Innlent

Matvælaeftilit í biðstöðu

Frá því í mars hefur matvælaeftilit með vítamínbættri matvöru í Reykjavík verið í biðstöðu. Þá var sölubann á Kristal F+ fellt úr gildi og bíður matvælaeftirlitið nú eftir reglugerð frá umhverfisráðuneytinu. Matvælaeftilit Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér aðeins af sumum framleiðendum eða innflytjendum vítamínbættra matvæla. Nokkuð er af vítamínbættum vörum á markaði sem ekki hefur sótt um leyfi fyrir hjá Umhverfisstofnun. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlitsins, segist ekki hafa heyrt þessa gagnrýni. Fyrrnefnd bið stafar af því að eftirlitið telur sig ekki hafa reglugerðarstoð til að halda eftirlitinu áfram eftir að sölubannið á Kristal F+ var fellt úr gildi fyrir um hálfu ári síðan. Aðspurður um gagnrýni Ölgerðarinnar um að aðrar vítamínbættar vörur eins og morgunkorn fái að vera óáreittar í hillum verslana seigst Óskar ekki vilja fjalla um einstök mál. Þá má velta því upp af hverju ekkert er að gert ef matvælaeftirlit á stærsta svæðið landsins treystir sér ekki til að sinna eftirliti á vítamínbættum vörum. Kallað er eftir reglugerð um þessi mál frá umhverfisráðuneytinu og frá ráðuneytinu fengust þau svör að fundað yrði í næstu viku með matvælasviði Umhverfisstofnunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×