Fleiri fréttir

Hannes fékk lögfræðiálit

„Ráðuneytið vinnur ekki lögfræðilegar álitsgerðir fyrir einstaklinga,“ segir Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Hannes Hólmsteinn Gissurar­­son prófessor fékk þó ráðgjöf í ráðuneytinu varðandi meiðyrða­mál sem Jón Ólafsson kaupsýslumaður höfðaði gegn honum.

Maður með þúsundir mynda

„Þetta hlýtur að vera lang umfangsmesta mál sinnar tegundar hér á landi,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík um rannsókn á máli manns sem hafði barnaklám undir höndum. „Rannsókninni var að ljúka í síðustu viku.

Blanda saman fjárdrætti og lánum

„Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór.

Dýrt að halda uppi réttarríki

Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um.

Aðeins til einkanota

„Gagnagrunnur símaskrárinnar á netinu er eingöngu til einkanota,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já. Fyrirtækið sér um rekstur á símaskra.is ásamt 118 og tengdri þjónustu.

Schröder ekki í nýrri ríkisstjórn

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, gaf í skyn í dag að hann yrði ekki hluti af nýrri ríkisstjórn landsins. Í gær var greint frá því að Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, yrði næsti kanslari Þýskalands.

Kaupsamningum um fasteignir fækkar

Kaupsamingum um fasteignir hefur fækkað frá öðrum ársfjórðungi. Á þriðja ársfjórðungi 2005 var í kringum tvö þúsund og fjögur hundruð kaupsamningum um fasteignir þinglýst við embætti sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúar hafna víða sameiningu

„Niðurstaðan kemur á óvart, ekki síst í ljósi margítrekaðra samþykkta sveitar­stjórnarmanna um vilja til sameiningar. Hún hlýtur að vera sveitarstjórnarmönnum veruleg vonbrigði,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um niðurstöður sameiningarkosninga sveitar­­félaga­ sem fram fóru í gær.

Minni sveitarfélög sögðu nei

Íbúar stærri sveitarfélaga virðast láta sig litlu skipta sameiningu við þau smærri, en samþykktu hana gjarnan. Á sama tíma flykktust víða íbúar smærri staða á kjörstað til að hafna sameiningu.

Verkfalli aflýst á Skaganum

Skrifað var undir nýjan kjarasamning Starfsmanna­félags Akraness í gærkvöld. Þar með var frestað verkfalli sem annars átti að hefjast á miðnætti í kvöld. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að yfir daginn hafi menn velt á milli sín tilboðum, en fagnaði því að lending skuli hafa náðst.

Vilja öðruvísi skattalækkanir

Hætta á við áform um skattalækkanir og huga að því hvort taka beri upp evru sem gjaldmiðil. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. á opnum fundi í Reykjavík í gær.

Eldur hjá KFC

Töluvert tjón varð á veitingastaðnum Kentucky Fried Chicken í Faxafeni í nótt þegar eldur kom upp við djúpsteikingapott í eldhúsi og var allt tiltækt slökkvilið sent á vettvang.

Erill hjá lögreglu

Maður var handtekinn þegar hann reyndi að brjótast inn í einbýlishús í Mosfellsbæ í morgun. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið og var maðurinn handtekinn á staðnum.

Fæstir vildu sameiningu

Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar.

Beindu byssu að vegfarendum

Tveir menn sem beindu skotvopni að vegfarendum út um glugga á bifreið á Akureyri í gærkvöldi voru handteknir eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um athæfi þeirra.

Útilokar ekki lagasetningu

Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar.

Reykjarlykt í listasafni

Lögregla og slökkvilið voru nú klukkan um hálftvö kölluð að Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Ástæðan er sú að reykjarlykt fannst þar innandyra. Við eftirgrennslan kom í ljós að börn höfðu kveikt í rusli utandyra og barst reykjarlyktin inn í Listasafnið.. Íshúsið gamla, þar sem listasafnið er til húsa, brann fyrir um 35 árum.

Úrslit eins og til var sáð

„Úrslitin úr kosningum um sameiningu sveitarfélaga urðu eins og til var sáð. Sameiningartillögurnar biðu afhroð og hið sama má segja um þá aðferðafræði sem var viðhöfð og stjórnvöld bera einkum ábyrgð á.“

Sendir forsetum samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur sent Pervez Musharraf, forseta Pakistans, Abdul Kalam, forseta Indlands, og Hamid Karzai, forseta Afganistans, samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem hafa kostað minnst 19.400 manns lífið.

Reynt að endurreisa Slippstöðina

Mikil fundahöld hafa staðið yfir á Akureyri í dag þar sem menn freista þess að endurreisa Slippstöðina á Akureyri sem var lýst gjaldþrota fyrir tæpri viku. Hópur fjárfesta með tvö fyrrum starfsmenn Slippstöðvarinnar í forsvari er í viðræðum við Sigmund Guðmundsson skiptastjóra og fyrrum starfsmenn stöðvarinnar um að hefja rekstur á ný.

Efast um hæfi Þorsteins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir miklum efasemdum um hæfi Þorsteins Pálssonar, sendiherra og fyrrum forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Fráfarandi forsætisnefnd Alþingis réði Þorstein til starfsins en sú ákvörðun hefur verið gagnrýnt hvort tveggja af Sagnfræðingafélagi Íslands og Hagþenki.

Bændur fá 90 milljóna styrk

Ríkissjóður niðurgreiðir rafmagnskostnað garðyrkjubænda um 90 milljónir króna í ár. Farið er fram á 55 milljóna króna fjárveitingu til þessa í frumvarpi til fjáraukalaga og bætist hún við 35  milljóna króna fjárveitingu á fjárlögum.</font />

Lítið atvinnuleysi sparar ríki fé

Atvinnuleysi er lægra en það hefur verið í fjögur ár og ríkissjóður græðir á því. Útlit er fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs verði hálfum milljarði króna lægri en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru samþykkt fyrir tæpu ári síðan.

Fimmtán tillögur af sextán felldar

Fimmtán sameiningartillögur af sextán voru felldar í kosningnum um sameiningu sveitarfélaga í gær. Kjörsókn á landinu öllu var aðeins þrjátíu og tvö prósent. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna skýra. Hann segir lagasetningu um lágmarksíbúafjölda ekki koma til greina í bráð.

Mótmæla óþolandi aðstöðu

Mótmæli við óþolandi aðstöðu sveitarfélaganna er niðurstaða sameiningarkosninganna og ríkisstjórnin getur sjálfri sér um kennt segir formaður Vinstri-grænna. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir hinsvegar að sameiningarferlið muni halda áfram. Hann hefði þó viljað sjá niðurstöðu kosninganna öðruvísi.</font />

Efast um hæfi Þorsteins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir miklum efasemdum um hæfi Þorsteins Pálssonar, sendiherra og fyrrverandi forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. </font />

Reyna að stytta stöðvunartíma bíla

Á Akureyri er verið að prófa nýja tegund yfirborðsklæðningar, sem stytta á stöðvunartíma bifreiða í hálku. Í hálkuvörninni eru slitþolnir kvarssteinar frá Kína og límefni sem þróað er af framleiðanda límsins sem notað er í Wrigleys-tyggigúmmíi. </font />

Vilja lækka matarskatt

Matarskatturinn gæti lækkað á næstunni, ef marka má nýjustu yfirlýsingar. Formaður Samfylkingarinnar leggur til lækkun og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndina þeirra. Miðað við það ætti að vera meirihluti fyrir lækkun virðisaukaskatts á matvæli á þingi. </font />

Fáir vinir einkabílsins

Einkabíllinn á sér enga vini. Þá ályktun má í það minnsta draga af mætingu á stofnfund vinafélags einkabílsins, sem haldinn var í dag. Fimmtán sátu fundinn, sem stóð í kortér.

Ósammála um breytingar í Óshlíð

Bolvíkingar eru klofnir í afstöðu sinni um hvernig bæta eigi veginn til bæjarins. Meirihluti bæjarstjórnar fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefja rannsóknarvinnu vegna jarðganga um Óshlíð, en minnihlutinn telur slík göng vera plástursleið. </font />

Kosið verði að nýju um sameiningar

Félagsmálaráðherra segir niðurstöður kosninga um sameiningu sveitarfélaga koma á óvart. Hann býst við því að sveitarstjórnarmenn taki upp þráðinn og boði til nýrra kosninga um nýjar sameiningartillögur.

Ein sameiningartillaga samþykkt

Kosið var í 61 sveitarfélagi. Ein tillaga var samþykkt, fimmtán felldar en um tvær þeirra þarf að kjósa aftur. Kjörsókn var víða dræm og mældist minnst 13 prósent. Meðalkjörsókn var um 32 prósent að meðaltali. >

Umræðan um sameiningu heldur áfram

Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal sveitarstjórnarmanna um tillögur um sameiningu sveitarfélaga.

Skutu á vegfarendur með loftbyssu

Lögreglunni á Akureyri barst á laugardagskvöldið tilkynning um að tveir unglingspiltar væru að ógna fólki með skotvopni í miðbænum. Piltarnir voru farþegar í bíl og gerðu sér það að leik að skjóta á fólk út um gluggann. Lögregla hafði hendur í hári piltanna og lagði hald á vopnið sem reyndist vera loftskammbyssa. Engin meiðsl urðu á fólki en piltarnir, sem eru 14 og 16 ára, verða kærðir fyrir brot á vopnalögum.</font />

Skutu á vegfarendur með loftbyssu

Lögreglunni á Akureyri barst á laugardagskvöldið tilkynning um að tveir unglingspiltar væru að ógna fólki með skotvopni í miðbænum. Piltarnir voru farþegar í bíl og gerðu sér það að leik að skjóta á fólk út um gluggann. Lögregla hafði hendur í hári piltanna og lagði hald á vopnið sem reyndist vera loftskammbyssa. Engin meiðsl urðu á fólki en piltarnir, sem eru 14 og 16 ára, verða kærðir fyrir brot á vopnalögum.</font />

Skutu á vegfarendur með loftbyssu

Lögreglunni á Akureyri barst á laugardagskvöldið tilkynning um að tveir unglingspiltar væru að ógna fólki með skotvopni í miðbænum. Piltarnir voru farþegar í bíl og gerðu sér það að leik að skjóta á fólk út um gluggann. Lögregla hafði hendur í hári piltanna og lagði hald á vopnið sem reyndist vera loftskammbyssa. Engin meiðsl urðu á fólki en piltarnir, sem eru 14 og 16 ára, verða kærðir fyrir brot á vopnalögum.</font />

Styrkir kröfuna um ný jarðgöng

<b><font size="1">Sveitastjórnarmál Fjögur sveitar-félög á Austfjörðum sameinuðust í sameiningarkosningunum sem haldnar voru á laugardaginn. Það voru Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarbyggð, Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhreppur. Þegar hafði verið ákveðið að nafnið Fjarðabyggð skyldi gilda. Kjósendur voru nokkuð afdráttarlausir í skoðun sinni í öllum sveitar-félögunum nema Fjarðabyggð en þar skiptust menn í tvo hópa. Ennfremur var kosningaþátttaka þar minnst eða rétt um fimmtíu prósent. </font></b>>

Tekinn á 146 kílómetra hraða

Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Grindavíkurvegi eftir að bifreið hans hafði mælst á 146 kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er hins vegar 90 kílómetrar á klukkustund. Tveir ökumenn voru svo kærðir fyrir ölvun við akstur.

Sameining felld í Eyjafirði

<font size="1"><strong> </strong></font><font size="3">Sameining sveitarfélaga í Eyjafirði var felld á Akureyri á laugardaginn. </font>>

Innbrot í Mosfellsbæ

Um klukkan sjö í gærmorgunn var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um mann sem hafði ætt inn í íbúðarhús að Furubyggð í Mosfellsbæ. Maðurinn sem var í annarlegu ástandi veittist að heimilisfólkinu og virtist vera búinn að tapa öllu veruleikaskini. Húsráðendur náðu að buga manninnn og héldu honum niðri þar til lögregla kom á staðinn.

Bruni á veitingastaðnum KFC

Eldur kom upp á veitinastaðnum KFC í Faxafeni aðfararnótt sunnudags. Tilkynnt var um brunann um klukkan þrjú og var allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað á staðinn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem var staðbundinn í eldhúsi en töluverðar skemmdir urðu á húsinu vegna elds, hita og reyks.

Fjöltefli í ráðhúsinu

Skákfélagið Hrókurinn og Vin, athvarf Rauða krossins fyrir geðfatlaða, efndu til skákhátíðar í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Tilefnið var alþjóða geðheilbrigðisdagurinn sem haldinn er hátíðlegur dagana 4. til 10. október.

Rólegt hjá lögreglu í nótt

Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni um land allt að öðru leyti á landinu í nótt en maður var þó stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Selfossi á fjórða tímanum í nótt.

Sameiningarkosningar í dag

Þriðjungi kosningabærra manna í landinu gefst færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaga í dag. Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í öllum landshlutum.

Sjá næstu 50 fréttir