Innlent

Síðasta afkvæmi Guttorms

Kýrin Búkolla bar kálf í Húsdýragarðinum í Laugardal í morgun og heilsast bæði kálfi og kú vel. Kálfurinn er tuttugasta og fimmta afkvæmi naustins Guttorms, og jafnframt síðasta afkvæmi hans, því honum var lógað í síðustu viku vegna lasleika og borinn til grafar að Hurðarbaki í Kjós. Kálfurinn, sem er karlkyns, sver sig í föðurættina og er rauðskjöldóttur að lit eins og Guttormur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×