Innlent

Vaxtahækkun getur leitt af sér lækkun á húsnæðisverði

MYND/Vilhelm

Sérfræðingar á fjármálamarkaði segja að ef ámóta hækkanir verði hjá öllum þýði það að minnstakosti átta prósenta hækkun fjármagnskostnaðar vegna íbúðakaupa og að hækkunin geti leitt af sér lækkun á húsnæðisverði.

Reyndar töldu sérfræðingar KB banka í fréttabréfi sínu í gær að lækkunin geti orðið meiri en fjögur prósent þar sem fasteignamarkaðurinn hafi tilhneingu til að halda stefnu þeirra verðbreytingar, sem komin er í gang, þar sem hjarðeðli sé sterkt á þesum markaði, eins og þeir orða það. Töluverðar líkur séu á að fólk haldi að sér höndum þegar fasteignaverð og fjármagnskostnaður séu há og miðað við núverandi markaðsvexti séu horfur því ekki bjartar á fasteignamarkaði.

Þegar fréttastofan NFS leitaði nánari skýringa á þessu í morgun sneru sérfræðingar bankans spánni við og spá nú ekki lengur lækkun heldur minni hækkun en þeir höfðu nýlega spáð. Sérfræðingar Landsbankans, sem nýlega hækkaði vexti sína úr 4,15 prósentum upp í 4,45 prósent, án þess að uppgreiðslugjald sé innifalið, segja að hærri vextir muni að líkindum draga úr endurfjármögnun eldri lána og úr einkaneyslu sem fjármögnuð er með lánsfé á þessum vettvangi.

Sparisjóðirnir, sem hafa haft samstaf við sjóðinn að undanförnu, hafa þegar hækkað sína vexti til samæmisvið sjóðinn, en Landsbankinn hækkaði sína vexti fyrir skömmu upp í 4,45 prósent. Við það tækifæri sögðu talsmenn bankans það ljóst að vextir af íbúðalánum hafi verið undir markaðskjörum um nokkurt skeið. Ekkert hefur enn heyrst um vaxtahækkanir frá KB banka eða Íslandsbanka en þar hafa vextirnir verið 4,15 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×