Innlent

Hámark ósvífninnar

Stjórnendur Verkalýðsfélagsins Hlífar lýsa undrun sinni á þeirri ráðstöfun stjórnvalda að hækka laun bankastjóra Seðlabankans um 330 þúsund en eftir þá hækkun eru laun hans komin í 1.563.000 krónur. Í ályktun sem verkalýðsfélagið sendi frá sér segir að þetta sé verðbólguhvetjandi ráðstöfun sem undirstriki ábyrgðarleysi og tvískinnungshátt ráðamanna þjóðarinnar. Ennfremur segir að það sé hámark ósvífninnar að Seðlabankinn sendi svo frá sér greinargerð þar sem hið opinbera er hvatt til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við að tryggja að verðbólgumarkmið kjarasamninga haldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×