Innlent

Enn einu sinni bilun á Farice-streng

Farice-strengurinn hefur enn einu sinni farið í sundur við Skotland, nú á milli Elgin og Inverness. Bilanaleit er þegar hafin en bilunin hefur áhrif á netumferð til útlanda og gæti einnig valdið truflunum á símasambandi við útlönd. Þetta er í sjötta sinn á fimm mánuðum sem bilun verður á strengnum en búist er við truflun á netsambandi í einhverja klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×