Telur að vextir á íbúðalánum muni lækka þegar nær dregur áramótum 23. nóvember 2005 21:03 Vextir á íbúðalánum lækka aftur þegar nær dregur áramótum, að mati framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, en sjóðurinn hækkaði vexti sína í morgun. Landsbankinn var fyrstur til að hækka vexti í þessari hrinu fyrir hálfum mánuði, en Sparisjóðirnir og Íslandsbanki fylgdu í kjölfarið í dag.KB-banki er að skoða málið. Vextir á venjulegum húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs, hækka úr 4,15% í 4,6%. Að auki verður síðan líka boðið upp á nýjan flokk lána, sem ekki er hægt að borga upp, án sérstakrar uppgreiðsluþóknunnar, en sá verður með lægri vöxtum, 4,35%. Frá því að stýrivextir Seðlabankans hækkuðu síðast fyrir tæpum tveimur mánuðum, hefur verið ljóst að húsnæðisvextir myndu hækka enda hækkuðu langtímabréf í millibankaviðskiptum, þá í fyrsta sinn í langan tíma. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdarstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn taki mið af markaðinum á hverjum tíma. Hann segir að það hafi verið komin tími á að Íbúðalánasjóður kæmi inn á markaðinn en sjóðurinn væri þátttakandi í þróuninni á hverjum tíma og yrði það eflaust áfram. Íbúðalánasjóður fylgist með breytingum á markaðinum en mögulegt sé að sjóðurinn bjóði tvisvar í viðbót á þessu ári. Guðmundur gerir ráð fyrir fleiru en einu útboði og þá í desembermánuði. Hann þorir þó ekki að spá fyrir um vextina. Guðmundur segir að menn séu jafnvel að vona að vextirnir eða ávöxtunarkrafan fari niður aftur. Vaxtahækkanir Seðlabankans þjóna þeim tilgangi að draga úr eftirspurn og þar með þenslu og verðbólgu. Allra síðustu vikur hefur mátt greina merki þess að nú dragi úr þenslu, nýjustu mælingar sýna verðhjöðnun og húsnæðisverð er farið að lækka, sérstaklega verð á sérbýli. Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Vextir á íbúðalánum lækka aftur þegar nær dregur áramótum, að mati framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, en sjóðurinn hækkaði vexti sína í morgun. Landsbankinn var fyrstur til að hækka vexti í þessari hrinu fyrir hálfum mánuði, en Sparisjóðirnir og Íslandsbanki fylgdu í kjölfarið í dag.KB-banki er að skoða málið. Vextir á venjulegum húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs, hækka úr 4,15% í 4,6%. Að auki verður síðan líka boðið upp á nýjan flokk lána, sem ekki er hægt að borga upp, án sérstakrar uppgreiðsluþóknunnar, en sá verður með lægri vöxtum, 4,35%. Frá því að stýrivextir Seðlabankans hækkuðu síðast fyrir tæpum tveimur mánuðum, hefur verið ljóst að húsnæðisvextir myndu hækka enda hækkuðu langtímabréf í millibankaviðskiptum, þá í fyrsta sinn í langan tíma. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdarstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn taki mið af markaðinum á hverjum tíma. Hann segir að það hafi verið komin tími á að Íbúðalánasjóður kæmi inn á markaðinn en sjóðurinn væri þátttakandi í þróuninni á hverjum tíma og yrði það eflaust áfram. Íbúðalánasjóður fylgist með breytingum á markaðinum en mögulegt sé að sjóðurinn bjóði tvisvar í viðbót á þessu ári. Guðmundur gerir ráð fyrir fleiru en einu útboði og þá í desembermánuði. Hann þorir þó ekki að spá fyrir um vextina. Guðmundur segir að menn séu jafnvel að vona að vextirnir eða ávöxtunarkrafan fari niður aftur. Vaxtahækkanir Seðlabankans þjóna þeim tilgangi að draga úr eftirspurn og þar með þenslu og verðbólgu. Allra síðustu vikur hefur mátt greina merki þess að nú dragi úr þenslu, nýjustu mælingar sýna verðhjöðnun og húsnæðisverð er farið að lækka, sérstaklega verð á sérbýli.
Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira