Fleiri fréttir

Kannast ekki við óeðlilegar tafir

Árni Magnússon félagsmálaráðherra kannast ekki við að óeðlilegar tafir hafi orðið á vinnu nefndar sem hann skipaði og falið var að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga á íslenskum vinnumarkaði. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur ASÍ, gagnrýndi nýverið hversu lengi nefndin hefði starfað án þess að skila niðurstöðu.

Njóta lakari réttinda

Erlendir starfsmenn starfsmannaleiga njóta lakari réttinda en íslenskir starfsmenn sem vinna sömu vinnu. Þetta segir formaður Verkalýðsfélags Akraness að sé mat yfirlögfræðings Samtaka atvinnulífsins í bréfi til verkalýðsfélagsins.

Sagt í gamansemi segir Styrmir

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem var að koma úr prentsmiðjunni.

Lögregla braut verklagsreglur

Lögreglan braut gegn eigin verklagsreglum við rannsókn á máli konu sem þrír menn nauðguðu segir Atli Gíslason, lögmaður konunnar.

Skiptir engu fyrir framvinduna

Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni.

Þjófur gripinn glóðvolgur

Brotist var inn í mannlausa íbúð á Dalvík síðastliðinn fimmtudag en þjófurinn náðist skömmu síðar. </font />

Óttaðist að verða sakborningur

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Hik var á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur.

Fyrstir til að festa sig í snjó

Lögreglan á Húsavík þurfti að koma ökumönnum og farþegum tveggja bíla til aðstoðar eftir að þeir festu bíla sína í snjó á Dettifossvegi. Vegurinn er einna helst fær jeppum en báðir bílarnir sem festust eru fólksbílar. Þetta er í fyrsta skipti í haust sem lögreglumenn á Húsavík þurfa að hjálpa þeim sem festa sig í snjó.

Sendu Baugsgögn til skattsins

Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins og Jónína Benediktsdóttir komu gögnum um Baug til skattayfirvalda. Jón Gerald Sullenberger, sem sendi þeim gögnin, segist ekki hafa vitað að þau hefðu verið send áfram. </font /></b />

Jón Steinar kom að Baugsmáli í maí

Kjartan Gunnarsson segist hafa veitt Styrmi Gunnarssyni álit sitt á hæfi Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns Jóns Geralds um mánaðamót júní og júlí 2002. Samskipti Jóns Steinars og Jóns Geralds hófust hins vegar í maí sama ár. </font /></b />

Rannsóknin tók of langan tíma

"Ég tel að þessi rannsókn hafi tekið óeðlilega langan tíma," segir Jón Ingi Kristjánsson, formaður Afls - starfsgreinafélags Austurlands, um þau tíðindi að hluti sakargifta á hendur forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands er fyrndur vegna tafa í rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra.

Hæfi Jóns Steinars vafi eða ekki?

Styrmir Gunnarsson segir að honum hafi orðið ljóst hvílíkur afburða lögfræðingur Jón Steinar Gunnlaugsson sé þegar hann var lögmaður Morgunblaðsins. Það má því spyrja hvers vegna hann hafi þurft að funda með Kjartani Gunnarssyni til að spyrja um hæfi og hæfni Jóns Steinars sem lögfræðings.

Aðkoma Styrmis er áfall

"Það kemur ekki á óvart að Kjartan og Jón Steinar áttu hlut að máli, en það að Styrmir skuli hafa verið með í ráðum og stýrt atburðarásinni er áfall," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, um fréttir af aðkomu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, að Baugsmálinu.

Engin viðbrögð frá Árvakri

Ekki fengust viðbrögð frá aðalstjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, við fréttum af aðkomu ritstjóra blaðsins að Baugsmálinu þegar eftir því var leitað í gær. Halldór Þór Halldórsson, ritari stjórnarinnar, sagðist ekki hafa getað kynnt sér málið og vildi því ekki tjá sig um það að svo stöddu. 

Líkamsárásarmál naut forgangs

Líkamsárásarmál naut forgangs hjá lögreglu yfir rannsókn á máli konu sem þrír menn nauðguðu. Vika leið áður en tveir mannanna voru yfirheyrðir, þrátt fyrir að lögregla vissi deili á þeim.

Sprenging í kornframleiðslu

Kornrækt hefur tuttugufaldast hér á ári síðustu fimmtán ár og er búist við að uppskeran verði 11.000 tonn í ár. Þá hefur það stóraukist að menn þurrki korn frekar en súrsa það, en sé það þurrkað er hægt að nota það til manneldis.

Aflaverðmætið um tveir milljarðar

Fjölveiðiskip Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA 10 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11, komu með fullfermi af frystum síldarflökum til Akureyrar á föstudag en um þrír mánuðir eru síðan skipin komu síðast til hafnar á Íslandi.

Hámark ósvífninnar

Stjórnendur Verkalýðsfélagsins Hlífar lýsa undrun sinni á þeirri ráðstöfun stjórnvalda að hækka laun bankastjóra Seðlabankans um 330 þúsund en eftir þá hækkun eru laun hans komin í 1.563.000 krónur.

Eingöngu rætt um hæfi Jóns

Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna frétta af samráði hans við Styrmi Gunnarssona, ritstjóra Morgunblaðsins, varðandi Jón Gerald Sullenberger.

Matvælaeftilit í biðstöðu

Frá því í mars hefur matvælaeftilit með vítamínbættri matvöru í Reykjavík verið í biðstöðu. Þá var sölubann á Kristal F+ fellt úr gildi og bíður matvælaeftirlitið nú eftir reglugerð frá umhverfisráðuneytinu.

Enn ekki verið yfirheyrður

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna ákæru á hendur honum og sex öðrum vegna gruns um misnotkun á fjármunum sjóðsins. Þrú ár eru liðin frá því að málið var kært.

Hálkan segir til sín

Þónokkur umferðaróhöpp urðu í gær og gærkvöldi sem öll eru rakin til hálku.

Þónokkur umferðaróhöpp í gær

Þónokkur umferðaróhöpp urðu í gær og gærkvöldi sem öll eru rakin til hálku. Bíll valt á Suðurlandsvegi í Ölfusi, annar í Hveragerði, þá rann bíll út af veginum við Suðureyri í gærkvöldi vegna krapa og hafnaði ofan í fjöru, tveir bílar fóru út af á Öxnadalsheiði og einn festist í snjó á Fróðárheiði.

Ekið á 12 ára dreng

Ekið var á tólf ára dreng á reiðhjóli á mótum Strandgötu og Ásbrautar í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans en mun ekki vera alvarlega meiddur. Tildrög slyssins eru óljós en talsvert sér á bílnum sem ók á drenginn.

Skemmdarvargar á sveimi

Skemmdarvargar voru á sveimi í Reykjanesbæ í gær en lögregla fékk tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreiðum. Víkurfréttir greina frá því að rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun hafi lögregla fengið tilkynningu um eignaspjöll á bifreið utan við íbúðarhúsnæði á Hringbraut í Keflavík.

Mótmæli við álverin

Mótmæli eru fyrirhuguð við álverin í Straumsvík og á Grundartanga í dag. Þá munu þátttakendur á álráðstefnu í Reykjavík heimsækja álverin tvö. Í tilkynningu frá samtökunum Saving Iceland segir að á ráðstefnunni hafi lítill gaumur hefur verið gefinn neikvæðum og heilsuspillandi áhrifum sem álbræðsla og tengd vinnsla hafi.

Skipin búin með aflaheimildir

Fjölveiðiskip Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA 10 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11, komu með fullfermi til Akureyrar í dag að lokinni vel heppnaðri síldarvertíð en bæði skipin eru nú búin með aflaheimildir sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Frá því síldarvertíðin hófst þann 10. maí sl. hafa skipin veitt samanlagt um 39.000 tonn af síld.

D-listi fengi hreinan meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta og níu fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið. Liðlega 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, tæp 28 prósent Samfylkinguna, 11,5 prósent Vinstri græna, tæp þrjú prósent Framsóknarflokkinn og tvö prósent Frjálslynda flokkinn.

Fjallvegir ruddir í morgun

Vegagerðarmenn þurftu að dusta rykið óvenju snemma af snjóruðningstækjum sínum í haust og ruddu þeir snjó af nokkrum fjallvegum í morgun. Meðal annars þurfti að ryðja Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum í morgun.

Aron Pálmi enn í rútunni

Aron Pálmi Ágústsson komst um borð í rútu á vegum Rauða krossins í gær og er enn í þeirri rútu á leið burt frá hættusvæðinu. Hann segist vera þreyttur á langsetu í rútu en nær tuttugu tímar eru síðan hann lagði af stað frá heimili sínu í Beaumont.

Refsimál ekki höfðað

Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim.

Sannleiksgildið enn í rannsókn

Lögreglan í Reykjavík rannsakar enn sannleiksgildi frásagnar átta ára stúlku sem greindi frá því á miðvikudag að maður hefði tælt hana upp í bíl, farið með hana í verslun þar sem hann tók af henni myndir og skilað henni svo aftur.

Kviknaði í bifreið á Laugavegi

Slökkvilið í Reykjavík var rétt að ljúka við að slökkva eld sem kviknaði í bifreið á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns. Um var að ræða sendibifreið frá Póstinum og er ekki vitað á þessari stundu hvað olli slysinu en töluverður eldur logaði í bílnum, sem knúinn er metangasi, um tíma.

Lögregla með vakt við Straumsvík

Hópar mótmælenda eru núna við álverið í Straumsvík og álverið á Grundartanga. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð upp í Straumsvík þegar mótmælendurnir mættu þangað um eittleytið. Að sögn varðstjóra á vakt hefur allt verið þar með ró og spekt hingað til en lögreglumenn vakta svæðið og munu gera eitthvað fram eftir degi.

Síminn misnotaði ekki stöðu sína

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Síminn hafi ekki misnotað markaðsráðandi stöðu sína í tengslum við tilboð á svokölluðum ADSL-pakka og þráðlausu interneti. Tilboðið var auglýst fyrir tveimur árum og kvartaði fjarskiptafyrirtækið Inter í kjölfarið yfir þessu til Samkeppniseftirlitsins.

Síðasta afkvæmi Guttorms

Kýrin Búkolla bar kálf í Húsdýragarðinum í Laugardal í morgun og heilsast bæði kálfi og kú vel. Kálfurinn er tuttugasta og fimmta afkvæmi naustins Guttorms, og jafnframt síðasta afkvæmi hans, því honum var lógað í síðustu viku vegna lasleika og borinn til grafar að Hurðarbaki í Kjós.

2 ára fangelsi fyrir líkamsárás

Rúmlega fertugur maður, Trausti Finnbogason, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem hann framdi í félagi við 17 ára ungling. Réðust árásarmennirnir að fórnarlambinu með kylfum og öðrum bareflum og slógu hann ítrekað í höfuðið.

Útför þeirra sem fórust í sjóslysi

Útför Matthildar Victoríu Harðardóttur og Friðriks Ásgeirs Hermannssonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Þau fórust í sjóslysi á Viðeyjarsundi fyrir tveimur vikum, en þrír aðrir komust lífs af úr slysinu.

Umferð á næstunni um Svínahraun

Nýi vegurinn um Svínahraun verður opnaður fyrir umferð á næstu dögum. Vonast er til að um helgina takist að ljúka malbikun en hún hefur tafist vegna kulda síðustu daga.

Kennarar óánægðir með vinnuveitand

Fjórðungur starfsmanna grunnskóla og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er óánægður með vinnuveitanda sinn. Kennarar eru óánægðari en aðrir starfsmenn. Óánægja hefur aukist frá 2002.

Sjálfstæðsflokkur fengi meirihluta

Sjálfstæðisflokkur fengi 56,1 prósent atkvæða og 9 borgarfulltrúa ef kosið væri í borgarstjórnarkosningum í dag, samkvæmt nýrri könnun Gallup.

Breyta þarf nauðgunarskilgreiningu

Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum.

Tvö tonn af skyri seld vestanhafs

Áhugi Bandaríkjamanna á skyri og öðrum íslenskum mjólkurvörum er slíkur að Baldvin Jónsson verkefnisstjóri segir að bændur á Íslandi verði að auka mjólkurframleiðslu um fimmtung hið minnsta. Í síðustu viku gerðust þau stórtíðindi að tvö tonn af skyri seldust upp á skömmum tíma í verslunum í höfuðborginni Washington.

Sjá næstu 50 fréttir