Dómsmálaráðherra ráðstafar einn átta milljónum til mannréttindamála 23. nóvember 2005 21:05 Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Átta milljónir sem áður runnu beint til að reka mannréttindaskrifstofu Íslands fóru á forræði tveggja ráðuneyta eftir breytingar á fjárlögum í fyrra. Þetta varð til þess að skrifstofan varð að leita á náðir ráðuneytanna um féð og eyrnamerkja það einstökum verkefnum. Leikar fóru síðan svo að skrifstofan fékk ekki krónu frá utanríkisráðuneytinu og einungis rúmar tvær milljónir frá dómsmálaráðuneytinu. Um tíma blasti við að loka þyrfti skrifstofunni en félagasamtök hlupu undir bagga. Þær breytingar hafa nú verið gerðar í meðförum fjárlagafrumvarpsins í fjárlaganefnd að fjórar milljónir sem utanríkisráðuneytið átti að ráðstafa flytjast nú alfarið til dómsmálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki bera vott um djörfung. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vekja eftirtekt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins víkur sér undan því að taka afstöðu til fjárveitinga til mannréttindaskrifstofunnar. Eins og menn muna þá gengu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hart fram í því að skera niður fjárveitingar til stofnunarinnar af því að hún hafði leyft sér að gagnrýna stjórnarfrumvarp en nú lætur Geir flytja fjárveitinguna úr utanríkisráðuneytinu og yfir í dómsmálaráðuneytið, augljóslega af því að hann treystir sér hvorki til að veita mannréttindaskrifstofunni fjárstuðning né til þess að neita henni um hann. Helgi segir að fjárveiting fyrrum utanríkisráðherra hafi legið ónotuð að mestu. Helgi Hjörvar segir jafnframt að núna virðist Geir hvorki treysta sér til að fylgja fram þeirri stefnu né að sýna þá djörfung að láta mannréttindaskrifstofuna hafa þann fjárstuðning sem að áður var um samið og brjóta þannig blað hvað varðar stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart mannréttindaskrifstofunni. Hann hefði vonast eftir meiri djörfung af nýjum formanni flokksins en hann vísar skítverkunum greinilega á Björn Bjarnason. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Átta milljónir sem áður runnu beint til að reka mannréttindaskrifstofu Íslands fóru á forræði tveggja ráðuneyta eftir breytingar á fjárlögum í fyrra. Þetta varð til þess að skrifstofan varð að leita á náðir ráðuneytanna um féð og eyrnamerkja það einstökum verkefnum. Leikar fóru síðan svo að skrifstofan fékk ekki krónu frá utanríkisráðuneytinu og einungis rúmar tvær milljónir frá dómsmálaráðuneytinu. Um tíma blasti við að loka þyrfti skrifstofunni en félagasamtök hlupu undir bagga. Þær breytingar hafa nú verið gerðar í meðförum fjárlagafrumvarpsins í fjárlaganefnd að fjórar milljónir sem utanríkisráðuneytið átti að ráðstafa flytjast nú alfarið til dómsmálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki bera vott um djörfung. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vekja eftirtekt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins víkur sér undan því að taka afstöðu til fjárveitinga til mannréttindaskrifstofunnar. Eins og menn muna þá gengu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hart fram í því að skera niður fjárveitingar til stofnunarinnar af því að hún hafði leyft sér að gagnrýna stjórnarfrumvarp en nú lætur Geir flytja fjárveitinguna úr utanríkisráðuneytinu og yfir í dómsmálaráðuneytið, augljóslega af því að hann treystir sér hvorki til að veita mannréttindaskrifstofunni fjárstuðning né til þess að neita henni um hann. Helgi segir að fjárveiting fyrrum utanríkisráðherra hafi legið ónotuð að mestu. Helgi Hjörvar segir jafnframt að núna virðist Geir hvorki treysta sér til að fylgja fram þeirri stefnu né að sýna þá djörfung að láta mannréttindaskrifstofuna hafa þann fjárstuðning sem að áður var um samið og brjóta þannig blað hvað varðar stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart mannréttindaskrifstofunni. Hann hefði vonast eftir meiri djörfung af nýjum formanni flokksins en hann vísar skítverkunum greinilega á Björn Bjarnason.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira