Innlent

Framsals ekki verið krafist

Albaninn sem grunaður er um morð í Grikklandi og var handtekinn hér á meðan hann beið eftir að umsókn um hælisvist hans yrði tekin til umsagnar situr enn í gæsluvarðhaldi. Hann mun að öllum líkindum sitja út gæsluvarðhaldið sem lýkur um miðjan nóvember, því samkvæmt upplýsingum frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefur engin framsalskrafa borist til embættisins. Aðpurður um það hvað gerðist í framhaldinu ef ekki yrði krafist framsals sagði talsmaður ráðuneytisins að Albananum yrði þá vísað úr landi og þá til síns heima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×