgjafa sína og óskaði eftir skýringum forseta á ástæðum farar sinnar.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti svarar Morgunblaðinu í dag og segir margar ástæður hafa legið að baki för sinni. Ein sé áherslan á tengsl smáríkja, önnur sú að Albert fursti kom til Íslands á Smáþjóðaleika 1997 og sú þriðja að hann furstinn sé mikill áhugamaður um málefni norðurslóða. Forsetinn segir það því þjóna fjölþættum hagsmuna Íslendinga að vera við athöfnina og segir orðalagið í pistli Morgunblaðsins ekki við hæfi, einkum þegar í hlut eigi ríki og furstafjölskylda sem ávallt hafi sýnt Íslendingum vináttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×