Innlent

Árangurslaus húsleit á Goldfinger

Tólf lögreglumenn gerðu húsleit á súludansstaðnum Goldfinger í Kópavogi síðastliðið föstudagskvöld. Flest reyndist vera í lagi en grunur leikur þó á að einkadans sé dansaður í lokuðu rými. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir að um hefðbundið eftirlit hafi verið að ræða. Heimildir fréttastofu herma að grunur hafi verið um að mönnum hafi verið byrlað ólyfjan þannig að þeir misstu minnið og vissu ekki fyrr en mjög háir kreditkortareikningar kæmu inn um lúguna. Friðrik segir að athugað hafi verið með hluti eins dvalar og atvinnuleyfi dansaranna. Þá var leitað að fíkniefnum og var fíkniefnaleitahundur með í för. Friðrik segir allt hafa reynst verið í himnalagi fyrir utan að ýmislegt hafi bent til þess að einkadans hefði verið stundaður í lokuð rými en í Kópavogi er einkadans ekki leyfður fyrir luktum dyrum. Ásgeir Davísson, eigandi Goldfinger, segist þetta mikla eftirlit þreytandi en það sé skiljanlegt. Rekstur súlustaða sé viðkvæmur og á tímabili hafi verið starfræktir slíkir staðir með misgott orð á sér. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að menn játi ekki háa Visa-reikninga við eiginkonuna og því verði til sögur af lyfjabyrlun. Það segi sig sjálft að eiginkona sem fái þau skilaboð að maðurinn hennar hafi farið með hýruna í "gullfallega stelpu á Goldfinger" verði ekki kátasta konan í Kópavoginum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×