Innlent

Erum með tvo gjaldmiðla

Jón Magnússon telur út í hött að íslenskir lántakar þurfi að þola gríðarlega hækkun lána vegna verðtryggingar.
Jón Magnússon telur út í hött að íslenskir lántakar þurfi að þola gríðarlega hækkun lána vegna verðtryggingar.

Jón Magnússon hrl. segir að íslenska krónan hafi verið að styrkjast verulega gagnvart evrópsku gjaldmiðlunum ef þróunin fimm síðustu árin er skoðuð. Á sama tíma hafi vísitala neysluverðs til verðtryggingar hækkað enn meira, eða í raun um 20 prósent umfram krónuna.

Jón telur vísitölu neysluverðs vera sterkasta gjaldmiðilinn í landinu sem fólk borgi lán sín eftir. Hann telur óeðlilegt að slíkur gervigjaldmiðill sé fyrir hendi. Hann segir að krónan eigi að vera sá gjaldmiðill sem nota skuli í öllum viðskiptum óháð því hvort verið sé að kaupa mjólk eða borga lán. Jón bendir á að þegar verðtryggingin hafi verið tekin upp hafi verið 80 prósenta verðbólga á Íslandi og þeim óeðlilegu aðstæðum hafi þurft að bregðast við með óeðlilegum ráðstöfunum.

Nú þegar umhverfið er orðið svipað og í nágrannalöndunum telur hann eðlilegt að íslenskir lánþegar fái sömu kjör og tíðkast þar. Hann tekur dæmi um 10 milljóna króna lán sem var tekið í fyrra. Verðtryggingin gerir að verkum að lánin hafa hækkað um 500 þúsund án þess að nokkuð í þjóðfélaginu afsakaði slíkt.

"Það er verið að færa peninga frá þeim sem skulda til þeirra sem lána og það er óeðlilegt. Til að geta borgað þetta þarf viðkomandi að hafa milljón í tekjur. Það er gjörsamlega út í hött að íslenskir lántakar þurfi að þola svona álögur," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×