Innlent

Síminn misnotaði ekki stöðu sína

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Síminn hafi ekki misnotað markaðsráðandi stöðu sína í tengslum við tilboð á svokölluðum ADSL-pakka og þráðlausu interneti. Tilboðið var auglýst fyrir tveimur árum og kvartaði fjarskiptafyrirtækið Inter í kjölfarið yfir þessu til Samkeppniseftirlitsins, meðal annars á þeim forsendum að tilboðið og kynningin á lækkuninni sé misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því að tengd sé saman þjónusta Intenetþjónusta Símans annars vegar og sala á ADSL-línum hins vegar. Þá segir einnig í kvörtun Inter að þjónustan sem sé verið að lækka sé ADSL-línan sem seld sé sem hluti af þjónustu grunnkerfis Símans. Ljóst sé því að fyrirtækið geri engan greinarmun á milli deilda félagsins sem eigi að vera rekstrarlega og fjárhagslega aðskildar.  Að mati Samkeppniseftirlitsins er kynning á verðlækkuninni ekki að öllu leyti skýr og mælist því til þess að í framtíðinni kynni Síminn allar breytingar með skýrari hætti. Að öðru leyti sé ekki ástæða til aðgerða af hálfu eftirlitsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×