Búist við tugþúsundum í miðbæ Reykjavíkur 24. október 2005 12:00 Frá kvennafrídeginum 1975. MYND/LÁ Búist við að tugþúsundir streymi í miðbæ Reykjavíkur eftir um tvo tíma til þess að fagna þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins og til þess að knýja á um afnám hvers kyns kynjamisréttis. Fjölmörgum fyrirtækjum verður lokað um klukkan tvö vegna þessa og sama verður uppi á teningnum á leikskólum og frístundaheimilum í borginni. Þess er minnst í dag að þrjátíu ár eru liðin frá því að tugþúsundir kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu til þess að krefjast jafnra réttinda á við karla og að hlutur þeirra í atvinnulífinu yrði virtur. Talið er að um 25 þúsund konur hafi safnast saman á Lækjartorgi þann dag þar sem baráttusöngvar voru sungnir og hvatningarræður fluttar. Viðburðurinn vakti athygli um allan heim og slíkt virðist einnig ætla að verða raunin nú, en þegar hafa nokkrir erlendir fjölmiðlar fjallað um baráttuaðgerðirnar í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu hafa aðstandendur kvennafrídagsins hvatt konur til þess að leggja niður vinnu þegar klukkan er átta mínútur gengin í þrjú, en þá hafa konur unnið fyrir laununum sínum ef litið er til þess að þær hafi um 64 prósent af launum karla. Safnast verður saman á Skólavörðuholti þaðan sem kröfuganga heldur niður á Ingólfstorg klukkann þrjú. Yfirskrift göngurnnar er „Konur, höfum hátt" og munu hundrað konur úr Vox Feminae kórnum syngja í göngunni. Á Ingólfstorgi verður viðamikil dagskrá þar sem meðal annars verða fluttar barátturæður og sungnir baráttusöngvar. Fjölmörg félög og fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar síðustu daga og hvatt konur til að leggja niður vinnu klukkan 14.08. Þau verða því mörg lokuð eftir þann tíma. Stóru bankarnir þrír munu til að mynda loka nokkrum eða öllum útibúum sínum um tvöleytið vegna þessa og þá hafa nokkur fyrirtæki beðið viðskiptavini að sýna biðlund eftir hádegi vegna fækkunar starfsmanna. Þær upplýsingar fengust hjá menntasviði Reykjavíkurborgar að flestum leikskólum í borginni verði lokað um klukkan tvö vegna kvennafrídagsins, en undanfarna daga hafa leikskólastjórar rætt við foreldra um að sækja börnin snemma í dag. Svipað er uppi á tengnum á frístundaheimilum borgarinnar en þar hafa fjölmargar konur tilkynnt að þær muni leggja niður störf og hafa umsjónarmenn heimilanna unnið að málinu í samstarfi við foreldra. Áhersla er þó lögð á það að börnum verði ekki vísað frá leikskólum eða frístundaheimilum ef foreldrar geta ekki sótt þau. Lögreglan í Reykjavík verður með viðbúnað og verður götum lokað eftir þörfum en búast má við töfum á hefðbundinni umferð. Þá hefur Strætó bs. hvatt fólk til að taka strætó í miðbæinn svo forðast megi umferðaöngþveiti vegna hátíðarhaldanna. Strætó og lögreglan verða í nánu samstarfi svo tryggja megi greiðar og tíðar samgöngur með strætó til og frá miðborginni. Það verður ekki bara baráttuhátíð í Reykjavík heldur mjög víða um landið eins og í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað, Sauðárkróki, Egilsstöðum, Höfn og Blönduósi. Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Búist við að tugþúsundir streymi í miðbæ Reykjavíkur eftir um tvo tíma til þess að fagna þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins og til þess að knýja á um afnám hvers kyns kynjamisréttis. Fjölmörgum fyrirtækjum verður lokað um klukkan tvö vegna þessa og sama verður uppi á teningnum á leikskólum og frístundaheimilum í borginni. Þess er minnst í dag að þrjátíu ár eru liðin frá því að tugþúsundir kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu til þess að krefjast jafnra réttinda á við karla og að hlutur þeirra í atvinnulífinu yrði virtur. Talið er að um 25 þúsund konur hafi safnast saman á Lækjartorgi þann dag þar sem baráttusöngvar voru sungnir og hvatningarræður fluttar. Viðburðurinn vakti athygli um allan heim og slíkt virðist einnig ætla að verða raunin nú, en þegar hafa nokkrir erlendir fjölmiðlar fjallað um baráttuaðgerðirnar í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu hafa aðstandendur kvennafrídagsins hvatt konur til þess að leggja niður vinnu þegar klukkan er átta mínútur gengin í þrjú, en þá hafa konur unnið fyrir laununum sínum ef litið er til þess að þær hafi um 64 prósent af launum karla. Safnast verður saman á Skólavörðuholti þaðan sem kröfuganga heldur niður á Ingólfstorg klukkann þrjú. Yfirskrift göngurnnar er „Konur, höfum hátt" og munu hundrað konur úr Vox Feminae kórnum syngja í göngunni. Á Ingólfstorgi verður viðamikil dagskrá þar sem meðal annars verða fluttar barátturæður og sungnir baráttusöngvar. Fjölmörg félög og fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar síðustu daga og hvatt konur til að leggja niður vinnu klukkan 14.08. Þau verða því mörg lokuð eftir þann tíma. Stóru bankarnir þrír munu til að mynda loka nokkrum eða öllum útibúum sínum um tvöleytið vegna þessa og þá hafa nokkur fyrirtæki beðið viðskiptavini að sýna biðlund eftir hádegi vegna fækkunar starfsmanna. Þær upplýsingar fengust hjá menntasviði Reykjavíkurborgar að flestum leikskólum í borginni verði lokað um klukkan tvö vegna kvennafrídagsins, en undanfarna daga hafa leikskólastjórar rætt við foreldra um að sækja börnin snemma í dag. Svipað er uppi á tengnum á frístundaheimilum borgarinnar en þar hafa fjölmargar konur tilkynnt að þær muni leggja niður störf og hafa umsjónarmenn heimilanna unnið að málinu í samstarfi við foreldra. Áhersla er þó lögð á það að börnum verði ekki vísað frá leikskólum eða frístundaheimilum ef foreldrar geta ekki sótt þau. Lögreglan í Reykjavík verður með viðbúnað og verður götum lokað eftir þörfum en búast má við töfum á hefðbundinni umferð. Þá hefur Strætó bs. hvatt fólk til að taka strætó í miðbæinn svo forðast megi umferðaöngþveiti vegna hátíðarhaldanna. Strætó og lögreglan verða í nánu samstarfi svo tryggja megi greiðar og tíðar samgöngur með strætó til og frá miðborginni. Það verður ekki bara baráttuhátíð í Reykjavík heldur mjög víða um landið eins og í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað, Sauðárkróki, Egilsstöðum, Höfn og Blönduósi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira