Innlent

Eingöngu rætt um hæfi Jóns

Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna frétta af samráði hans við Styrmi Gunnarssona, ritstjóra Morgunblaðsins, varðandi Jón Gerald Sullenberger. Þar kemur fram að Kjartan og Stymir séu nátengdir fjölskylduböndum og hafi leitað ráða hvor hjá öðrum um lengi, jafnt um einkamál sem margt annað. "Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál og verið á vitorði allra sem okkur þekkja," segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að sumarið 2002 hafi Styrmir spurt Kjartan álits um hvort Jón Steinar Gunnlaugsson væri ekki hæfur til að reka mál Jóns Geralds gegn Baugi og svaraði Kjartan því til að vandaðri lögfræðingur væri vandfundinn. Það ítrekaði hann þegar Styrmir spurði hann aftur í viðurvist Jóns Steinars. Kjartan segir tal þeirra Styrmis ekki hafa snúist um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og Jóns Geralds, heldur "alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×