Fleiri fréttir

Hálka og éljagangur á Norðurlandi

Hálkublettir og éljagangur eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Hálka og éljagangur er víða á norðan verðum Vestfjörðum. Mokstur er hafin á Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og á Eyrarfjalli í Djúpi. Hálka og éljagangur er Þverárfjalli, í Langadal, á Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Hálka og éljagangur er á Norðurlandi.

Þúsund fundir á Akranesi

Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Akraness verður í dag klukkan fimm og verður hann með hátíðarbrag þar sem stefnt er að því að samþykkja þrjár tillögur.

Geti ekki borið ábyrgð á Birni

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að framsóknarmenn geti ekki borið ábyrgð á Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. Forsaga málsins sé sú að Björn Bjarnason hafi gefið saksóknaraembættinu þá línu á bloggsíðu sinni í dag að halda áfram með Baugsmálið þó að aðeins standi eftir átta af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. „Framsóknarflokkurinn á ekki að líða mönnum að gera svona,“ sagði Kristinn í Íslandi í bítið í morgun.

Framsals ekki verið krafist

Albaninn sem grunaður er um morð í Grikklandi og var handtekinn hér á meðan hann beið eftir að umsókn um hælisvist hans yrði tekin til umsagnar situr enn í gæsluvarðhaldi. Hann mun að öllum líkindum sitja út gæsluvarðhaldið sem lýkur um miðjan nóvember, því samkvæmt upplýsingum frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefur engin framsalskrafa borist til embættisins.

Greiðsla fyrir fréttalestur óljós

Laun útvarpsstjóra eru ákvörðuð af Kjaranefnd samkvæmt núgildandi lögum. Páll Magnússon útvarpsstjóri má því ekki þiggja sérstaka greiðslu fyrir fréttalestur í sjónvarpinu. Hægt er að senda erindi til Kjaranefndar og fá hana til að kveða upp úrskurð um það hvort greiða eigi útvarpsstjóra sérstaklega fyrir lesturinn eða ekki.

Söfnun hafin

Íslenskar hjálparstofnanir standa fyrir söfnunum til aðstoðar fórnarlömbum hamfaranna í Suður-Asíu og raunar víðar. Hjálparstofnun kirkjunnar er með símasöfnun. Hægt er að hringja í síma 907-2002 og þá dregst sjálfkrafa framlag af símreikningi.

Bera ekki ábyrgð á ráðherra

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á dómsmálaráðherra, sem tjái sig með þeim hætti sem Björn Bjarnason gerir á heimasíðu sinni um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu. En þar segir Björn að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í málinu.

Bóluefnismál skýrast í nóv-des

Kostnaður við fyrirhugaða verksmiðju vegna framleiðslu á bóluefni við fuglaflensunni liggur ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er ekki ljóst hvar framleiðslan mun fara fram en skoðað verður hvort mögulegt sé að framleiða bóluefnið hér á landi. Þetta skýrist nánar í nóvember og desember.

Verðstríð á flugverði til Alicante

Tuttugu og tvö þúsund Íslendinga þarf til að fylla vélar Heimsferða og Iceland Express til Alicante næsta sumar. Heimsferðir hafa tvöfaldað sætafjölda sinn úr 3500 sætum í 7000 og Iceland Express býður 15 þúsund sæti í því verðstríði sem nú er hafið á þessari flugleið.

26. grein stjórnarskrár standi

Þjóðarhreyfingin varar eindregið við því að hróflað verði við valdastöðu forseta Íslands. Verði það gert þá gæti hann allt eins verið þingkjörinn að þeirra mati.

Gjaldeyristekjur nær þær sömu

Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu eru nær þær sömu fyrstu sex mánuði ársins og í fyrra. Tekjur af hverjum gesti hafa þó aukist sé miðað við sama tíma í fyrra. En tekjur vegna neyslu í landinu lækka um 2,2 prósent á hvern gest en tekjur vegna ferðalaga þeirra innanlands hækka nokkuð og því er á heildina litið auknar tekjur af hverjum gesti.

Breytingar á eignarhaldi hjá Marel

Umtalsverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi Marel á síðustu vikum. Eignarhlutur Burðaráss hf., sem hefur verið leiðandi hluthafi, hefur flust yfir til Landsbanka Íslands hf. Á sama tíma hefur Eyrir fjárfestingafélag ehf. aukið sinn hlut verulega og á nú tæplega þrjátíu prósent í félaginu.

Albani enn í gæsluvarðhaldi

Albaninn sem grunaður er um morð í Grikklandi og var handtekinn hér á meðan hann beið eftir að umsókn um hælisvist hans yrði tekin til umsagnar situr enn í gæsluvarðhaldi. Hann mun að öllum líkindum sitja út gæsluvarðhaldið sem lýkur um miðjan nóvember. Samkvæmt upplýsingum frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefur engin framsalskrafa borist til embættisins.

Afsláttarkort sjúklinga send heim

Ætlunin er að koma á næsta ári á sjálfvirku kerfi, þannig að þeir sem eiga rétt á afsláttarkorti vegna læknisþjónustu, fái afsláttarkortin sjálfkrafa send heim.<font face="Arial"></font>

Eimskip rekur Herjólf næstu 5 árin

Eimskip og Vegagerðin undirrituðu í dag samkomulag um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs næstu fimm árin. Eimskip mun taka yfir rekstur Herjólfs um næstu áramót og er fyrsta ferðin áætluð 2. janúar.

Jón Axel fékk 3 mánuði

Jón Axel Ólafsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir brot á skatta- og hegningarlögum þegar hann sat sem stjórnarformaður Íslenska fjölmiðlafélagsins ehf. Honum var einnig gert að greiða 14,3 milljónir króna í sekt sem Jón Axel á að greiða innan fjögurra vikna, ella sæta sex mánaða fangelsi.

Umræður um fjáraukalög

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks í norðvestur kjördæmi og formaður fjárlaganefndar, lagði áherslur á að auka aðhald í ríkisrekstri í fyrstu umræðum um fjáraukalög sem fram fóru á Alþingi í dag.

Múgæsingur á Seltjarnarnesi

Fréttaflutningur af viðveru Steingríms Njálssonar á Seltjarnarnesi hefur valið nokkrum usla í bænum, en Steingrímur er margdæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Í síðustu viku gerðu unglingar meðal annars aðsúg að húsi þar sem Steingrímur átti að hafa verið.

Byrja með eða án Slippstöðvarmanna

Hafist verður handa við stálfóðringu fallganga Kárahnjúkavirkjunar í Valþjófsstaðarfjalli í vikunni með eða án þátttöku starfsmanna Slippstöðvarinnar, segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi virkjunarinnar.

Tekur ábyrgð á dómsmálaráðherra

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist fyllilega taka ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans á heimasíðu um að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Þetta kom fram á fundi sem forsætisráðherra hélt með blaðamönnum efti hádegið í dag. 

Lögbannsmál þingfest

Mál Jónínu Benediktsdóttur á hendur Fréttablaðinu og Kára Jónassyni ritstjóra þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjvíkur í gærmorgun. Krafist er staðfestingar á lögbanni sem sett var á birtingu einkagagna Jónínu og upptöku á gögnum hjá blaðinu, auk bóta og refsingar.

Fékk milljónasekt og skilorð

Jón Axel Ólafsson, fyrrum fjölmiðlamaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir brot á skatta- og hegningarlögum árin 1998 og 1999.

Tekin full í fimmta sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið ölvuð og án ökuréttinda í mars síðastliðnum. Þetta er í fimmta sinn sem konan er tekin fyrir ölvunarakstur síðan árið 2001.

Sýna til styrktar MND félaginu

Borgarleikhúsið hefur ákveðið að gefa ágóða einnar sýningar af Sölku Völku til MND-félagsins, en það er félag fólks með hreyfitaugahrörnun.

Dæmdir fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fjóra menn um tvítugt í 45 daga til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna stórfelldra innbrota í heimahús og verslanir á þessu ári, auk smávægilegra fíkniefnabrota. Bótakröfum trygggingafélagsins Sjóvá-Almennra var vísað frá dómi.

Snertir ekki Rithöfundasambandið

Stjórn Blaðamannafélags Íslands mun á næsta fundi sínum taka fyrir beiðni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna dóms og fjárnáms sem gert var í framhaldinu vegna ærumeiðandi ummæla Hannesar um Jón Ólafsson. Formaður Rithöfundasambandsins segir málið ekki koma sambandinu við og því verði ekki ályktað um það þrátt fyrir að Hannes sé þar félagsmaður.

Dæmd fyrir fíkniefnaeign

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítuga konu til tveggja mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinnar til þriggja ára, fyrir að hafa tvisvar á þessu ári haft fíkniefni undir höndum. Við tvær húsleitir á heimili konunnar gerði lögregla upptækar 23 MDMA töflur, 2,04 g af ­tóbaks­blönduðu­ kannabisefni, 43,47 af hassi, 10,51 g af amfetamíni og 6,34 g af kókaíni.

1,5 milljón hefur safnast

Um 1.500 manns hafa brugðist við neyðarkalli vegna jarðskjálftanna í Pakistan og lagt fram 1.000 krónur hver til hjálparstarfsins með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins, 907 2020. Þannig hefur safnast um ein og hálf milljón króna á þeim sólarhring sem er liðinn síðan söfnunin hófst.

Slökkviliðið kallað út

Slökkviðliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna hugsanlegs elds í Laugateig. Reyk lagði frá kjallaraíbúð en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Fundar með aðilum vinnumarkaðar

Ríkisstjórnin hyggst funda með forsvarsmönnum Alþýðusambandsins og aðila vinnumarkaðar um stöðu kjarasamninga. Fulltrúar ASÍ fagna aðkomu ríkisstjórnar að málinu en eru ekki sammála þeim orðum Halldórs í stefnuræðu að kjarasamningar væru ekki í hættu vegna efnahagsstjórnunar ríkisstjórnarinnar.

Verið að reykræsta

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að reykræsta í kjallaraíbúð við Laugateig. Talið var að eldur hafi kviknað í íbúðinni út frá eldavél en síðar kom í ljós að aðeins hafi soðið upp úr potti.

Lifnar yfir Slippnum

Í morgun lifnaði yfir athafnarsvæði Slippsins á Akureyri, þegar fjörtíu og fimm af eitthundrað starfsmönnum Slippstöðvarinnar mættu til starfa hjá nýjum vinnuveitanda. Nýstofnað félag, Slippurinn Akureyri, hefur leigt allan þann búnað sem Slippstöðin hafði yfir að ráða.

Bílvelta nærri Hvolsvelli

Bílvelta varð nærri Hvolsvelli um fjögurleytið í dag þegar ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sluppu bæði ökumaður og farþegi ómeiddir.

Breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs

Stefnt skal að því að Íbúðalánasjóður hafi það meginhlutverk í framtíðinni að tryggja bönkum og sparisjóðum fjármögnun íbúðalána með lægstu mögulegum vöxtum, en starfi ekki á almennum útlánamarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að ályktun um húsnæðismál sem tekin verður fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokks nú um helgina. 

Um sex milljónir vantar

Í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er ekki gert ráð fyrir að endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna kaupa sveitarfélaga á slökkvibifreiðum og búnaði slökkviliða hækki frá fyrra ári. Er lagt til að þær muni nema 30 milljónum króna.

Barnabætur óháðar tekjum

Í drögum að ályktun Sjálfstæðisflokks um fjölskyldumál, sem lögð verður fyrir landsfund flokksins nú um helgina, er hvatt til þess að lagaumhverfi verði með þeim hætti að það -hvetji- fremur en letji fólk til að búa saman í fjölskyldum.

Verður umbunað

„Ríkið segist ekki þvinga sveitarfélög til sameiningar, en þeim sem hlýða er umbunað," segir Gústaf Jökull Ólafsson, oddviti í Reykhólahreppi. Hann telur ólíklegt að íbúar Reykhólahrepps muni snúast hugur og samþykkja sameiningu sveitarfélaga með Dalabyggð og Saurbæjarhreppi.

Óvissa á atvinnumarkaði

Launþegar munu í síðasta lagi vita þann 10. desember hvort kjarasamningum verði sagt upp. „Það liggur alveg fyrir að forsendan um 2,5 prósent verðbólgu hefur ekki gengið eftir, og það þýðir að verið er að skoða varnaglann um endurskoðun sem sleginn var í kjarasamningunum,“ segir Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.

Umferðin hættuleg börnum

Slæm umgengni verktaka við Gvendargeisla, auk skorts á gangbrautum yfir götuna, setur börn sem ganga í Sæmundarsel í hættu. „Það vantar gangbrautir yfir Gvendargeisla og sums staðar sturta verktakar drasli frá sér og skilja eftir ruðninga sem fara alveg upp á þar sem gangbrautirnar eiga að vera. Þetta neyðir börnin til þess að ganga út á götu,“ segir Eygló Friðriksdóttir, aðstoðarskólastjóri í Sæmundarseli, en Sæmundarsel er útibú frá Ingunnarskóla.

Ekki ástæða til afsagna

Ríkislögreglustjóri telur ekki ástæðu til að yfirmenn hjá embættinu segi af sér vegna Baugsmálsins, en segist þó hafa íhugað það. Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa eftir dóm Hæstaréttar snúast um efnahagsreikninga og tollsvik sem nema rúmlega tveimur milljónum króna. 

Forsetakjör í Líberíu

Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afríkulýðveldisins Líberíu eftir fjórtán ára borgarastyrjöld var kjörinn í dag. Niðurstaðan liggur ekki fyrir en knattspyrnuhetjan George Weah er meðal þeirra sem þykja líklegir.

Engar skipanir í Baugsmálinu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir réttarkerfið ekki hafa sagt sitt síðasta í Baugsmálinu, þrátt fyrir að aðeins átta af fjörutíu upphaflegu ákæratriðunum standi eftir. Ráðherra telur best fyrir alla sem að málinu koma að það verði tekið til efnismeðferðar fyrir dómstólum.

Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara.

Sakaði Björn um blaður og brottför

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var sakaður um að segja ákæruvaldinu fyrir verkum með skrifum á heimasíðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði, ráðherrann blaðra á heimasíðunni en flýja síðan til útlanda.

Árangurslaus húsleit á Goldfinger

Tólf lögreglumenn gerðu húsleit á súludansstaðnum Goldfinger í Kópavogi síðastliðið föstudagskvöld. Flest reyndist vera í lagi en grunur leikur þó á að einkadans sé dansaður í lokuðu rými. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir að um hefðbundið eftirlit hafi verið að ræða. Heimildir fréttastofu herma að grunur hafi verið um að mönnum hafi verið byrlað ólyfjan þannig að þeir misstu minnið og vissu ekki fyrr en mjög háir kreditkortareikningar kæmu inn um lúguna.

Sjá næstu 50 fréttir