Innlent

Framkvæmdir á Stjörnubíósreit senn á enda

Frá framkvæmdum á Stjörnubíósreitnum.
Frá framkvæmdum á Stjörnubíósreitnum. MYND/Heiða

Nú sér fyrir endann á framkvæmdunum við bílastæðahús sem verið er að reisa á gamla Stjörnubíósreitnum við Laugaveg. Reiknað er með að það verði opnað í þarnæstu viku og um leið verður umferð aftur hleypt á Laugarveg milli Snorrabrautar og Barónsstígs.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Gatnamálastofu eru framkvæmdir á áætlun en ekki hefur verið gefin út endanleg dagsetning um það hvenær opnað verður fyrir umferð frá Snorrabraut að Laugavegi en enn er unnið út frá því að það verði einhvern tíma á tímabilinu 7. til 11. nóvember. Vegarhlutinn hefur verið lokaður í um þrjá mánuði en það er sá tími sem verktökum var ætlaður til að ljúka framkvæmdinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×