Innlent

Rannsóknin tók of langan tíma

"Ég tel að þessi rannsókn hafi tekið óeðlilega langan tíma," segir Jón Ingi Kristjánsson, formaður Afls - starfsgreinafélags Austurlands, um þau tíðindi að hluti sakargifta á hendur forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands er fyrndur vegna tafa í rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Jón Ingi telur það myndu vera farsælast fyrir alla sem að málinu koma ef það væri til lykta leitt í dómsal. "Það er óþolandi að það skuli hanga áfram í lausu lofti." Fjórir sjóðfélagir í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu stjórn og fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins til Ríkissaksóknara vorið 2003. Í maí sama ár sendi Ríkissaksóknari málið Ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Meðal sakargifta voru kaup í óskráðum hlutafélögum og ólöglegar lánveitingar til fyrirtækis sem framkvæmdastjórinn átti hlut í. Þá var kært að framkvæmdastjórinn og endurskoðandinn höfðu stofnað saman verðbréfafyrirtæki á sama tíma og þeir störfuðu fyrir lífeyrissjóðinn. Allir þáverandi stjórnarmenn sjóðsins sögðu af sér en stórtap hafði verið af rekstri sjóðsins árið áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×