Fleiri fréttir Tollar lækka verulega Útflytjendur íslenskra vara til Rússlands hafa ástæðu til að fagna því tollar á þær lækka verulega í kjölfar þess að Rússland fær ástæða að Alþjóða viðskiptastofnuninni. Samningur milli Íslands og Rússlands þessa efnis var undirritaður í Moskvu á dögunum. 22.11.2005 10:55 Yfir 300 milljónir fyrir umbúðirnar Fyrirtæki landsins hefja um næstu áramót greiðslu úrvinnslugjald fyrir allar, plast-, pappa- og pappírsumbúðir utan um vörur þeirra. Búist er við að gjaldið nemi um 320 til 340 milljónum króna á ári. 22.11.2005 10:00 Fjallar ekki um ákæruliðina átta Sérstakur saksóknari sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í Baugsmálinu hefur aðeins vald í þeim 32 ákæruliðum Baugsmálsins sem vísað var frá dómi en ekki þeim átta sem eftir standa af 40 upphaflegum ákæruliðum.. Bogi Nilsen ríkissaksóknari fer með ákæruvald í þeim liðum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp rétt rúmlega níu. 22.11.2005 09:09 Lögregla rannsakar fyrirtæki á Akranesi Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir lögreglurannsókn á starfsemi fyrirtækis sem er með litháíska starfsmenn í vinnu hjá sér. 22.11.2005 07:30 Minnst traust til Halldórs Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórmálamaður sem mests trausts nýtur meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 22,4 prósent treysta honum best. Geir er afskaplega traustur stjórnmálamaður og sýnir það í störfum sínum. Því koma þessar niðurstöður lítið á óvart segir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 22.11.2005 06:45 Orkuveitan tapaði dómsmáli Hæstiréttur vísaði í gær frá dómi kröfu Orkuveitu Reykjavíkur um að álit Kærunefndar útboðsmála þess efnis að Orkuveitan væri skaðabótaskyld gagnvart Toshiba vegna útboðs fyrir búnað til Hellisheiðarvirkjunar. 22.11.2005 06:33 Tundurdufl á bryggjunni á Eskifirði Óskað hefur verið eftir aðstoð sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar vegna tundurdufls sem áhöfn þýsks togara setti upp á bryggjunni á Eskifirði. TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, er nú á leið þangað með tvo sprengjusérfræðinga um borð. 22.11.2005 15:00 Nýrnasjúklingar óttast framtíð blóðskilunardeildar Nýrnasjúklingar sem þurfa að leita til blóðskilunardeildar eru uggandi yfir þeirri stöðu sem komin er upp á blóðskilunardeild. Þeir óttast að allt stefni í óefni en allar líkur eru á að átta af sextán starfsmönnum deildarinnar láti af störfum um áramótin. 21.11.2005 22:36 Skera úr um hæfi dómsmálaráðherra á morgun Pétur Guðgeirsson héraðsdómari og tveir meðdómendur hans munu kveða upp úr um hæfi Björn Bjarnasonar dómsmálaráðherra við skipun sérstaks saksóknara í Baugsmálinu svokallaða fyrir hádegi á morgun. Verjendur sakborninga fóru fram á það við þinghald í málinu nýverið að dómarar skæru úr um hæfi Björns. 21.11.2005 22:15 Tekið verður harðar á þeim starfsmannaleigum sem brjóta af sér Fyrirtæki sem nýta sér starfsmannaleigur þurfa ekki að svara til ábyrgðar reynist brotið á starfsmönnum. Þetta er niðurstaða starfshóps um lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga. ASÍ hefur skorað á ráðherra að sú ábyrgð verði engu að síður í væntanlegum lögum. 21.11.2005 22:00 Rækjustofnar á grunnslóð í algjöru lágmarki Lítið er af rækju á hefðbundnum miðum samkvæmt niðurstöðum haustkönnunar Hafrannsóknarstofnunar. Rækjustofnar á grunnslóð mældust í algjöru lágmarki og 2005 árgangur þorks mældist sá minnsti á grunnslóð síðan árið 1991. 21.11.2005 21:00 Talið að kviknað hafi í út frá eldavélahellu Talið er að kviknað hafi í út frá eldavélahellu í heimahúsi á Ísafirði í dag. Slökkvilið á Ísafirði var kallað út rétt fyrir klukkan sex síðdegis. Íbúi í húsinu hringdi á slökkvilið sem kom á staðin og slökkti eldinn. Um minniháttar bruna var að ræða en kviknað hafi lítillega í klæðningu og í eldhúsi. 21.11.2005 20:45 Flugvélar á vegum CIA hafa flogið í danskri lofthelgi yfir Grænlandi Samgönguráðherra Dana, Flemming Hansen, hefur staðfest að flugvélar á vegum CIA hafi flogið í danskri lofthelgi yfir Grænlandi. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn frá þingmanninum Frank Aaen á danska þinginu. 21.11.2005 20:29 Litháar dæmdir fyrir að smygla tæpum fjórum kílóum af amfetamíni með Norrænu Tveir Litháar voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands á föstudag fyrir að hafa smyglað tæpum fjórum kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu. 21.11.2005 19:51 Heilbrigð skynsemi fyrir farsímanotendur Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. 21.11.2005 19:41 Heilbrigðisráðherra segir Alfreð hafa verið valinn vegna reynslu í að stýra byggingaframkvæmdum Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir hrókeringar í borgarstjórnarflokki Framsóknarflokksins ekki tengda skipun hans á Alfreð Þorsteinssyni í stöðu framkvæmdastjóra um byggingu hátæknisjúkrahúss. Hann vísar því sömuleiðis á bug að Orkuveituhúsið hafi verið óeðlilega dýrt. 21.11.2005 18:21 Ekki ljóst hvernig slæm staða Byggðarstofnunar verði leyst Byggðastofnun, sem á að tryggja jafnan aðgang landsbyggðafyrirtækja að fjármagni á við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, er lömuð vegna fjárskorts. Hún er hætt að lána og fyrr á árinu var styrkveitingum og hlutafjárkaupum hætt. Valgerður Sverrisdóttir vill ekkert segja um hvernig staða stofnunarinnar verði leyst. 21.11.2005 18:12 Kaupmáttur eldri borgara minnkað um 1,6% frá 1988 Kaupmáttur eldri borgara hefur minnkað um 1,6% ef litið er aftur til 1988. Sé miðað við síðustu tíu ár hefur kaupmáttur eldri borgara vaxið lítillega en þó aðeins um einn sjötta af kaupmáttaraukningu ráðstöfunartekja í landinu. 21.11.2005 17:45 Byggðasafn Vestmannaeyja er á móti byggingu landnámsskála í Herjólfsdal yggðasafn Vestmannaeyja er mótfallið byggingu Landnámsbæjar í Herjólfsdal á meðan endurmat á mögulegum fornleifum á svæðinu hefur ekki farið fram. Hlíf Gylfadóttir, safnvörður, tekur þó fram að málið snúist ekki um að byggðasafnið sé á móti byggingu landnámsskála út af fyrir sig, heldur um verndun dalsins og hættu á skemmdum á mögulegum fornleifum. 21.11.2005 17:41 Ný starfsstöð fyrir fólk með geðraskanir tekin í notkun á morgun Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, tekur nýja starfsstöð fyrir fólk með geðraskanir í notkun á morgun. Starfsstöðin verður í Bolholti í Reykjavík og starfrækt af heilsugæslunni og Hugarafli. Þjónustan mun byggja á samstarfi fagfólks, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandendum þeirra. 21.11.2005 17:18 Ófærar vegna élja og hálku Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall eru ófær vegna éljagangs og hálku. Él og hálka gera ökumönnum víða erfitt fyrir á Vesturlandi og á Vestfjörðum auk þess sem hálka og éljagangur er í Þrengslum og hálkublettir á Hellisheiði. 21.11.2005 17:04 Nokkur hálka og hálkublettir um allt land Nokkur hálka og hálkublettir eru víða um land. Hálka og éljagangur er í Þrengslum og hálkublettir á Hellisheiði. Þá er einnig hálka og éljagangur víða á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjalli og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði. 21.11.2005 17:00 Verðbólga fer undir þolmörk Verðbólga fer niður fyrir efri þolmörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans í næsta mánuði ef verðbólguspá Greiningardeildar KB-banka gengur eftir. 21.11.2005 16:46 Unglingspiltur keypti gas til að sniffa Lögreglan á Selfossi fékk í síðustu viku ábendingu um unglingspilt sem keypti gas í verslun á Selfossi í þeim tilgangi að sniffa gasið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er vitað hver pilturinn er og hafa foreldrar hans verið látnir vita. 21.11.2005 16:23 Lést í umferðarslysi Maðurinn sem lést í alvarlegu umferðarslysi í Norðurárdal í Borgarfirði í gær hét Sigurður Jóhann Hendriksson. Sigurður Jóhann var fæddur í mars árið 1946 og lætur hann eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Sigurður Jóhann var til heimilis að Reyrengi 32 í Reykjavík. 21.11.2005 15:30 Samgönguráðherra í opinberi heimsókn í Kína Sturla Böðvarsson samgönguráðherra er á leið til Kína ásamt hópi Íslendinga og fylgdarliði til að taka þátt í alþjóðlegri ferðasýningunni. Sturla er í opinberi heimsókn í boði kínverskra ferðamálayfirvalda. 21.11.2005 15:22 Fjölmargir öyrkjar fá engar bætur á næstunni Vegna nýrra reglna um tekjutengingu við örorkubætur fá sextíu til áttatíu öryrkjar engar bótagreiðselur í nóvember og desember hafi þeir haft tekjur á árinu. 21.11.2005 13:57 Telur brot olíufélaganna skipta hundruðum Ríkislögreglustjóri telur að brotatilvik starfsmanna stóru olíufélaganna þriggja vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra skipti hundruðum. Þetta kemur fram í tilkynningu Ríkislögreglustjóra í tilefni þess að hann hefur lokið rannsókn sinni vegna samaráðsmálsins, og sent niðurstöður til Ríkissaksóknara til ákvörðunar um ákærur. 21.11.2005 12:20 Með alvarleg brunasár eftir að efni sprakk í höndum þeirra Drengirnir tveir sem brenndust í Grafarvogi í gær liggja þungt haldnir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Þeir brenndust báðir illa á höndum og fótum og eru brunasárin bæði annars og þriðja stigs. Annar drengurinn brenndist á um það bil þrjátíu prósentum líkamans og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Hinn drengurinn brenndist á tuttugu prósentum líkamans. Drengirnir eru á unglingsaldri og ekki er enn vitað hvaða eldfima efni sprakk í höndum þeirra með þessum afleiðingum. 21.11.2005 12:15 Tvö óhöpp í fljúgandi hálku Það er gríðarleg hálka í Borgarfirðinum sögðu lögreglumenn á vakt. Þeir hafa verið kallaðir út vegna tveggja umferðaróhappa í nágrenni bæjarins síðustu tæpu tvo klukkutímana en engin slys hafa orðið á fólki. 21.11.2005 11:59 Fleiri og betri störf á landsbyggðina Tvöfalt hærra hlutfall fólks á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni er með háskólamenntun. Stjórnvöld verða að grípa til að aðgerða til að snúa þessari þróun við, segir þingmaður Samfylkingarinnar. 21.11.2005 11:42 Rannsókn lögreglunnar lokið Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna er lokið. Meira um málið í fréttum NFS klukkan tólf. 21.11.2005 11:39 Byggðastofnun fjársvelt Byggðastofnun, sem á að tryggja jafnan aðgang landsbyggðafyrirtækja að fjármagni á við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, er lömuð vegna fjárskorts. Hún er hætt að lána og fyrr á árinu var styrkveitingum og hlutafjárkaupum hætt. 21.11.2005 11:34 Umdeildar kosningar í Kenýa Umdeildar kosningar fara fram í Kenýa í dag, þegar kosið er um nýja stjórnarskrá í landinu sem mun styrkja stöðu forsetans. Forsetinn, Mwai Kibaki, hefur kallað kosningarnar sögulegt tækifæri en stjórnarandstæðingar vilja að forseti deili valdinu með lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra. Miklar óeirðir hafa átt sér stað að undanförnu vegna kosninganna þar sem níu manns hafa látist. 21.11.2005 10:14 Helmingi fleiri háskólamenntaðir 23 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru háskólamenntuð en aðeins tólf prósent íbúa landsbyggðarinnar. Rúmlega helmingur landsbyggðarfólks hefur aðeins lokið grunnnámi en þriðjungur íbúa höfuðborgarsvæðisins. 21.11.2005 09:15 Á fjórða þúsund tilkynningar Barnaverndarnefndir fengu 3.648 tilkynningar vegna 3.576 barna fyrstu níu mánuði ársins. Sautján prósent tilkynninga sneru að ofbeldi gagnvart börnum, tæpur helmingur að áhættuhegðun barna og 36 prósent að vanrækslu barna. 21.11.2005 08:15 Einkaleyfi Lego útrunnið Hæstiréttur Kanada dæmdi Lego framleiðendum í óhag í málssókn fyrirtækisins gegn kanadískum kubbaframleiðenda. Lego hafði krafist lögbanns á kubba framleiðandans þar sem kubbarnir þóttu of líkir Legokubbunum. Kanadíski dómstóllinn sagði einkaleyfi Lego útrunnið og að tími frjálsrar samkeppni á kubbamarkaði væri runninn upp. 21.11.2005 08:00 Allir komnir með atvinnuleyfi Allir pólsku verkamennirnir sem komu til starfa á Akranesi og í nágrenni á vegum starfsmannaleigunnar 2B eru komnir með atvinnuleyfi og ráðningarsamning við þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá. 21.11.2005 07:45 Ofbeldi í skoskum skólum 36 kennarar og 40 nemendur þurftu að leita á sjúkrahús í fyrra vegna árása af hálfu nemenda í Skotlandi. Þá þurftu 53 skólastarfsmenn á einhverri aðstoð að halda eftir árásir, þótt þeir hefðu ekki farið á spítala. Skólastjórar í Skotlandi hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að sýna ofbeldisfullum nemendum of mikla vægð og kennarasambandið segir að ofbeldi innan bekkja sé alls ekki tekið nógu alvarlega. 21.11.2005 07:36 Tveir ölvaðir og próflausir teknir í nótt Lögreglan í Reykjavík tók tvo ölvaða ökumenn úr umferð í nótt, sem vart væri í frásögu færandi, nema hvað búðið var að svifta þá báða ökuréttindum áður, og báða ævilangt. Það er því viðbúið að refsingin fyrir þessi brot nái inn á næsta tilverustig mannanna. Hvorugur þeirra hafði valdið óskunda í umferðinni þegar þeir voru teknir í nótt. 21.11.2005 07:15 Sýnir umburðarlyndi fólks "Þetta eru stórkostlegar tölur en við höfum ekki haft neina beina vitneskju um hver afstaða Íslendinga væri í þessu máli," sagði Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna '78, þegar hún var innt eftir viðbrögðum við niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem sýna að rúm 82 prósent eru því fylgjandi að lesbíur í sambúð fái að eignast börn með gjafasæði. 21.11.2005 07:00 Mikill stuðningur við rétt til tæknifjóvgunar Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins styðja rúm 82 prósent Íslendinga rétt lesbía í sambúð til að gangast undir tæknifjóvgun með gjafasæði. Konur eru því hlynntari en karlar. 21.11.2005 07:00 Bíll lenti úti í Norðurá Maður á sextugsaldri lést eftir að bíll hans fór útaf veginum í Norðurárdal í Borgarfirði í gærdag skammt ofan við bæinn Sveinatungu og endaði úti í Norðurá. 21.11.2005 06:30 Tveir drengir í Grafarvogi hætt komnir vegna elds Tveir þrettán ára drengir voru hætt komnir þegar eldfimt efni fuðraði upp í höndum þeirra í Bryggjuhverfinu við Grafarvog í gærkvöldi. Eldur læstist í föt þeirra, einkum annars, og hljóp hann logandi í sjóinn. Fjölmennt björgunarlið var kallað á staðinn og voru piltarnir fyrst fluttir á Slysadeild og þaðan á brunadeild Landsspítalans, þar sem þeir dvelja. 21.11.2005 06:24 Ofdrykkja unglinga vaxandi vandi í Danmörku Alltof margir danskir unglingar þjást oft og illa af timburmönnum að mati danskra heilbrigðisyfirvalda. Sjötti hver karl og sjöunda hver kona á aldrinum fimmtán til nítján ára innbyrða of mikið áfengi og hafa þurft læknishjálp vegna áfengiseitrunar. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að sporna við ofdrykkju með látlausum auglýsingum undanfarin ár en segja það lítið gagn gera því á umliðnum tíu árum hafa áttatíu þúsund danir verið hætt komnir vegna áfengiseitrunar. 21.11.2005 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Tollar lækka verulega Útflytjendur íslenskra vara til Rússlands hafa ástæðu til að fagna því tollar á þær lækka verulega í kjölfar þess að Rússland fær ástæða að Alþjóða viðskiptastofnuninni. Samningur milli Íslands og Rússlands þessa efnis var undirritaður í Moskvu á dögunum. 22.11.2005 10:55
Yfir 300 milljónir fyrir umbúðirnar Fyrirtæki landsins hefja um næstu áramót greiðslu úrvinnslugjald fyrir allar, plast-, pappa- og pappírsumbúðir utan um vörur þeirra. Búist er við að gjaldið nemi um 320 til 340 milljónum króna á ári. 22.11.2005 10:00
Fjallar ekki um ákæruliðina átta Sérstakur saksóknari sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í Baugsmálinu hefur aðeins vald í þeim 32 ákæruliðum Baugsmálsins sem vísað var frá dómi en ekki þeim átta sem eftir standa af 40 upphaflegum ákæruliðum.. Bogi Nilsen ríkissaksóknari fer með ákæruvald í þeim liðum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp rétt rúmlega níu. 22.11.2005 09:09
Lögregla rannsakar fyrirtæki á Akranesi Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir lögreglurannsókn á starfsemi fyrirtækis sem er með litháíska starfsmenn í vinnu hjá sér. 22.11.2005 07:30
Minnst traust til Halldórs Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórmálamaður sem mests trausts nýtur meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 22,4 prósent treysta honum best. Geir er afskaplega traustur stjórnmálamaður og sýnir það í störfum sínum. Því koma þessar niðurstöður lítið á óvart segir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 22.11.2005 06:45
Orkuveitan tapaði dómsmáli Hæstiréttur vísaði í gær frá dómi kröfu Orkuveitu Reykjavíkur um að álit Kærunefndar útboðsmála þess efnis að Orkuveitan væri skaðabótaskyld gagnvart Toshiba vegna útboðs fyrir búnað til Hellisheiðarvirkjunar. 22.11.2005 06:33
Tundurdufl á bryggjunni á Eskifirði Óskað hefur verið eftir aðstoð sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar vegna tundurdufls sem áhöfn þýsks togara setti upp á bryggjunni á Eskifirði. TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, er nú á leið þangað með tvo sprengjusérfræðinga um borð. 22.11.2005 15:00
Nýrnasjúklingar óttast framtíð blóðskilunardeildar Nýrnasjúklingar sem þurfa að leita til blóðskilunardeildar eru uggandi yfir þeirri stöðu sem komin er upp á blóðskilunardeild. Þeir óttast að allt stefni í óefni en allar líkur eru á að átta af sextán starfsmönnum deildarinnar láti af störfum um áramótin. 21.11.2005 22:36
Skera úr um hæfi dómsmálaráðherra á morgun Pétur Guðgeirsson héraðsdómari og tveir meðdómendur hans munu kveða upp úr um hæfi Björn Bjarnasonar dómsmálaráðherra við skipun sérstaks saksóknara í Baugsmálinu svokallaða fyrir hádegi á morgun. Verjendur sakborninga fóru fram á það við þinghald í málinu nýverið að dómarar skæru úr um hæfi Björns. 21.11.2005 22:15
Tekið verður harðar á þeim starfsmannaleigum sem brjóta af sér Fyrirtæki sem nýta sér starfsmannaleigur þurfa ekki að svara til ábyrgðar reynist brotið á starfsmönnum. Þetta er niðurstaða starfshóps um lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga. ASÍ hefur skorað á ráðherra að sú ábyrgð verði engu að síður í væntanlegum lögum. 21.11.2005 22:00
Rækjustofnar á grunnslóð í algjöru lágmarki Lítið er af rækju á hefðbundnum miðum samkvæmt niðurstöðum haustkönnunar Hafrannsóknarstofnunar. Rækjustofnar á grunnslóð mældust í algjöru lágmarki og 2005 árgangur þorks mældist sá minnsti á grunnslóð síðan árið 1991. 21.11.2005 21:00
Talið að kviknað hafi í út frá eldavélahellu Talið er að kviknað hafi í út frá eldavélahellu í heimahúsi á Ísafirði í dag. Slökkvilið á Ísafirði var kallað út rétt fyrir klukkan sex síðdegis. Íbúi í húsinu hringdi á slökkvilið sem kom á staðin og slökkti eldinn. Um minniháttar bruna var að ræða en kviknað hafi lítillega í klæðningu og í eldhúsi. 21.11.2005 20:45
Flugvélar á vegum CIA hafa flogið í danskri lofthelgi yfir Grænlandi Samgönguráðherra Dana, Flemming Hansen, hefur staðfest að flugvélar á vegum CIA hafi flogið í danskri lofthelgi yfir Grænlandi. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn frá þingmanninum Frank Aaen á danska þinginu. 21.11.2005 20:29
Litháar dæmdir fyrir að smygla tæpum fjórum kílóum af amfetamíni með Norrænu Tveir Litháar voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands á föstudag fyrir að hafa smyglað tæpum fjórum kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu. 21.11.2005 19:51
Heilbrigð skynsemi fyrir farsímanotendur Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. 21.11.2005 19:41
Heilbrigðisráðherra segir Alfreð hafa verið valinn vegna reynslu í að stýra byggingaframkvæmdum Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir hrókeringar í borgarstjórnarflokki Framsóknarflokksins ekki tengda skipun hans á Alfreð Þorsteinssyni í stöðu framkvæmdastjóra um byggingu hátæknisjúkrahúss. Hann vísar því sömuleiðis á bug að Orkuveituhúsið hafi verið óeðlilega dýrt. 21.11.2005 18:21
Ekki ljóst hvernig slæm staða Byggðarstofnunar verði leyst Byggðastofnun, sem á að tryggja jafnan aðgang landsbyggðafyrirtækja að fjármagni á við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, er lömuð vegna fjárskorts. Hún er hætt að lána og fyrr á árinu var styrkveitingum og hlutafjárkaupum hætt. Valgerður Sverrisdóttir vill ekkert segja um hvernig staða stofnunarinnar verði leyst. 21.11.2005 18:12
Kaupmáttur eldri borgara minnkað um 1,6% frá 1988 Kaupmáttur eldri borgara hefur minnkað um 1,6% ef litið er aftur til 1988. Sé miðað við síðustu tíu ár hefur kaupmáttur eldri borgara vaxið lítillega en þó aðeins um einn sjötta af kaupmáttaraukningu ráðstöfunartekja í landinu. 21.11.2005 17:45
Byggðasafn Vestmannaeyja er á móti byggingu landnámsskála í Herjólfsdal yggðasafn Vestmannaeyja er mótfallið byggingu Landnámsbæjar í Herjólfsdal á meðan endurmat á mögulegum fornleifum á svæðinu hefur ekki farið fram. Hlíf Gylfadóttir, safnvörður, tekur þó fram að málið snúist ekki um að byggðasafnið sé á móti byggingu landnámsskála út af fyrir sig, heldur um verndun dalsins og hættu á skemmdum á mögulegum fornleifum. 21.11.2005 17:41
Ný starfsstöð fyrir fólk með geðraskanir tekin í notkun á morgun Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, tekur nýja starfsstöð fyrir fólk með geðraskanir í notkun á morgun. Starfsstöðin verður í Bolholti í Reykjavík og starfrækt af heilsugæslunni og Hugarafli. Þjónustan mun byggja á samstarfi fagfólks, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandendum þeirra. 21.11.2005 17:18
Ófærar vegna élja og hálku Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall eru ófær vegna éljagangs og hálku. Él og hálka gera ökumönnum víða erfitt fyrir á Vesturlandi og á Vestfjörðum auk þess sem hálka og éljagangur er í Þrengslum og hálkublettir á Hellisheiði. 21.11.2005 17:04
Nokkur hálka og hálkublettir um allt land Nokkur hálka og hálkublettir eru víða um land. Hálka og éljagangur er í Þrengslum og hálkublettir á Hellisheiði. Þá er einnig hálka og éljagangur víða á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjalli og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði. 21.11.2005 17:00
Verðbólga fer undir þolmörk Verðbólga fer niður fyrir efri þolmörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans í næsta mánuði ef verðbólguspá Greiningardeildar KB-banka gengur eftir. 21.11.2005 16:46
Unglingspiltur keypti gas til að sniffa Lögreglan á Selfossi fékk í síðustu viku ábendingu um unglingspilt sem keypti gas í verslun á Selfossi í þeim tilgangi að sniffa gasið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er vitað hver pilturinn er og hafa foreldrar hans verið látnir vita. 21.11.2005 16:23
Lést í umferðarslysi Maðurinn sem lést í alvarlegu umferðarslysi í Norðurárdal í Borgarfirði í gær hét Sigurður Jóhann Hendriksson. Sigurður Jóhann var fæddur í mars árið 1946 og lætur hann eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Sigurður Jóhann var til heimilis að Reyrengi 32 í Reykjavík. 21.11.2005 15:30
Samgönguráðherra í opinberi heimsókn í Kína Sturla Böðvarsson samgönguráðherra er á leið til Kína ásamt hópi Íslendinga og fylgdarliði til að taka þátt í alþjóðlegri ferðasýningunni. Sturla er í opinberi heimsókn í boði kínverskra ferðamálayfirvalda. 21.11.2005 15:22
Fjölmargir öyrkjar fá engar bætur á næstunni Vegna nýrra reglna um tekjutengingu við örorkubætur fá sextíu til áttatíu öryrkjar engar bótagreiðselur í nóvember og desember hafi þeir haft tekjur á árinu. 21.11.2005 13:57
Telur brot olíufélaganna skipta hundruðum Ríkislögreglustjóri telur að brotatilvik starfsmanna stóru olíufélaganna þriggja vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra skipti hundruðum. Þetta kemur fram í tilkynningu Ríkislögreglustjóra í tilefni þess að hann hefur lokið rannsókn sinni vegna samaráðsmálsins, og sent niðurstöður til Ríkissaksóknara til ákvörðunar um ákærur. 21.11.2005 12:20
Með alvarleg brunasár eftir að efni sprakk í höndum þeirra Drengirnir tveir sem brenndust í Grafarvogi í gær liggja þungt haldnir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Þeir brenndust báðir illa á höndum og fótum og eru brunasárin bæði annars og þriðja stigs. Annar drengurinn brenndist á um það bil þrjátíu prósentum líkamans og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Hinn drengurinn brenndist á tuttugu prósentum líkamans. Drengirnir eru á unglingsaldri og ekki er enn vitað hvaða eldfima efni sprakk í höndum þeirra með þessum afleiðingum. 21.11.2005 12:15
Tvö óhöpp í fljúgandi hálku Það er gríðarleg hálka í Borgarfirðinum sögðu lögreglumenn á vakt. Þeir hafa verið kallaðir út vegna tveggja umferðaróhappa í nágrenni bæjarins síðustu tæpu tvo klukkutímana en engin slys hafa orðið á fólki. 21.11.2005 11:59
Fleiri og betri störf á landsbyggðina Tvöfalt hærra hlutfall fólks á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni er með háskólamenntun. Stjórnvöld verða að grípa til að aðgerða til að snúa þessari þróun við, segir þingmaður Samfylkingarinnar. 21.11.2005 11:42
Rannsókn lögreglunnar lokið Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna er lokið. Meira um málið í fréttum NFS klukkan tólf. 21.11.2005 11:39
Byggðastofnun fjársvelt Byggðastofnun, sem á að tryggja jafnan aðgang landsbyggðafyrirtækja að fjármagni á við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, er lömuð vegna fjárskorts. Hún er hætt að lána og fyrr á árinu var styrkveitingum og hlutafjárkaupum hætt. 21.11.2005 11:34
Umdeildar kosningar í Kenýa Umdeildar kosningar fara fram í Kenýa í dag, þegar kosið er um nýja stjórnarskrá í landinu sem mun styrkja stöðu forsetans. Forsetinn, Mwai Kibaki, hefur kallað kosningarnar sögulegt tækifæri en stjórnarandstæðingar vilja að forseti deili valdinu með lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra. Miklar óeirðir hafa átt sér stað að undanförnu vegna kosninganna þar sem níu manns hafa látist. 21.11.2005 10:14
Helmingi fleiri háskólamenntaðir 23 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru háskólamenntuð en aðeins tólf prósent íbúa landsbyggðarinnar. Rúmlega helmingur landsbyggðarfólks hefur aðeins lokið grunnnámi en þriðjungur íbúa höfuðborgarsvæðisins. 21.11.2005 09:15
Á fjórða þúsund tilkynningar Barnaverndarnefndir fengu 3.648 tilkynningar vegna 3.576 barna fyrstu níu mánuði ársins. Sautján prósent tilkynninga sneru að ofbeldi gagnvart börnum, tæpur helmingur að áhættuhegðun barna og 36 prósent að vanrækslu barna. 21.11.2005 08:15
Einkaleyfi Lego útrunnið Hæstiréttur Kanada dæmdi Lego framleiðendum í óhag í málssókn fyrirtækisins gegn kanadískum kubbaframleiðenda. Lego hafði krafist lögbanns á kubba framleiðandans þar sem kubbarnir þóttu of líkir Legokubbunum. Kanadíski dómstóllinn sagði einkaleyfi Lego útrunnið og að tími frjálsrar samkeppni á kubbamarkaði væri runninn upp. 21.11.2005 08:00
Allir komnir með atvinnuleyfi Allir pólsku verkamennirnir sem komu til starfa á Akranesi og í nágrenni á vegum starfsmannaleigunnar 2B eru komnir með atvinnuleyfi og ráðningarsamning við þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá. 21.11.2005 07:45
Ofbeldi í skoskum skólum 36 kennarar og 40 nemendur þurftu að leita á sjúkrahús í fyrra vegna árása af hálfu nemenda í Skotlandi. Þá þurftu 53 skólastarfsmenn á einhverri aðstoð að halda eftir árásir, þótt þeir hefðu ekki farið á spítala. Skólastjórar í Skotlandi hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að sýna ofbeldisfullum nemendum of mikla vægð og kennarasambandið segir að ofbeldi innan bekkja sé alls ekki tekið nógu alvarlega. 21.11.2005 07:36
Tveir ölvaðir og próflausir teknir í nótt Lögreglan í Reykjavík tók tvo ölvaða ökumenn úr umferð í nótt, sem vart væri í frásögu færandi, nema hvað búðið var að svifta þá báða ökuréttindum áður, og báða ævilangt. Það er því viðbúið að refsingin fyrir þessi brot nái inn á næsta tilverustig mannanna. Hvorugur þeirra hafði valdið óskunda í umferðinni þegar þeir voru teknir í nótt. 21.11.2005 07:15
Sýnir umburðarlyndi fólks "Þetta eru stórkostlegar tölur en við höfum ekki haft neina beina vitneskju um hver afstaða Íslendinga væri í þessu máli," sagði Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna '78, þegar hún var innt eftir viðbrögðum við niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem sýna að rúm 82 prósent eru því fylgjandi að lesbíur í sambúð fái að eignast börn með gjafasæði. 21.11.2005 07:00
Mikill stuðningur við rétt til tæknifjóvgunar Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins styðja rúm 82 prósent Íslendinga rétt lesbía í sambúð til að gangast undir tæknifjóvgun með gjafasæði. Konur eru því hlynntari en karlar. 21.11.2005 07:00
Bíll lenti úti í Norðurá Maður á sextugsaldri lést eftir að bíll hans fór útaf veginum í Norðurárdal í Borgarfirði í gærdag skammt ofan við bæinn Sveinatungu og endaði úti í Norðurá. 21.11.2005 06:30
Tveir drengir í Grafarvogi hætt komnir vegna elds Tveir þrettán ára drengir voru hætt komnir þegar eldfimt efni fuðraði upp í höndum þeirra í Bryggjuhverfinu við Grafarvog í gærkvöldi. Eldur læstist í föt þeirra, einkum annars, og hljóp hann logandi í sjóinn. Fjölmennt björgunarlið var kallað á staðinn og voru piltarnir fyrst fluttir á Slysadeild og þaðan á brunadeild Landsspítalans, þar sem þeir dvelja. 21.11.2005 06:24
Ofdrykkja unglinga vaxandi vandi í Danmörku Alltof margir danskir unglingar þjást oft og illa af timburmönnum að mati danskra heilbrigðisyfirvalda. Sjötti hver karl og sjöunda hver kona á aldrinum fimmtán til nítján ára innbyrða of mikið áfengi og hafa þurft læknishjálp vegna áfengiseitrunar. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að sporna við ofdrykkju með látlausum auglýsingum undanfarin ár en segja það lítið gagn gera því á umliðnum tíu árum hafa áttatíu þúsund danir verið hætt komnir vegna áfengiseitrunar. 21.11.2005 06:00