Innlent

Söfnun hafin

Íslenskar hjálparstofnanir standa fyrir söfnunum til aðstoðar fórnarlömbum hamfaranna í Suður-Asíu og raunar víðar. Hjálparstofnun kirkjunnar er með símasöfnun. Hægt er að hringja í síma 907-2002 og þá dregst sjálfkrafa framlag af símreikningi. Rauði kross Íslands hefur einnig hafið söfnun. Þeir sem vilja gefa eitt þúsund krónur til hjálparstarfsins geta hringt í 907-2020. Einnig er hægt að leggja fram fé af greiðslukorti á vef Rauða krossins, redcross.is. Hjálparsveitir Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru við störf á skjálftasvæðinu, bæði í Pakistan og á Indlandi. Aðgerðir Rauða krossins til lengri tíma, miða að því að aðstoða 50.000 fjölskyldur, eða um 250.000 manns, til næstu fjögurra mánaða. Og þeir sem vilja styrkja neyðaraðstoð Barnaheilla - Save the Children á hamfarasvæðunum geta hringt í söfnunarnúmerið 907 1900 og þá gjaldfærast 1.900 krónur á símareikning viðkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×