Fleiri fréttir Vinnum óháð pólitísku ástandi Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi hvorki svarað því hvaða veiðileyfi hafi verið gefið út á Baug né á hvern hátt upphafi rannsóknar máls á hendur fyrirtækinu hafi verið háttað. 23.9.2005 00:01 Sinntu ekki rannsókninni Rannsókn á hópnauðgun konu í ágúst 2002 var ýtt til hliðar vegna alvarlegrar líkamsárásar sem upp kom sömu helgi. Þetta kemur fram í skýringum lögreglu í Reykjavík til Ríkissaksóknara eftir að verjandi konunnar hafði óskað eftir frekari upplýsingum um rannsóknina. 23.9.2005 00:01 Biðlistar standa í stað Biðlistar á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi standa nánast í stað miðað við sama tíma í fyrra. Þó hafa þeir lengst í sumum sérgreinum. Yfirstjórn spítalans er ánægð með stöðuna. 23.9.2005 00:01 Þrír fluttir á sjúkrahús Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur sendibíls og fólksbíls á Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fólksbílinn ók aftan á sendibílinn á mikilli ferð við hraðahindrun. Fólksbílinn gjöreyðilagðist og þurfti að flytja hann burt með dráttarbíl. 22.9.2005 00:01 ASÍ vill lög um starfsmannaleigur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að beita sér nú þegar fyrir setningu laga um starfsmannaleigur. 22.9.2005 00:01 Beraði á sér bossann Fjórtán ára drengur var handtekinn við Ráðhúsið í gær, þar sem Náttúruvaktin hélt mótmæli, vegna ráðstefnu um áliðnað sem haldin er hér á landi þessa dagana. 22.9.2005 00:01 Varað við hálkublettum Ótvíræð merki þess að vetur sé að ganga í garð eru farin að sjást. Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Víða annars staðar er hálka á vegum og rétt er að vara vegfarendur við og brýna fyrir þeim að fara öllu með gát. Einnig voru hálkublettir í efri byggðum borgarinnar í morgun. 22.9.2005 00:01 Þrír slösuðust í árekstri Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur sendibíls og fólksbíls á Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fólksbílinn ók aftan á sendibílinn á mikilli ferð við hraðahindrun. Fólksbílinn gjöreyðilagðist og þurfti að flytja hann burt með dráttarbíl. Bílstjórinn og farþegi slösuðust töluvert og ökumaður sendibílsins var líka fluttur á sjúkrahús. Tildrög slyssin eru óljós. 22.9.2005 00:01 Hálka og hálkublettir víða um land Hálka eða hálkublettir eru víða um land og er fólk beðið um að fara varlega af þeim sökum. Hálkublettir eru á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, Fróðárheiði, Vatnaleið og á milli Grundarfjarðar og Stykkilshólms. Þá er hálka eða hálkublettir víða á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi. 22.9.2005 00:01 Miklar endurbætur á Alþingishúsinu Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á Alþingishúsinu síðastliðin tvö ár og nú sér brátt fyrir endann á þeim. Ákveðið var árið 2002 að ráðast í endurbæturnar en engar engar heildstæðar viðgerðir höfðu þá verið gerðar á húsinu frá því það var byggt árið 1881. Framkvæmdunum var skipt í nokkra áfanga enda einungis hægt að vinna að þeim að sumarlagi meðan hlé er á þingstörfum. 22.9.2005 00:01 Sérstakt eftirlit vegna innbrota Innbrot í nýbyggingar og vinnuskúra í Hvarfa- og Kórahverfi í Kópavogi hafa verið tíð að undanförnu, samkvæmt lögreglunni í Kópavogi. Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum. Til að stemma stigu við þessu ætlar lögreglan halda uppi sérstöku eftirliti í þessum hverfum. 22.9.2005 00:01 Neita að vinna með Bretum í Basra Borgaryfirvöld í Basra lýstu því yfir í dag að þau myndu ekki starfa með breskum hermönnum í borginni fyrr en Bretar bæðust afsökunar og bættu fyrir innrás breska hersins í fangelsi í bænum á mánudag. Breska herliðið réðst inn í fangelsið og frelsaði tvo leyniþjónustumenn en þeir höfðu verið handteknir grunaðir um að hafa skotið tvo írakska lögreglumenn til bana. 22.9.2005 00:01 Aðalmeðferð hafin í máli Ramseys Aðalmeðferð hófst í morgun í máli Scotts Ramseys sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða manns. 22.9.2005 00:01 Saka hvorar aðra um svik Ásakanir um svik og ólýðræðisleg vinnubrögð ganga nú enn og aftur á víxl milli tveggja fylkinga í félagsskap ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdalli, og er megindeiluefnið nú fundartími og val á honum í tenglsum við val á um 150 fulltrúum Heimdalls á landsfundi ungra sjálfstæðismanna sem haldinn verður 30. september næstkomandi. 22.9.2005 00:01 Engar ákærur á hendur mótmælendum Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur erlendum og íslenskum mótmælendum sem í sumar höfðu sig talsvert í frammi á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og byggingarlóð álversins á Reyðarfirði þrátt fyrir fjaðrafok í tengslum við mótmælin og yfirlýsingar um ítrekuð lögbrot. 22.9.2005 00:01 Konur leggi niður vinnu Íslenskar konur er hvattar til að leggja niður vinnu þann 24. október næstkomandi, en þá verða liðin 30 ár frá kvennafrídeginum árið 1975. Rósa Erlingsdóttir, verkefnisstjóri hins nýja kvennafrídags, segir að konur verði ekki hvattar til að leggja niður störf með sama hætti gert hafi verið fyrir 30 árum heldur sé því beint til kvenna að leggja niður störf frá klukkan 14.08, en reiknað hafi verið út að þá hafi þær unnið fyrir launum sínum ef litið sé til munar á atvinnutekjum karla og kvenna. 22.9.2005 00:01 Næturlinsur dragi úr nærsýni Næturlinsur, sem settar eru í augun áður farið er að sofa, gera linsu- eða gleraugnanotkun óþarfa yfir daginn. Þessar linsur, sem eiga að draga úr nærsýni, eru fáanlegar hér á landi. 22.9.2005 00:01 Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. 22.9.2005 00:01 Olíufélög krafin um 150 milljónir Reykjavíkurborg krefur stóru olíufélögin þrjú um 150 milljónir króna auk vaxta í bætur vegna samráðs þeirra við gerð tilboða í viðskipti við borgina fyrir árin 1996 til ársins 2001. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarlögmaður, hefur sent olíufélögunum bréf þar sem hann krefur þau um bótagreiðslu ekki síðar en 14. október næstkomandi. 22.9.2005 00:01 Embætti hafi brugðist skyldum Ríkislögreglustjóraembættið hefur brugðist skyldum sínum í rannsókn og útgáfu ákæru í Baugsmálinu að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún vísar hins vegar ásökunum efnhagsbrotadeildar frá því í morgun um að hún hafi sagt embættinu handstýrt af yfirboðurum sínum alfarið á bug. 22.9.2005 00:01 Kastaði eggjum í stjórnarráðið Lögrelgan handtók í hádeginu í dag ungan mann sem hent hafði tveimur eggjum í stjórnarráðið. Maðurinn veitti ekki mótþróa við handtöku en að sögn lögreglu er ekki ljóst hvers vegna maðurinn ákvað að tjá álit sitt á valdstjórninni með eggjakastinu. Hann verður yfirheyrður í dag. 22.9.2005 00:01 Vopnað rán í Laugarnesapóteki Vopnað rán var framið fyrir stundu í Laugarnesapóteki við Kirkjuteig í Reykjavík. Tveir grímuklæddir menn ruddust inn í apótekið vopnaðir litlum hnífum og ógnuðu starfsfólki. Þeir höfðu á brott með sér peninga og lyf en meiddu þó engan starfsmann. Mennirnir voru báðir handsamaðir skammt frá ránsstaðnum stuttu eftir ránið. 22.9.2005 00:01 Vill ræða fulla aðild Færeyinga Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ætlar að óska eftir fundi með forsætisráðherrum Norðurlanda um fulla aðild Færeyinga að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Nefndin ræddi óskir Færeyinga um fulla aðild í dag og Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, segir að þær hafi fengið mjög góðar undirtektir eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Norðurlandaráði. 22.9.2005 00:01 Gagnrýnir Ríkislögreglustjóra hart Það liggur fyrir að hjá Ríkislögrelgustjóraembættinu eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta fyrir yfirmenn stofnunarinnar og þeir kveinka sér undan í fjölmiðlum. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í harðorðri yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrir stundu. 22.9.2005 00:01 Belti og loftpúðar björguðu miklu Öryggisbelti og til þess búnir loftpúðar eru taldir hafa bjargað ökumönnum tveggja bíla sem lentu saman á gatnamótum Dragháls og Bitruháls laust eftir hádegi í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð en bílarnir voru að mætast þegar þeir lentu harkalega saman á gatnamótunum. 22.9.2005 00:01 Furða sig á seinagangi nefndar Fulltrúar Alþýðusambands Íslands furða sig á því að nefnd sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra skipaði og átti að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga hér á landi skuli enn ekki hafa lokið störfum. 22.9.2005 00:01 Uppskipting Burðaráss var jákvæð Ingimar Ísak Bjargarson er þrettán ára nemi í Laugarlækjaskóla. Auk þess að spila íshokkí, æfa sig á gítar og leika sér með fjarstýrða bílinn sinn fylgist hann með gengi hlutabréfa í Landsbankanum og Straumi. </font /></b /> 22.9.2005 00:01 Vill ekki tjá sig um stefnu ÖBÍ Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig um fyrirhugaða stefnu Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samningum um hækkun lífeyris frá árinu 2003. 22.9.2005 00:01 Fann ekki Íbúðalánasjóð Sophus Klein Jóhannsson er ósáttur vegna merkingaleysis. "Ég ók fram og til baka um Borgartúnið og marga hringi kringum hringtorgin tvö," segir Sophus Klein sem átti erindi í Íbúðalánasjóð á dögunum. </font /></b /> 22.9.2005 00:01 Tíu mánuðir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega tvítugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir bílþjófnaði, innbrot, þjófnaði og fyrir að aka bifreið í ein tíu skipti án ökuréttinda. Maðurinn játaði brot sín sem hann framdi að hluta til í félagi við annan mann á þrítugsaldri. Mál eldri mannsins voru hins vegar aðskilin frá máli þess yngri og því verður dæmt í því máli síðar. 22.9.2005 00:01 Funda um val fulltrúa á landsfund Heimdallur, félagsskapur ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun í dag funda sérstaklega um val á fulltrúum á landsfund ungra sjálfstæðismanna. Fundurinn sem hefst klukkan 16:30 og er haldinn af kröfu 50 félagsmanna í Heimdalli sem telja fram hjá sér og öðrum félagsmönnum gengið með vali stjórnar Heimdallar á fulltrúum á landsfundinn fyrr í mánuðinum. 22.9.2005 00:01 Vernda þarf kóral við Íslandsmið Gera þarf ráðstafanir til þess vernda kóral á hafsbotninum við Íslandsmið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem skilað var til sjávarútvegsráðherra í dag. Í henni er lagt til að þrjú hafsvæði, sem eru um það bil 73 ferkílómetrar að stærð, verði friðuð til þess að vernda kóralinn. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að gert verði sérstakt átak í að kortleggja hafstbotninn á Íslandsmiðum. 22.9.2005 00:01 Greiði bætur fyrir naugðun Stúlka sem sakaði þrjá menn um nauðgun fékk í dag dæmdar 1,1 milljón í miskabætur í Hæstarétti. Mennirnir eru taldir hafa brotið gegn kynfrelsi hennar með því að hafa samfarir við hana gegn hennar vilja. Talið var nægilega sannað að mennirnir þrír hefðu með athöfnum sínum brotið sameiginlega gegn frelsi og persónu stúlkunnar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina. 22.9.2005 00:01 Efling ósátt við viðbrögð FL Efling-stéttarfélag er ósátt við viðbrögð Félags leikskólakennara í umræðunni um kjör leikskólakennara undanfarið. Í yfirlýsingu frá Eflingu-stéttarfélagi segir að almennir starfsmenn leikskólanna haldi uppi starfsemi þeirra í ríkum mæli og ef krafta þeirra nyti ekki við væri starfsemin meira og minna lömuð. 22.9.2005 00:01 Vill ræða um uppsagnir á Blönduósi Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, fór í dag fram á það við Sturlu Böðvarsson, fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis og samgönguráðherra, að hann kalli þingmenn kjördæmisins saman til fundar. Ástæðan er lokun starfstöðvar Símans og uppsagnir þriggja starfsmanna þeim samfara á Blönduósi sem kynntar voru starfsmönnunum í gær. 22.9.2005 00:01 Boðið upp á stöðupróf í tungumálum Háskólinn í Reykjavík hyggst á morgun bjóða upp á stöðupróf í tungumálum fyrir alla í tilefni af tungumála degi Evrópu. Gefst fólki kostur á að þreyta prófin frá klukkan 15 til 18 í húsakynnum Háskólans að Reykjavík að Ofanleiti 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum 22.9.2005 00:01 Skiptar skoðanir um sænsku leiðina Vonast er til að nefnd um mismunandi löggjöf um vændi, klámiðnað og mansal í Evrópu muni skila af sér niðurstöðum fyrir lok mánaðarins. Líklegt þykir að nefndin skili af sér fleiri en einu áliti þar sem skiptar skoðanir eru innan hennar um ágæti sænsku leiðarinnar um að gera kaup á vændi refsiverð. 22.9.2005 00:01 Borgin fer fram á 151 milljón Á fundi borgarráðs í gær var kynnt krafa Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum vegna samráðs í útboði árið 1996. Krafist er rúmlega 150 milljóna auk dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. 22.9.2005 00:01 Um viðhorf foreldrar fyrirbura Foreldrar fyrirbura með fæðingarþyngd minni en 1000 grömm við fæðingu vilja sjálfir vera þátttakendur í ákvörðun um það hvort hætta beri meðferð á barninu eða ekki en börn sem fæðast svo lítil verður að meðhöndla sérstaklega eigi þau að halda lífi og hætta er á að fatlanir eða alvarleg veikindi hráji þau sem lifa af. 22.9.2005 00:01 Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC Ráðgjafi einkavæðingarnefndar í sölu ríkisbankanna 2002, HSBC, vildi að skilyrði yrðu sett um verðtilboð Samson í Landsbankann svo tryggja mætti hæsta verðið. HSBC mælti einnig gegn því að farið yrði í viðræður við Samson svo snemma í söluferlinu. Ráðherranefndin hunsaði ráðin. </font /></b /> 22.9.2005 00:01 Ekki refsað fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. 22.9.2005 00:01 Málaferli ef olíufélög borgi ekki Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 150 milljónir króna í bætur vegna verðsamráðs olíufélaganna við útboð á olíuviðskiptum borgarinnar árið 1996. Borgarstjóri hótar málaferlum ef þau borga ekki. 22.9.2005 00:01 Ógnuðu starfsfólki með hnífum Vopnað rán var framið í Laugarnesapóteki um klukkan tvö í dag. Tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu starfsfólki og vitorðsmaður þeirra beið í bíl skammt frá og komst hann tímabundið undan. 22.9.2005 00:01 Lyf með kódíni úr lausasölu Parkódín og önnur lyf með kódíni verða tekin úr lausasölu eftir rúma viku eða þann 1.október. Læknar og lyfjaverslanir hafa fæstar verið látnar vita hvað dag bannið tekur gildi. 22.9.2005 00:01 Vill að ákæruvald verði þrískipt Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. 22.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Vinnum óháð pólitísku ástandi Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi hvorki svarað því hvaða veiðileyfi hafi verið gefið út á Baug né á hvern hátt upphafi rannsóknar máls á hendur fyrirtækinu hafi verið háttað. 23.9.2005 00:01
Sinntu ekki rannsókninni Rannsókn á hópnauðgun konu í ágúst 2002 var ýtt til hliðar vegna alvarlegrar líkamsárásar sem upp kom sömu helgi. Þetta kemur fram í skýringum lögreglu í Reykjavík til Ríkissaksóknara eftir að verjandi konunnar hafði óskað eftir frekari upplýsingum um rannsóknina. 23.9.2005 00:01
Biðlistar standa í stað Biðlistar á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi standa nánast í stað miðað við sama tíma í fyrra. Þó hafa þeir lengst í sumum sérgreinum. Yfirstjórn spítalans er ánægð með stöðuna. 23.9.2005 00:01
Þrír fluttir á sjúkrahús Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur sendibíls og fólksbíls á Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fólksbílinn ók aftan á sendibílinn á mikilli ferð við hraðahindrun. Fólksbílinn gjöreyðilagðist og þurfti að flytja hann burt með dráttarbíl. 22.9.2005 00:01
ASÍ vill lög um starfsmannaleigur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að beita sér nú þegar fyrir setningu laga um starfsmannaleigur. 22.9.2005 00:01
Beraði á sér bossann Fjórtán ára drengur var handtekinn við Ráðhúsið í gær, þar sem Náttúruvaktin hélt mótmæli, vegna ráðstefnu um áliðnað sem haldin er hér á landi þessa dagana. 22.9.2005 00:01
Varað við hálkublettum Ótvíræð merki þess að vetur sé að ganga í garð eru farin að sjást. Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Víða annars staðar er hálka á vegum og rétt er að vara vegfarendur við og brýna fyrir þeim að fara öllu með gát. Einnig voru hálkublettir í efri byggðum borgarinnar í morgun. 22.9.2005 00:01
Þrír slösuðust í árekstri Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur sendibíls og fólksbíls á Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fólksbílinn ók aftan á sendibílinn á mikilli ferð við hraðahindrun. Fólksbílinn gjöreyðilagðist og þurfti að flytja hann burt með dráttarbíl. Bílstjórinn og farþegi slösuðust töluvert og ökumaður sendibílsins var líka fluttur á sjúkrahús. Tildrög slyssin eru óljós. 22.9.2005 00:01
Hálka og hálkublettir víða um land Hálka eða hálkublettir eru víða um land og er fólk beðið um að fara varlega af þeim sökum. Hálkublettir eru á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, Fróðárheiði, Vatnaleið og á milli Grundarfjarðar og Stykkilshólms. Þá er hálka eða hálkublettir víða á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi. 22.9.2005 00:01
Miklar endurbætur á Alþingishúsinu Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á Alþingishúsinu síðastliðin tvö ár og nú sér brátt fyrir endann á þeim. Ákveðið var árið 2002 að ráðast í endurbæturnar en engar engar heildstæðar viðgerðir höfðu þá verið gerðar á húsinu frá því það var byggt árið 1881. Framkvæmdunum var skipt í nokkra áfanga enda einungis hægt að vinna að þeim að sumarlagi meðan hlé er á þingstörfum. 22.9.2005 00:01
Sérstakt eftirlit vegna innbrota Innbrot í nýbyggingar og vinnuskúra í Hvarfa- og Kórahverfi í Kópavogi hafa verið tíð að undanförnu, samkvæmt lögreglunni í Kópavogi. Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum. Til að stemma stigu við þessu ætlar lögreglan halda uppi sérstöku eftirliti í þessum hverfum. 22.9.2005 00:01
Neita að vinna með Bretum í Basra Borgaryfirvöld í Basra lýstu því yfir í dag að þau myndu ekki starfa með breskum hermönnum í borginni fyrr en Bretar bæðust afsökunar og bættu fyrir innrás breska hersins í fangelsi í bænum á mánudag. Breska herliðið réðst inn í fangelsið og frelsaði tvo leyniþjónustumenn en þeir höfðu verið handteknir grunaðir um að hafa skotið tvo írakska lögreglumenn til bana. 22.9.2005 00:01
Aðalmeðferð hafin í máli Ramseys Aðalmeðferð hófst í morgun í máli Scotts Ramseys sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða manns. 22.9.2005 00:01
Saka hvorar aðra um svik Ásakanir um svik og ólýðræðisleg vinnubrögð ganga nú enn og aftur á víxl milli tveggja fylkinga í félagsskap ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdalli, og er megindeiluefnið nú fundartími og val á honum í tenglsum við val á um 150 fulltrúum Heimdalls á landsfundi ungra sjálfstæðismanna sem haldinn verður 30. september næstkomandi. 22.9.2005 00:01
Engar ákærur á hendur mótmælendum Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur erlendum og íslenskum mótmælendum sem í sumar höfðu sig talsvert í frammi á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og byggingarlóð álversins á Reyðarfirði þrátt fyrir fjaðrafok í tengslum við mótmælin og yfirlýsingar um ítrekuð lögbrot. 22.9.2005 00:01
Konur leggi niður vinnu Íslenskar konur er hvattar til að leggja niður vinnu þann 24. október næstkomandi, en þá verða liðin 30 ár frá kvennafrídeginum árið 1975. Rósa Erlingsdóttir, verkefnisstjóri hins nýja kvennafrídags, segir að konur verði ekki hvattar til að leggja niður störf með sama hætti gert hafi verið fyrir 30 árum heldur sé því beint til kvenna að leggja niður störf frá klukkan 14.08, en reiknað hafi verið út að þá hafi þær unnið fyrir launum sínum ef litið sé til munar á atvinnutekjum karla og kvenna. 22.9.2005 00:01
Næturlinsur dragi úr nærsýni Næturlinsur, sem settar eru í augun áður farið er að sofa, gera linsu- eða gleraugnanotkun óþarfa yfir daginn. Þessar linsur, sem eiga að draga úr nærsýni, eru fáanlegar hér á landi. 22.9.2005 00:01
Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. 22.9.2005 00:01
Olíufélög krafin um 150 milljónir Reykjavíkurborg krefur stóru olíufélögin þrjú um 150 milljónir króna auk vaxta í bætur vegna samráðs þeirra við gerð tilboða í viðskipti við borgina fyrir árin 1996 til ársins 2001. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarlögmaður, hefur sent olíufélögunum bréf þar sem hann krefur þau um bótagreiðslu ekki síðar en 14. október næstkomandi. 22.9.2005 00:01
Embætti hafi brugðist skyldum Ríkislögreglustjóraembættið hefur brugðist skyldum sínum í rannsókn og útgáfu ákæru í Baugsmálinu að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún vísar hins vegar ásökunum efnhagsbrotadeildar frá því í morgun um að hún hafi sagt embættinu handstýrt af yfirboðurum sínum alfarið á bug. 22.9.2005 00:01
Kastaði eggjum í stjórnarráðið Lögrelgan handtók í hádeginu í dag ungan mann sem hent hafði tveimur eggjum í stjórnarráðið. Maðurinn veitti ekki mótþróa við handtöku en að sögn lögreglu er ekki ljóst hvers vegna maðurinn ákvað að tjá álit sitt á valdstjórninni með eggjakastinu. Hann verður yfirheyrður í dag. 22.9.2005 00:01
Vopnað rán í Laugarnesapóteki Vopnað rán var framið fyrir stundu í Laugarnesapóteki við Kirkjuteig í Reykjavík. Tveir grímuklæddir menn ruddust inn í apótekið vopnaðir litlum hnífum og ógnuðu starfsfólki. Þeir höfðu á brott með sér peninga og lyf en meiddu þó engan starfsmann. Mennirnir voru báðir handsamaðir skammt frá ránsstaðnum stuttu eftir ránið. 22.9.2005 00:01
Vill ræða fulla aðild Færeyinga Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ætlar að óska eftir fundi með forsætisráðherrum Norðurlanda um fulla aðild Færeyinga að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Nefndin ræddi óskir Færeyinga um fulla aðild í dag og Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, segir að þær hafi fengið mjög góðar undirtektir eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Norðurlandaráði. 22.9.2005 00:01
Gagnrýnir Ríkislögreglustjóra hart Það liggur fyrir að hjá Ríkislögrelgustjóraembættinu eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta fyrir yfirmenn stofnunarinnar og þeir kveinka sér undan í fjölmiðlum. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í harðorðri yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrir stundu. 22.9.2005 00:01
Belti og loftpúðar björguðu miklu Öryggisbelti og til þess búnir loftpúðar eru taldir hafa bjargað ökumönnum tveggja bíla sem lentu saman á gatnamótum Dragháls og Bitruháls laust eftir hádegi í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð en bílarnir voru að mætast þegar þeir lentu harkalega saman á gatnamótunum. 22.9.2005 00:01
Furða sig á seinagangi nefndar Fulltrúar Alþýðusambands Íslands furða sig á því að nefnd sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra skipaði og átti að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga hér á landi skuli enn ekki hafa lokið störfum. 22.9.2005 00:01
Uppskipting Burðaráss var jákvæð Ingimar Ísak Bjargarson er þrettán ára nemi í Laugarlækjaskóla. Auk þess að spila íshokkí, æfa sig á gítar og leika sér með fjarstýrða bílinn sinn fylgist hann með gengi hlutabréfa í Landsbankanum og Straumi. </font /></b /> 22.9.2005 00:01
Vill ekki tjá sig um stefnu ÖBÍ Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig um fyrirhugaða stefnu Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samningum um hækkun lífeyris frá árinu 2003. 22.9.2005 00:01
Fann ekki Íbúðalánasjóð Sophus Klein Jóhannsson er ósáttur vegna merkingaleysis. "Ég ók fram og til baka um Borgartúnið og marga hringi kringum hringtorgin tvö," segir Sophus Klein sem átti erindi í Íbúðalánasjóð á dögunum. </font /></b /> 22.9.2005 00:01
Tíu mánuðir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega tvítugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir bílþjófnaði, innbrot, þjófnaði og fyrir að aka bifreið í ein tíu skipti án ökuréttinda. Maðurinn játaði brot sín sem hann framdi að hluta til í félagi við annan mann á þrítugsaldri. Mál eldri mannsins voru hins vegar aðskilin frá máli þess yngri og því verður dæmt í því máli síðar. 22.9.2005 00:01
Funda um val fulltrúa á landsfund Heimdallur, félagsskapur ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun í dag funda sérstaklega um val á fulltrúum á landsfund ungra sjálfstæðismanna. Fundurinn sem hefst klukkan 16:30 og er haldinn af kröfu 50 félagsmanna í Heimdalli sem telja fram hjá sér og öðrum félagsmönnum gengið með vali stjórnar Heimdallar á fulltrúum á landsfundinn fyrr í mánuðinum. 22.9.2005 00:01
Vernda þarf kóral við Íslandsmið Gera þarf ráðstafanir til þess vernda kóral á hafsbotninum við Íslandsmið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem skilað var til sjávarútvegsráðherra í dag. Í henni er lagt til að þrjú hafsvæði, sem eru um það bil 73 ferkílómetrar að stærð, verði friðuð til þess að vernda kóralinn. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að gert verði sérstakt átak í að kortleggja hafstbotninn á Íslandsmiðum. 22.9.2005 00:01
Greiði bætur fyrir naugðun Stúlka sem sakaði þrjá menn um nauðgun fékk í dag dæmdar 1,1 milljón í miskabætur í Hæstarétti. Mennirnir eru taldir hafa brotið gegn kynfrelsi hennar með því að hafa samfarir við hana gegn hennar vilja. Talið var nægilega sannað að mennirnir þrír hefðu með athöfnum sínum brotið sameiginlega gegn frelsi og persónu stúlkunnar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina. 22.9.2005 00:01
Efling ósátt við viðbrögð FL Efling-stéttarfélag er ósátt við viðbrögð Félags leikskólakennara í umræðunni um kjör leikskólakennara undanfarið. Í yfirlýsingu frá Eflingu-stéttarfélagi segir að almennir starfsmenn leikskólanna haldi uppi starfsemi þeirra í ríkum mæli og ef krafta þeirra nyti ekki við væri starfsemin meira og minna lömuð. 22.9.2005 00:01
Vill ræða um uppsagnir á Blönduósi Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, fór í dag fram á það við Sturlu Böðvarsson, fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis og samgönguráðherra, að hann kalli þingmenn kjördæmisins saman til fundar. Ástæðan er lokun starfstöðvar Símans og uppsagnir þriggja starfsmanna þeim samfara á Blönduósi sem kynntar voru starfsmönnunum í gær. 22.9.2005 00:01
Boðið upp á stöðupróf í tungumálum Háskólinn í Reykjavík hyggst á morgun bjóða upp á stöðupróf í tungumálum fyrir alla í tilefni af tungumála degi Evrópu. Gefst fólki kostur á að þreyta prófin frá klukkan 15 til 18 í húsakynnum Háskólans að Reykjavík að Ofanleiti 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum 22.9.2005 00:01
Skiptar skoðanir um sænsku leiðina Vonast er til að nefnd um mismunandi löggjöf um vændi, klámiðnað og mansal í Evrópu muni skila af sér niðurstöðum fyrir lok mánaðarins. Líklegt þykir að nefndin skili af sér fleiri en einu áliti þar sem skiptar skoðanir eru innan hennar um ágæti sænsku leiðarinnar um að gera kaup á vændi refsiverð. 22.9.2005 00:01
Borgin fer fram á 151 milljón Á fundi borgarráðs í gær var kynnt krafa Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum vegna samráðs í útboði árið 1996. Krafist er rúmlega 150 milljóna auk dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. 22.9.2005 00:01
Um viðhorf foreldrar fyrirbura Foreldrar fyrirbura með fæðingarþyngd minni en 1000 grömm við fæðingu vilja sjálfir vera þátttakendur í ákvörðun um það hvort hætta beri meðferð á barninu eða ekki en börn sem fæðast svo lítil verður að meðhöndla sérstaklega eigi þau að halda lífi og hætta er á að fatlanir eða alvarleg veikindi hráji þau sem lifa af. 22.9.2005 00:01
Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC Ráðgjafi einkavæðingarnefndar í sölu ríkisbankanna 2002, HSBC, vildi að skilyrði yrðu sett um verðtilboð Samson í Landsbankann svo tryggja mætti hæsta verðið. HSBC mælti einnig gegn því að farið yrði í viðræður við Samson svo snemma í söluferlinu. Ráðherranefndin hunsaði ráðin. </font /></b /> 22.9.2005 00:01
Ekki refsað fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. 22.9.2005 00:01
Málaferli ef olíufélög borgi ekki Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 150 milljónir króna í bætur vegna verðsamráðs olíufélaganna við útboð á olíuviðskiptum borgarinnar árið 1996. Borgarstjóri hótar málaferlum ef þau borga ekki. 22.9.2005 00:01
Ógnuðu starfsfólki með hnífum Vopnað rán var framið í Laugarnesapóteki um klukkan tvö í dag. Tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu starfsfólki og vitorðsmaður þeirra beið í bíl skammt frá og komst hann tímabundið undan. 22.9.2005 00:01
Lyf með kódíni úr lausasölu Parkódín og önnur lyf með kódíni verða tekin úr lausasölu eftir rúma viku eða þann 1.október. Læknar og lyfjaverslanir hafa fæstar verið látnar vita hvað dag bannið tekur gildi. 22.9.2005 00:01
Vill að ákæruvald verði þrískipt Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. 22.9.2005 00:01