Innlent

1,5 milljón hefur safnast

Um 1.500 manns hafa brugðist við neyðarkalli vegna jarðskjálftanna í Pakistan og lagt fram 1.000 krónur hver til hjálparstarfsins með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins, 907 2020. Þannig hefur safnast um ein og hálf milljón króna á þeim sólarhring sem er liðinn síðan söfnunin hófst. Alþjóða Rauði krossinn hefur einsett sér að aðstoða 50.000 fjölskyldur, eða um 250.000 manns, á næstu fjóru mánuðum. Mikil neyð ríkir á hamfarasvæðinu í fjallahéruðum Pakistans og gífurleg þörf er fyrir matvæli, teppi og skjólefni af ýmsu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×