Fleiri fréttir

Heilbrigðisyfirvöld róleg

Íslensk stjórnvöld halda ró sinni þó að fuglaflensan hafi greinst í fuglum í Svíþjóð enda var þar ekki um að ræða hættulegu flensuna af H5N1 stofni sem getur smitast í menn.

Bannað að tala við íslendinga

Pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var bannað að hafa samband við íslenska samstarfsmenn sína. Þetta segir Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður starfsmanna. Hann segir fulltrúa starfsmannaleigunnar 2 B, sem flytur inn pólska verkamenn til vinnu við Kárahnjúka og víðar, hafa sagt verkstjóra Suðurverks að berja Pólverjana sýndu þeir mótþróa í vinnu.

Dregur úr kamfílóbaktersýkingum

Tekist hefur að draga verulega úr kamfílóbaktersýkingum í kjúklingum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá embætti yfirdýralæknis. Í september í fyrra var hlutfall kamfílóbatkeríusýktra kjúklinga yfir fjörtíu og eitt prósent, en í síðasta mánuði var það komið niður í sjö komma þrjú prósent.

Wilma að Flórídaskaga

Fellibylurinn Wilma hefur orðið að minnsta kosti tveimur að bana í Mexíkó. Víða hafa hús í strandbæjunum Cancun og Playa del Carmen eyðilagst og tré rifnað upp með rótum. Wilma telst nú vera þriðja stigs fellibylur en var fjórða stigs fyrri partinn í gær. Þúsundir þeirra ferðamanna, sem ekki náðu að koma sér í burtu áður en fellibylurinn skall á, hafast nú við í neyðarskýlum og bíða þess að óveðrið lægi. Hugsanlegt er talið að það verði ekki fyrr en seinni partinn í dag. Þá er búist við að Wilma komi að Flórídaskaga og til Kúbu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á báðum stöðum.

Reykingabann um mitt ár 2007

Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum.

Waterloo besta lagið

Lagið Waterloo, sem hljómsveitin Abba flutti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1974, var í gærkvöld valið Eurovision-lag allra tíma á hátíð, sem haldin var í Kaupmannahöfn en Eurovision hefur nú verið haldið 50 sinnum. Valið stóð á milli 14 laga, sem áður voru valin í netkosningu. Í öðru sæti varð Volare, sem ítalinn Domenico Modugno söng árið 1958 og í þriðja sæti varð Hold me now sem Johnny Logan söng árið 1987.

Kaupverðið 15 milljarðar

FL Group kaupir danska flugfélagið Sterling á 15 milljarða króna. Á næstunni verður farið í hlutabréfaútboð í FL Group upp á 44 milljarða króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, tilkynnti þetta á fundi með fréttamönnum sem enn stendur yfir.

Víða ófært á vegum

Þoskafjarðaheiði er ófær samkæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hrafnseyrarheiði, í Ísafjarðardjúpi, Siglufjarðarvegi, á Lágheiði og Öxnadalsheiði. Eins eru hálkublettir víða annars staðar á Norðurlandi. Þá ver íða snjóþekja og hálka á Austurlandi.

Svalbarðadeila í hnút

Ef samningar nást ekki við Norðmenn um stjórn fiskveiða við Svalbarða innan mjög skamms tíma er ekki annað fyrir stjórnvöld að gera en að höfða mál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, segir framkvæmdastjóri LÍÚ.

Annasamt hjá Rvk. lögreglu í nótt

Ráðist var á 26 ára gamlan mann í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Kallað var til lögreglu sem stöðvaði barsmíðarnar. Fórnarlambið var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en talið er að bein hafi brotnað í andliti mannsins. Árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslur og verður yfirheyrður nú í morgunsárið eða þegar mesta víman er runnin af honum. Ekki er enn um ástæðu árásarinnar og er málið nú í rannsókn.

Þorgerður Katrín ekki hrifin af VG

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stefnu Vinstri grænna sem og hinna stjórnarandstöðuflokkana arfavitlausa. Það sé stefna stjórnarflokkanna hins vegar ekki og það sjái hver sem vilji.

Hópbílaleigan krefst úrskurðar

Hópbílaleigan hefur kært til kærunefndar útboðsmála að ekki hafi verið samið við fyrirtækið um akstur á Suðurnesjum. Samið var við Kynnisferðir þrátt fyrir að tilboð Hópbílaleigunnar hafi verið talsvert lægra. Í kærunni er farið fram á að kærunefnd útboðsmála úrskurði um þá ákvörðun Vegagerðarinnar, að hafna tilboði Hópbílaleigunnar, verði ógild.

Vildarbörn styrkt af Icelandair

Icelandair afhenti í dag var fimmtán langveikum börnum og fjölskyldum þeirra ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Fjölskyldunum er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair og er allur kostnaður við ferðina greiddur. Alls hafa 55 börn og fjölskyldur þeirra fengið úthlutað úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2003 og er heildarfjöldi farþega á vegum sjóðsins kominn yfir 220 manns.

Engin breyting á forystu VG

Engin breyting varð á forystusveit Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs á landsfundi flokksins í dag. Sjálfkjörið var í helstu embætti.

Einsemd getur leitt til geðraskana

Fólki sem býr eitt getur verið hætt við geðröskunum sökum samskiptaleysis við annað fólk. Miðborgarprestur segir forvitni af hinu góða þar sem hún getur bjargað mannslífum og komið í veg fyrir eyðileggingu á heimilum fólks.

Kínverskum ferðamönnum fjölgar

Fjöldi kínverskra ferðamanna sem koma hingað til lands hefur sextánfaldast á fjórum árum. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram næstu árin og jafnvel áratugina og segja Flugleiðamenn að þessi stöðuga fjölgun opni jafnvel möguleika á beinu flugi milli landanna.

Fyrsta brautskráning nýs rektors

Fyrsti kvenrektor Háskóla Íslands brautskráði sína fyrstu kandídata í dag. Liðlega þrjúhundruð kandídatar brautskráðust, en meðal þeirra voru hjón á Ísafirði sem útskrifuðust saman úr fjarnámi í íslensku, og fyrsti nemandinn í upplýsingatækni á heilbrigðissviði útskrifaðist einnig í dag.

18 ára stúlka vann ökuritakeppni

Átján ára stúlka úr Vogunum vann góðaksturskeppni Vís með fyrirmyndarakstri sem skráður var með ökurita í þrjá mánuði. Hún var í hópi ungmenna sem reyndist standa sig betur en starfsmenn fyrirtækja í sambærilegum verkefnum. Sextán ungmenni luku ökuritaverkefni á vegum Vátryggingafélags Íslands nýverið.

Íslendingur á leið til Pakistan

Jón Hafsteinsson, sjúkraflutningamaður, sem heldur til skjálftasvæðanna í Pakistan eftir helgi, segist búa sig undir það versta, enda aðstæður hörmulegar í landinu. Gríðarlegir kuldar gera hjálparstarfi þar erfitt fyrir.

Launaleynd til trafala

Kvenfrelsi verður þungamiðja í stefnuyfirlýsingu vinstri grænna að loknum landsfundi flokksins. Í pallborðsumræðum kom fram að jafnréttisyfirvöld hafa takmarkaðri heimildir til að rannsaka launamun en aðrar eftirlitsstofnanir.

Slasaðist á torfæruhjóli

Sautján ára réttindalaus pilltur á torfæruhjóli slasaðist þegar hann lenti í árekstri við bíl á Villingaholtsvegi austan við Selfoss í gærkvöld.

Flokksþing VG hefst í dag

Í drögum að stjórnmálaályktun Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, sem fjallað verður um á flokksþinginu í dag, er þess krafist að þegar í stað verði hafist handa við aðgerðir til að styrkja stöðu útflutningsgreinanna.

Velti bíl í togi

Stjórnandi bíls meiddist eitthvað þegar bíllinn sem hann stjórnaði í drætti aftan í öðrum bíl, valt út af þjóðveginum austan við Húsavík í gærkvöldi.

Hlutverk skólanna skoðað

Menntaráð Reykjavíkurborgar vill skoða hlutverk skólanna í umræðu og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Menntaráð hefur falið menntasviði að efna til umræðu við fagfólk og foreldrasamtök um þetta.

100 miðborgaríbúðir fyrir stúdenta

Liðlega eitt hundrað miðborgaríbúðir fyrir stúdenta og þrír íbúðaturnar með rúmlega eitt hundrað íbúðum að auki verða að veruleika eftir að borgarráð samþykkti skipulag fyrir svokallaðan Barónsreit í gær. Svæðið afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Skúlagötu og Vitastíg.

Nettenging bætt á Vestfjörðum

Nettenging verður mun betri áður en langt um líður við Ísafjarðardjúp og á Ströndum því verið er að leggja svokallaða ISDN-tengingu þar um þessar mundir. Meðal annars hefur verið gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík þar sem rekin hefur verið ferðaþjónusta í 20 ár en fyrst nú er þar kostur á sæmilegri nettengingu.

Nýr vegur um Kolgrafarfjörð

Nýr vegur um Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi verður opnaður formlega í dag. Með veginum styttist leiðin á norðanverðu nesinu um sex kílómetra.

Aðgerðum Norðmanna vísað til Haag?

Svo kann að fara að spænskur útgerðarmaður skjóti íslenskum stjórnvöldum ref fyrir rass og vísi einhliða stjórnunaraðgerðum Norðmanna á hafsvæðinu við Svalbarða til Alþjóðadómstólsins í Haag, eins og íslensk stjórnvöld hafa velt fyrir sér að gera árum saman.

Sjálfkjörið í embætti

Sjálfkjörið var í miðstjórn og varaforsetaembætti á ársfundi Alþýðusambands Íslands í dag. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður til næstu tveggja ára og sjö voru kjörin í miðstjórn til jafnlangs tíma.

Árekstur á Bíldshöfða

Harður árekstur varð á Bildshöfða á fjórða tímanum þegar fólksbíll og jeppi rákust saman. Í fólksbílnum voru eldri hjón og voru þau bæði flutt á slysadeild en ökumaður jeppabifreiðarinnar slapp ómeiddur. Tafir urðu á umferð þar sem loka þurfti Bíldshöfðanum en nú er umferð komin í eðlilegt horf.

Ísfirskar konur með baráttufund

Ísfirskar konur gangast fyrir baráttu- og hátíðardagskrá á kvennafrídaginn 24. október og hafa boaða til utifundar á Silfurtorgi klukkna þrjú og síðan verður gengin kröfuganga um Pollgötu og niður Aðalstræti að Alþýðuhúsi þar sem fram fer hátíðardagskrá með fjölbreyttu sniði.

Sigurður Tómas settur saksóknari

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti í dag Sigurð Tómas Magnússon, lögfræðing og fyrrverandi héraðsdómara og formann dómstólaráðs, í embætti sérstaks saksóknara í þrjátíu og tveimur ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson, ríkissaksóknari hafði áður lýsti sig vanhæfan til að sækja málið.

Icelandair hættir við SAS

Icelandair hefur skipt um afgreiðslufyrirtæki á flugvöllum á Norðurlöndum. Félagið er hætt að skipta við SAS eins og verið hefur. Þess í stað munu fyrirtækin Servisair og Nordic Aero sjá um afgreiðslu farþega og farangurs fyrir flug félagsins.

Vinstri-grænir halda flokksþing

Landsfundur Vinstri - grænna verður settur klukkan 17.30 og klukkan sex ávarpar Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins landsfundarfulltrúa. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstri grænna til þessa, en um hundrað manns sátu fyrsta landsfundinn sem haldinn var á Akureyri árið 1999.

Dæmdur fyrir að skalla mann

Tuttugu og tveggja ára karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að skalla tæplega þrítugann mann í maí síðastliðnum. Maðurinn sem ráðist var á meiddist á vör, auk þess sem árásin olli því að það brotnaði upp úr tveim tönnum hans.

Jafnréttissjóður settur á fót

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót rannsóknasjóð sem á að fjármagna kynjarannsóknir. Sjóðurinn nefnist Jafnréttissjóður og verður settur á fót á kvennafrídaginn næsta mánudag.

Sjórinn gengur yfir Kolbeinsey

Kolbeinsey hefur látið töluvert á sjá á undanförnum árum eins og sjá má af þessari mynd sem Páll Geirdal, yfirstýrimaður í flugdeild Landhelgisgæslunnar, úr TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar sem var á eftirlitsflugi úti fyrir Norðurlandi í dag.

Dregið úr verðhækkunum

Dregið hefur úr verðhækkunum og þar með þenslu á fasteignamarkaði. Hækkun fasteignaverðs mun leiða til um 0,15 prósenta hækkunar á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings.

ASÍ-þingi lokið

Tveggja daga þingi Alþýðusambands lauk í dag. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að með því markverðasta eftir þingið séu ákvarðanir varðandi réttindi launþega í sjúkrasjóðum.

Vill mynda velferðarstjórn

Steingrímur J. Sigfússon ítrekaði tilboð sitt til Samfylkingar um myndun velferðarstjórnar við upphaf landsfundar Vinstri-grænna sem hófst nú síðdegis. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til þessa.

KB-lán óbreytt

KB banki mun halda íbúðalánum sínum óbreyttum þó að fasteignaverð fari lækkandi og Landsbanki Íslands hafi lækkað lánahlutfall sitt í 80 prósent.

Íslandsbanki lækkar ekki lánin

Íslandsbanki ætlar ekki að lækka lánahlutfall sitt þó að hækkun fasteignaverðs hafi stöðvast og lækki hugsanlega á næstunni.

Finnast löngu eftir lát sitt

Nokkrum sinnum á ári finnst fólk á heimilum sínum í Reykjavík eftir að hafa legið þar látið í vikur eða jafnvel mánuði áður en einhver veitir því athygli. Fyrir tveimur mánuðum fannst einstaklingur þremur mánuðum eftir andlát hans.

Hefur vinnu á mánudag

Björn Bjarnason setti í dag Sigurð Tómas Magnússon ríkissaksóknara til að fara með þrjátíu og tvo ákæruliði Baugsmálsins. Sigurður Tómas hefur ekki fengið gögn um Baugsmálið í hendurnar en hann ætlar að hefja vinnu við það á mánudaginn. Hann vill ekki að málið dragist á langinn og stefnir að því að ákvörðun um framhaldið liggi fyrir ekki síðar en í febrúarlok.

Misjafnlega vel gert við kúnnana

Bankar hér á landi verja tugum milljóna króna í ýmiss konar boðsferðir fyrir viðskiptavini sína. Það eru þó aðeins fáir útvaldir sem komast á boðslistann - hinir fá dagatal.

Sjá næstu 50 fréttir