Innlent

Verður umbunað

„Ríkið segist ekki þvinga sveitarfélög til sameiningar, en þeim sem hlýða er umbunað," segir Gústaf Jökull Ólafsson, oddviti í Reykhólahreppi. Hann telur ólíklegt að íbúar Reykhólahrepps muni snúast hugur og samþykkja sameiningu sveitarfélaga með Dalabyggð og Saurbæjarhreppi. Íbúar síðarnefndu sveitarfélaganna samþykktu tillögu um sameiningu nú um helgina. „Þeir sveitarstjórnarmenn sem eru meðvitaðir um hvað er að gerast, eins og með Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, þeir eru hlynntir sameiningu. En það er merkilegt að hinn almenni íbúi, sem þekkir þetta ekki, hann er ekki hlynntur sameiningu," segir Gústaf. Gústaf bendir á að sameiginlega hefðu Dalabyggð, Saurbæjarhreppur og Reykhólahreppur fengið í fyrra um níu milljónum meira úr Jöfnunarsjóði, en sveitarfélögin fengu hvert í sínu lagi. „Úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðs eru hagstæðari fyrir þá sem eru tiltölulega stærri eins og stóri bróðir leggur til," segir Gústaf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×