Fleiri fréttir Niðurskurður og skipulagsbreytingar í norrænu samstarfi Niðurskurður og skipulagsbreytingar í norrænu samstarfi eru meðal umræðuefna á fundi Norðurlandaráðs næstu daga. Um 900 manns eru komin til landsins í tengslum við fundahöldin. 24.10.2005 21:14 Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. 24.10.2005 19:48 Óljóst hvort launaleynd eigi sér stoð í lögum Ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum, sem fjölmörg fyrirtæki láta starfsmenn sína skrifa undir, vinnur gegn því að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Óljóst er þó hvort launaleynd á sér stoð í lögum og á það hefur enn ekki reynt hér á landi. 24.10.2005 19:30 Örmögnuðust á fjalli Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út síðdegis í gær vegna gönguhóps sem lent hafði í vandræðum í gönguferð um Vestdal. Tveir úr hópnum höfðu blotnað og voru orðnir nokkuð kaldir þegar Ísólfsmenn komu á vettvang. Björgunarsveitin aðstoðaði fólkið við að komast til byggða og allir komust að lokum heilir heim. 24.10.2005 17:14 Um 40 þúsund manns í miðbænum Lögreglan telur að um fjörutíu þúsund manns séu samankomin í miðbænum í tilefni kvennafrídagsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig að sögn varðstjóra á vakt en tveir lögreglubílar og tveir hópar fótgangandi lögreglumanna hafa reynt að sjá til þess að allt gangi snurðulaust. 24.10.2005 17:10 Dræmar viðtökur hjá Samfylkingu Varaformaður Samfylkingarinnar tekur dræmt í þær hugmyndir formanns Vinstri Grænna, að myndað verði rauðgrænt kosningabandalag að norrænni fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir flokka eiga að ganga óbundna til kosninga og enginn hefð sé fyrir öðru. Hann segir að þó margt sé líkt í stefnu flokkanna tveggja, þá séu enn stór atriði sem flokkunum greini á um. 24.10.2005 16:26 Óslitin mannmergð Miðbær Reykjavíkur er sneisafullur af fólki sem tekur nú þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Mannmergðin er þvílík að ef horft er frá horni Skólavörðustígs og Bankastrætis, bæði upp að Hallgrímskirkju og niður að Lækjartorgi, er mannmergðin algjörlega óslitin. 24.10.2005 16:14 Fimmtíu starfsmenn til skoðunar Verkalýðshreyfingin rannsakar nú kjör á milli 40 og 50 iðnaðar- og verkamanna sem eru víða hér á landi við störf á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Margt bendir til þess að sama sé uppi á teningnum hjá þeim starfsmönnum og hjá starfsmönnum fyrirtækisins við Kárahnjúka. ASÍ hyggst höfða mál á hendur starfsmannaleigunni. 24.10.2005 15:26 Miðbærinn að fyllast Ljóst er að tugir þúsunda kvenna og karla ætla að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Miðbærinn er að fyllast af fólki og nú er hafin baráttuganga frá Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg. 24.10.2005 15:16 Vilja gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun Vinstri grænir vilja að sálfræðiþjónusta og sjúkraþjálfun verði gjaldfrjáls. Þetta kemur fram í ályktun flokksins um heilbrigðsmál sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna í gær. Flokkurinn hafnar einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar og segist ætla að beita sér af alefli gegn áformum stjórnvalda um frekari einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. 24.10.2005 15:00 Þung umferð niður í miðbæ Umferð niður í miðbæ er mjög þung þessar mínúturnar enda streyma konur þangað að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins. 24.10.2005 14:40 Deildarstjóri fái miskabætur Akureyrarbær verður að greiða deildarstjóra hjá bænum sjö hundruð þúsund krónur í miskabætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Maðurinn heldur jafnframt starfi sínu hjá bænum en hann og bæjaryfirvöld deildu um hvort hann ætti enn rétt á starfinu eða ekki. 24.10.2005 14:30 Kosið milli átta nafna Ólafsfirðingar fá tækifæri til að velja nafn á grunnskólann sem tók til starfa á Ólafsfirði í haustbyrjun og kemur í stað barnaskólans og gagnfræðaskólans. 24.10.2005 13:30 Settu innsigli á stofnanir og fyrirtæki Óháður hópur ungra kvenna heimsótti í nótt stofnanir og fyrirtæki og setti innsigli á aðalinngang þeirra til þess að hvetja þau til að rjúfa það sem hópurinn nefnir innsiglað misrétti kvenna. 24.10.2005 13:30 Féll til jarðar við vinnu Maður féll hálfan þriðja metra aftur fyrir sig þar sem hann vann að byggingu stöðvarhúss Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól fyrr í dag. Maðurinn meiddist á baki og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en ekki var vitað að hversu mikil meiðsl hans voru. 24.10.2005 13:22 Ríkið greiði fanga þjáningarbætur Fangi á Litla Hrauni á rétt á þjáningabótum úr hendi íslenska ríkisins vegna þess að hann fékk ekki rétta læknisaðstoð eftir líkamsárás, sem hann varð fyrir af samfanga sínum. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 24.10.2005 13:15 Stemmningin afar góð fyrir kvennafrí Edda Jónsdóttir, verkefnastjóri kvennafrídagsins, hefur staðið í ströngu undanfarna daga og vikur við undirbúning hátíðarinnar. Hún segir allt að verða klárt fyrir daginn og að stemmningin fyrir deginum sé afar góð. 24.10.2005 12:45 VG ekki fyrsti kvenfrelsisflokkurinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs misskilur kvenfrelsið ef hann telur flokk sinn geta slegið eignarrétti á hugtakið segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. 24.10.2005 12:15 Búist við tugþúsundum í miðbæ Reykjavíkur Búist við að tugþúsundir streymi í miðbæ Reykjavíkur eftir um tvo tíma til þess að fagna þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins og til þess að knýja á um afnám hvers kyns kynjamisréttis. Fjölmörgum fyrirtækjum verður lokað um klukkan tvö vegna þessa og sama verður uppi á teningnum á leikskólum og frístundaheimilum í borginni. 24.10.2005 12:00 Aflaverðmæti eykst um 100 miljónir milli ára Á fyrstu sjö mánuðum ársins var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 41,8 milljarðar króna samanborið við 41,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpar 100 milljónir, á verðlagi hvors árs fyrir sig. 24.10.2005 11:30 Hvatt til notkunar strætisvagna í dag Strætó hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem konur eru hvattar til að nýta sér almenningssamgöngur og taka strætó í miðbæinn svo forðast megi umferðaöngþveiti vegna baráttuhátíðar kvenna í dag. Strætó og lögreglan verða í nánu samstarfi svo tryggja megi greiðar og tíðar samgöngur með strætó til og frá miðborginni. 24.10.2005 11:15 Átti hæsta boð í sex af átta lóðum Eitt fyrirtæki átti hæsta tilboð í byggingarétt á sex af átta lóðum sem boðnar voru út undir atvinnurekstur í Norðlingaholti. Útboðið getur skilað Reykjavíkurborg og eignarhaldsfélaginu Rauðhóli hátt í hálfum milljarði króna. 24.10.2005 11:05 Lítil breyting á hlut kvenna í stjórnunarstöðum á fimm árum Lítil breyting var á hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum innan íslenskra fyritækja á árunum 1999 til ársins 2004. Einna sýnilegust er þó breytingin hjá konum í yngri aldurshópum. 24.10.2005 11:00 Framkvæmdir á Stjörnubíósreit senn á enda Nú sér fyrir endann á framkvæmdunum við bílastæðahús sem verið er að reisa á gamla Stjörnubíósreitnum við Laugaveg. Reiknað er með að það verði opnað í þarnæstu viku og um leið verður umferð aftur hleypt á Laugarveg milli Snorrabrautar og Barónsstígs. 24.10.2005 10:45 Flutningaskip strandaði við Hornafjörð Flutningaskipið Roko strandaði í álnum við Austurfjörurnar í innsiglingunni til Hornafjarðar í gær. Að því er fram kemur á vefnum Hornafjörður.is tók um 45 mínútur að losa skipið með aðstoð Lóðsins og með vélarafli skipsins sjálfs. Roko er 109 metra langt og 3955 tonn, skráð á Bahamaeyjum og gert út frá Noregi en áhöfn skipsins er rússnesk. 24.10.2005 10:11 Vill hækka skatt á fjármagnstekjur Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega. 24.10.2005 09:15 Hálka og hálkublettir víða um land Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi og Þorskafjarðarheiði er ófær. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir eða hálka víða á Norðausturlandi. Á Austurlandi er víða hálkublettir eða snjóþekja. Verið er að hreinsa vegi á Norðvesturlandi. 24.10.2005 09:15 Frárennslisvatn hreinsað í Fellabæ Fimm hreinsivirki í Fellabæ, á Hallormsstað og Egilsstöðum taka við öllu frárennsli á svæðinu og skila því sem drykkjarhæfu vatni beint út í bergvatnsána Eyvindará. 24.10.2005 09:00 Borgin fær hálfan milljarð Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi. 24.10.2005 08:38 Gönguhópur í vandræðum Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð til aðstoðar gönguhópi á leið til Seyðisfjarðar síðdegis í gær. Gönguhópurinn var kominn upp á heiðina fyrir ofan Seyðisfjörð og var á leið ofan Vestdalsheiðina niður í Vestdal. 24.10.2005 08:15 Konur leggja niður störf í dag Kvennafrídagurinn er í dag og af því tilefni munu fjölmargar konur leggja niður störf klukkan rétt rúmlega tvö en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum ef litið er til þess að atvinnutekjur þeirra eru um 64 prósent af atvinnutekjum karla. Klukkan þrjú hefst svo kröfuganga frá Skólavörðuholti og niður að Ingólfstorgi þar sem efnt verður til baráttufundar. 24.10.2005 07:15 Ráðherra lét leiðrétta launamuninn Árni Magnússon félagsmálaráðherra lét fara ofan í saumana á launum starfsfólks félagsmálaráðuneytisins til þess að kanna hvort þar fyrirfyndist kynbundinn launamunur. Hann komst að því að svo væri og hrinti í kjölfarið af stað áætlun sem miðast að því að eyða launamun kynjanna, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. 24.10.2005 07:00 Tekur gildi um mitt ár 2007 Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007 samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum. 24.10.2005 06:45 Kvartað yfir óþrifnaði "Ástandið er algjörlega óviðunandi því það er svo illa ræstað í skólanum og fólk er nú alveg búið að fá nóg," segir Marinó Björnsson, stundakennari í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Þar í bæ hefur verið kvartað í fjölmörgum skólum vegna slæmrar ræstingar. Marinó segir að miklir samskiptaörðugleikar geri ástandið enn erfiðara en ræstitæknarnir kunna fæstir íslensku eða ensku. 24.10.2005 06:45 Flestum leikskólum lokað Sökum þess að konur landsins ætla að leggja niður störf klukkan 14.08 í dag verður flestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu lokað. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir að flestir leikskólastjórar hafi sent skilaboð til foreldra þar sem þeir óska eftir því að foreldrar sæki börnin sín fyrir klukkan 14.00. Hún á því von á að flestir leikskólar Reykjavíkur loki klukkan 14.08. 24.10.2005 06:15 Gripið til varúðarráðstafana Yfirdýralæknir hefur ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana varðandi innflutning hunda segir á heimasíðu embættisins. Veira sem veldur inflúensu hjá hestum í Bandaríkjunum hefur breyst og sýkir nú einnig hunda þar í landi. Því sé talið að innflutningur hunda frá Bandaríkjunum gæti falið í sér hættu fyrir íslenska hrossastofninn. Fyrirkomulagi einangrunar verður breytt og sjúkdómavarnir efldar. 24.10.2005 06:00 Tíu milljónir í sjóðinn Ríkisstjórnin hyggst í tilefni kvennafrídagsins veita tíu milljónum króna til stofnunar Jafnréttissjóðs. Markmið sjóðsins er að tryggja að hér á landi verði hægt að vinna að vönduðum kynjarannsóknum, en talið er að svokallaðar kynjarannsóknir geti orðið til þess að bæta stöðu kvenna og breyta karlamenningu með það að augnamiði að styrkja framgang jafnréttis kynjanna. 24.10.2005 06:00 Starfsmannaleigan 2B: Í fundargerðum Odds Friðgeirssonar, trúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu sem birt er að fullu á rafis.is kemur í ljós að fulltrúi starfsmannaleigunnar 2B hafi ráðlagt verkstjóra Suðurverks að lemja pólska verkamenn, sem 2B fluttu inn til vinnu við Kárahnjúka, ef þeir sýndu mótþróa. Grétar Ólafsson, verkstjóri Suðurverks staðfestir að Eiður Eiríkur Baldvinsson, framkvæmdastjóri 2B hafi sagt honum að lemja mennina og að margir væru vitni að þeim ummælum. 24.10.2005 05:30 Vinstri grænir: "Meðaltalið sýnir tuttugu prósenta óútskýrðan launamun á körlum og konum sem er hreint ótrúleg staða. Við lítum á þetta sem mannréttindamál en ekki aðeins sem skyldu hvers og eins að biðja um hærri laun. Það er bara ekki það einfalt," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, að loknum landsfundi flokksins í gær. 24.10.2005 04:00 Stakk kærastann í fótinn Kona var handtekin og færð til yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hún lagði til sambýlismanns síns með eggvopni. Hafði sambýlisfólkið verið að rífast heiftarlega og lauk þeim deilum með því að konan lagði til mannsins. 24.10.2005 03:30 Hyggst koma á gæðavottun á jöfn laun Árni Magnússon félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hann segist ekki vita til þess að þessari aðferð sé beitt í nokkru öðru landi en telur að hún geti á jákvæðan hátt stuðlað að því að atvinnurekendur sjái sér beinan hag í því að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja sinna. 24.10.2005 03:30 Strætókort til vinnu og skóla Gjaldskrárhópur Strætó bs. vinnur að útfærslu vinnustaðakorta, sem fyrirtæki geta keypt fyrir þá starfsmenn sína sem nota þennan samgöngumáta, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra. Þegar hafa verið gefin út skólakort sem gilda í níu og hálfan mánuð. Þau eru handhafakort, sem kosta 25.000 krónur. 24.10.2005 03:15 Árlegt fjársvelti Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur sent Valgerði Sverrisdóttur, ráðherra byggðamála, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, þingmönnum Norðausturkjördæmis og fjárlaganefnd Alþingis áskorun þess efnis að Þekkingarsetri Þingeyinga á Húsavík verði tryggt nægilegt rekstrarfé. 24.10.2005 03:15 Nýr samningur við Fang ehf. Verkalýðsfélag Akraness skrifar í dag undir nýjan fyrirtækjasamning við eigendur Fangs ehf. að því er segir á heimasíðu félagsins. Formaður þess kynnti samninginn fyrir starfsmönnum í síðustu viku og ríkti almenn sátt um hann. 24.10.2005 03:00 15 fjölskyldur fá ferðastyrk Á laugardag var 15 styrkjum úthlutað úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Styrkinn fá langveik börn og fjölskyldur þeirra til að gefa þeim tækifæri til að fara í draumaferðina. 24.10.2005 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Niðurskurður og skipulagsbreytingar í norrænu samstarfi Niðurskurður og skipulagsbreytingar í norrænu samstarfi eru meðal umræðuefna á fundi Norðurlandaráðs næstu daga. Um 900 manns eru komin til landsins í tengslum við fundahöldin. 24.10.2005 21:14
Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. 24.10.2005 19:48
Óljóst hvort launaleynd eigi sér stoð í lögum Ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum, sem fjölmörg fyrirtæki láta starfsmenn sína skrifa undir, vinnur gegn því að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Óljóst er þó hvort launaleynd á sér stoð í lögum og á það hefur enn ekki reynt hér á landi. 24.10.2005 19:30
Örmögnuðust á fjalli Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út síðdegis í gær vegna gönguhóps sem lent hafði í vandræðum í gönguferð um Vestdal. Tveir úr hópnum höfðu blotnað og voru orðnir nokkuð kaldir þegar Ísólfsmenn komu á vettvang. Björgunarsveitin aðstoðaði fólkið við að komast til byggða og allir komust að lokum heilir heim. 24.10.2005 17:14
Um 40 þúsund manns í miðbænum Lögreglan telur að um fjörutíu þúsund manns séu samankomin í miðbænum í tilefni kvennafrídagsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig að sögn varðstjóra á vakt en tveir lögreglubílar og tveir hópar fótgangandi lögreglumanna hafa reynt að sjá til þess að allt gangi snurðulaust. 24.10.2005 17:10
Dræmar viðtökur hjá Samfylkingu Varaformaður Samfylkingarinnar tekur dræmt í þær hugmyndir formanns Vinstri Grænna, að myndað verði rauðgrænt kosningabandalag að norrænni fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir flokka eiga að ganga óbundna til kosninga og enginn hefð sé fyrir öðru. Hann segir að þó margt sé líkt í stefnu flokkanna tveggja, þá séu enn stór atriði sem flokkunum greini á um. 24.10.2005 16:26
Óslitin mannmergð Miðbær Reykjavíkur er sneisafullur af fólki sem tekur nú þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Mannmergðin er þvílík að ef horft er frá horni Skólavörðustígs og Bankastrætis, bæði upp að Hallgrímskirkju og niður að Lækjartorgi, er mannmergðin algjörlega óslitin. 24.10.2005 16:14
Fimmtíu starfsmenn til skoðunar Verkalýðshreyfingin rannsakar nú kjör á milli 40 og 50 iðnaðar- og verkamanna sem eru víða hér á landi við störf á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Margt bendir til þess að sama sé uppi á teningnum hjá þeim starfsmönnum og hjá starfsmönnum fyrirtækisins við Kárahnjúka. ASÍ hyggst höfða mál á hendur starfsmannaleigunni. 24.10.2005 15:26
Miðbærinn að fyllast Ljóst er að tugir þúsunda kvenna og karla ætla að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Miðbærinn er að fyllast af fólki og nú er hafin baráttuganga frá Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg. 24.10.2005 15:16
Vilja gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun Vinstri grænir vilja að sálfræðiþjónusta og sjúkraþjálfun verði gjaldfrjáls. Þetta kemur fram í ályktun flokksins um heilbrigðsmál sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna í gær. Flokkurinn hafnar einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar og segist ætla að beita sér af alefli gegn áformum stjórnvalda um frekari einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. 24.10.2005 15:00
Þung umferð niður í miðbæ Umferð niður í miðbæ er mjög þung þessar mínúturnar enda streyma konur þangað að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins. 24.10.2005 14:40
Deildarstjóri fái miskabætur Akureyrarbær verður að greiða deildarstjóra hjá bænum sjö hundruð þúsund krónur í miskabætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Maðurinn heldur jafnframt starfi sínu hjá bænum en hann og bæjaryfirvöld deildu um hvort hann ætti enn rétt á starfinu eða ekki. 24.10.2005 14:30
Kosið milli átta nafna Ólafsfirðingar fá tækifæri til að velja nafn á grunnskólann sem tók til starfa á Ólafsfirði í haustbyrjun og kemur í stað barnaskólans og gagnfræðaskólans. 24.10.2005 13:30
Settu innsigli á stofnanir og fyrirtæki Óháður hópur ungra kvenna heimsótti í nótt stofnanir og fyrirtæki og setti innsigli á aðalinngang þeirra til þess að hvetja þau til að rjúfa það sem hópurinn nefnir innsiglað misrétti kvenna. 24.10.2005 13:30
Féll til jarðar við vinnu Maður féll hálfan þriðja metra aftur fyrir sig þar sem hann vann að byggingu stöðvarhúss Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól fyrr í dag. Maðurinn meiddist á baki og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en ekki var vitað að hversu mikil meiðsl hans voru. 24.10.2005 13:22
Ríkið greiði fanga þjáningarbætur Fangi á Litla Hrauni á rétt á þjáningabótum úr hendi íslenska ríkisins vegna þess að hann fékk ekki rétta læknisaðstoð eftir líkamsárás, sem hann varð fyrir af samfanga sínum. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 24.10.2005 13:15
Stemmningin afar góð fyrir kvennafrí Edda Jónsdóttir, verkefnastjóri kvennafrídagsins, hefur staðið í ströngu undanfarna daga og vikur við undirbúning hátíðarinnar. Hún segir allt að verða klárt fyrir daginn og að stemmningin fyrir deginum sé afar góð. 24.10.2005 12:45
VG ekki fyrsti kvenfrelsisflokkurinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs misskilur kvenfrelsið ef hann telur flokk sinn geta slegið eignarrétti á hugtakið segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. 24.10.2005 12:15
Búist við tugþúsundum í miðbæ Reykjavíkur Búist við að tugþúsundir streymi í miðbæ Reykjavíkur eftir um tvo tíma til þess að fagna þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins og til þess að knýja á um afnám hvers kyns kynjamisréttis. Fjölmörgum fyrirtækjum verður lokað um klukkan tvö vegna þessa og sama verður uppi á teningnum á leikskólum og frístundaheimilum í borginni. 24.10.2005 12:00
Aflaverðmæti eykst um 100 miljónir milli ára Á fyrstu sjö mánuðum ársins var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 41,8 milljarðar króna samanborið við 41,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpar 100 milljónir, á verðlagi hvors árs fyrir sig. 24.10.2005 11:30
Hvatt til notkunar strætisvagna í dag Strætó hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem konur eru hvattar til að nýta sér almenningssamgöngur og taka strætó í miðbæinn svo forðast megi umferðaöngþveiti vegna baráttuhátíðar kvenna í dag. Strætó og lögreglan verða í nánu samstarfi svo tryggja megi greiðar og tíðar samgöngur með strætó til og frá miðborginni. 24.10.2005 11:15
Átti hæsta boð í sex af átta lóðum Eitt fyrirtæki átti hæsta tilboð í byggingarétt á sex af átta lóðum sem boðnar voru út undir atvinnurekstur í Norðlingaholti. Útboðið getur skilað Reykjavíkurborg og eignarhaldsfélaginu Rauðhóli hátt í hálfum milljarði króna. 24.10.2005 11:05
Lítil breyting á hlut kvenna í stjórnunarstöðum á fimm árum Lítil breyting var á hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum innan íslenskra fyritækja á árunum 1999 til ársins 2004. Einna sýnilegust er þó breytingin hjá konum í yngri aldurshópum. 24.10.2005 11:00
Framkvæmdir á Stjörnubíósreit senn á enda Nú sér fyrir endann á framkvæmdunum við bílastæðahús sem verið er að reisa á gamla Stjörnubíósreitnum við Laugaveg. Reiknað er með að það verði opnað í þarnæstu viku og um leið verður umferð aftur hleypt á Laugarveg milli Snorrabrautar og Barónsstígs. 24.10.2005 10:45
Flutningaskip strandaði við Hornafjörð Flutningaskipið Roko strandaði í álnum við Austurfjörurnar í innsiglingunni til Hornafjarðar í gær. Að því er fram kemur á vefnum Hornafjörður.is tók um 45 mínútur að losa skipið með aðstoð Lóðsins og með vélarafli skipsins sjálfs. Roko er 109 metra langt og 3955 tonn, skráð á Bahamaeyjum og gert út frá Noregi en áhöfn skipsins er rússnesk. 24.10.2005 10:11
Vill hækka skatt á fjármagnstekjur Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega. 24.10.2005 09:15
Hálka og hálkublettir víða um land Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi og Þorskafjarðarheiði er ófær. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir eða hálka víða á Norðausturlandi. Á Austurlandi er víða hálkublettir eða snjóþekja. Verið er að hreinsa vegi á Norðvesturlandi. 24.10.2005 09:15
Frárennslisvatn hreinsað í Fellabæ Fimm hreinsivirki í Fellabæ, á Hallormsstað og Egilsstöðum taka við öllu frárennsli á svæðinu og skila því sem drykkjarhæfu vatni beint út í bergvatnsána Eyvindará. 24.10.2005 09:00
Borgin fær hálfan milljarð Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi. 24.10.2005 08:38
Gönguhópur í vandræðum Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð til aðstoðar gönguhópi á leið til Seyðisfjarðar síðdegis í gær. Gönguhópurinn var kominn upp á heiðina fyrir ofan Seyðisfjörð og var á leið ofan Vestdalsheiðina niður í Vestdal. 24.10.2005 08:15
Konur leggja niður störf í dag Kvennafrídagurinn er í dag og af því tilefni munu fjölmargar konur leggja niður störf klukkan rétt rúmlega tvö en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum ef litið er til þess að atvinnutekjur þeirra eru um 64 prósent af atvinnutekjum karla. Klukkan þrjú hefst svo kröfuganga frá Skólavörðuholti og niður að Ingólfstorgi þar sem efnt verður til baráttufundar. 24.10.2005 07:15
Ráðherra lét leiðrétta launamuninn Árni Magnússon félagsmálaráðherra lét fara ofan í saumana á launum starfsfólks félagsmálaráðuneytisins til þess að kanna hvort þar fyrirfyndist kynbundinn launamunur. Hann komst að því að svo væri og hrinti í kjölfarið af stað áætlun sem miðast að því að eyða launamun kynjanna, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. 24.10.2005 07:00
Tekur gildi um mitt ár 2007 Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007 samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum. 24.10.2005 06:45
Kvartað yfir óþrifnaði "Ástandið er algjörlega óviðunandi því það er svo illa ræstað í skólanum og fólk er nú alveg búið að fá nóg," segir Marinó Björnsson, stundakennari í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Þar í bæ hefur verið kvartað í fjölmörgum skólum vegna slæmrar ræstingar. Marinó segir að miklir samskiptaörðugleikar geri ástandið enn erfiðara en ræstitæknarnir kunna fæstir íslensku eða ensku. 24.10.2005 06:45
Flestum leikskólum lokað Sökum þess að konur landsins ætla að leggja niður störf klukkan 14.08 í dag verður flestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu lokað. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir að flestir leikskólastjórar hafi sent skilaboð til foreldra þar sem þeir óska eftir því að foreldrar sæki börnin sín fyrir klukkan 14.00. Hún á því von á að flestir leikskólar Reykjavíkur loki klukkan 14.08. 24.10.2005 06:15
Gripið til varúðarráðstafana Yfirdýralæknir hefur ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana varðandi innflutning hunda segir á heimasíðu embættisins. Veira sem veldur inflúensu hjá hestum í Bandaríkjunum hefur breyst og sýkir nú einnig hunda þar í landi. Því sé talið að innflutningur hunda frá Bandaríkjunum gæti falið í sér hættu fyrir íslenska hrossastofninn. Fyrirkomulagi einangrunar verður breytt og sjúkdómavarnir efldar. 24.10.2005 06:00
Tíu milljónir í sjóðinn Ríkisstjórnin hyggst í tilefni kvennafrídagsins veita tíu milljónum króna til stofnunar Jafnréttissjóðs. Markmið sjóðsins er að tryggja að hér á landi verði hægt að vinna að vönduðum kynjarannsóknum, en talið er að svokallaðar kynjarannsóknir geti orðið til þess að bæta stöðu kvenna og breyta karlamenningu með það að augnamiði að styrkja framgang jafnréttis kynjanna. 24.10.2005 06:00
Starfsmannaleigan 2B: Í fundargerðum Odds Friðgeirssonar, trúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu sem birt er að fullu á rafis.is kemur í ljós að fulltrúi starfsmannaleigunnar 2B hafi ráðlagt verkstjóra Suðurverks að lemja pólska verkamenn, sem 2B fluttu inn til vinnu við Kárahnjúka, ef þeir sýndu mótþróa. Grétar Ólafsson, verkstjóri Suðurverks staðfestir að Eiður Eiríkur Baldvinsson, framkvæmdastjóri 2B hafi sagt honum að lemja mennina og að margir væru vitni að þeim ummælum. 24.10.2005 05:30
Vinstri grænir: "Meðaltalið sýnir tuttugu prósenta óútskýrðan launamun á körlum og konum sem er hreint ótrúleg staða. Við lítum á þetta sem mannréttindamál en ekki aðeins sem skyldu hvers og eins að biðja um hærri laun. Það er bara ekki það einfalt," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, að loknum landsfundi flokksins í gær. 24.10.2005 04:00
Stakk kærastann í fótinn Kona var handtekin og færð til yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hún lagði til sambýlismanns síns með eggvopni. Hafði sambýlisfólkið verið að rífast heiftarlega og lauk þeim deilum með því að konan lagði til mannsins. 24.10.2005 03:30
Hyggst koma á gæðavottun á jöfn laun Árni Magnússon félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hann segist ekki vita til þess að þessari aðferð sé beitt í nokkru öðru landi en telur að hún geti á jákvæðan hátt stuðlað að því að atvinnurekendur sjái sér beinan hag í því að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja sinna. 24.10.2005 03:30
Strætókort til vinnu og skóla Gjaldskrárhópur Strætó bs. vinnur að útfærslu vinnustaðakorta, sem fyrirtæki geta keypt fyrir þá starfsmenn sína sem nota þennan samgöngumáta, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra. Þegar hafa verið gefin út skólakort sem gilda í níu og hálfan mánuð. Þau eru handhafakort, sem kosta 25.000 krónur. 24.10.2005 03:15
Árlegt fjársvelti Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur sent Valgerði Sverrisdóttur, ráðherra byggðamála, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, þingmönnum Norðausturkjördæmis og fjárlaganefnd Alþingis áskorun þess efnis að Þekkingarsetri Þingeyinga á Húsavík verði tryggt nægilegt rekstrarfé. 24.10.2005 03:15
Nýr samningur við Fang ehf. Verkalýðsfélag Akraness skrifar í dag undir nýjan fyrirtækjasamning við eigendur Fangs ehf. að því er segir á heimasíðu félagsins. Formaður þess kynnti samninginn fyrir starfsmönnum í síðustu viku og ríkti almenn sátt um hann. 24.10.2005 03:00
15 fjölskyldur fá ferðastyrk Á laugardag var 15 styrkjum úthlutað úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Styrkinn fá langveik börn og fjölskyldur þeirra til að gefa þeim tækifæri til að fara í draumaferðina. 24.10.2005 04:00