Innlent

Ellefu menn verði í nefnd um alþjóðlega fjármálastarfsemi

MYND/Stefán

Ellefu menn verða í nefnd, sem á að fjalla um uppbyggingu alþjóðlegrar fjármálastarfssemi hér á landi, að því er Viðskiptablaðið greinir frá. Forsætisráðherra mun væntanlega skipa nefndina í dag en Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka hefur þegar verið útnefndur formaður.

Auk hans verða ráðuneytisstjórar fjármála- og forsætisráðuneyta í nefndinni og að sögn blaðsins, Jón Sigurðsson seðlabankastjóri, Guðjón Rúnarsson hjá Sambandi banka- og verðbréfafyrirtækja, Ásdís Halla Bragadóttir forstjóri Byko og Halldór Benjamín Þorbergsson hjá Viðskiptaráði, auk einhverra fjögurra til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×