Innlent

Flutningaskip strandaði við Hornafjörð

Flutningaskipið Roko strandaði í álnum við Austurfjörurnar í innsiglingunni til Hornafjarðar í gær. Að því er fram kemur á vefnum Hornafjörður.is tók um 45 mínútur að losa skipið með aðstoð Lóðsins og með vélarafli skipsins sjálfs. Roko er 109 metra langt og 3955 tonn, skráð á Bahamaeyjum og gert út frá Noregi en áhöfn skipsins er rússnesk. Skipið lestar frosna síld. Haft er eftir Vigni Júlíussyni hafnsögumanni að engin hætta hafi verið á skemmdum á skipinu en búist er við að það haldi utan á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×