Fleiri fréttir

Ríkið getur sparað 200 milljónir

Ríkið getur sparað sem nemur 150-200 milljónum króna á ári í fjarskiptakostnað, að mati Ríkiskaupa, með nýjum rammasamningi við Og Vodafone um talsíma- og internetþjónustu fyrir ríkisstofnanir.

Eldur í bát á Ísafirði

Eldur kom upp í sportbáti úr plasti á geymslusvæði við höfnina á Ísafirði á fjórða tímanum í dag. Slökkviliðið var fljótt á staðinn en mikill eldur logaði í bátnum.

Úttekt gerð á Íbúðalánasjóði

Félagsmálanefnd Alþingis hefur falið Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á Íbúðalánasjóði. Lánasýslu ríkisins og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort lánasamningar bankanna og Íbúðalánasjóðs séu ríkistryggðir.

Lúðvík gagnrýnir forsætisráðherra

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Halldór Ásgrímsson eigi að dvelja annars staðar en í forsætisráðuneytinu. Guðni Ágústsson segir Samfylkinguna líta viljandi fram hjá staðreyndum og málið skaði KB banka.

Manns leitað í Þjórsárdal

Leit að karlmanni á níræðisaldri, sem saknað er í Þjórsárdal frá því í gærkvöldi, hefur enn engan árangur borið. Maðurinn var þar í útilegu ásamt fleirum og fór einn í gönguferð í gærkvöldi.

32% vilja Össur sem borgarstjóra

Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun sem Plúsinn gerði eftir hádegi í gær sögðust vilja sjá Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Sextíu og átta prósent voru því andvíg en spurt var hvort fólk vildi hann í embættið eða ekki.

Sigldi utan í bryggjukant

Skaftafell, skip Samskipa, sigldi á bryggjukant nýju álversbryggjunnar á Reyðarfirði í gærkvöldi þegar það var fyrst flutningaskipa til að leggjast þar að eftir að framkvæmdum lauk. Nokkrar skemmdir urðu á bryggjukantinum og á skipinu ofan sjólínu en það getur þó haldið för sinni áfram að losun lokinni, án þess að viðgerð fari fram.

Maðurinn fundinn

Karlmaður á níræðisaldri, sem leitað hefur verið að í Þjórsárdal síðan um miðja nótt, fannst heill á húfi sakmmt frá Sandá um klukkan ellefu. Hann var í útilegu í Þjórsárdal og skrapp einn í göngutúr í gærkvöld.

Slasaðist alvarlega við Kárahnjúka

Erlendur starfsmaður við Kárahnjúka slasaðist alvarlega í járnbrautarslysi í einum af aðgöngum stöðvarhússins í morgun þegar hann varð fyrir lest sem notuð er til flutninga í göngunum. Hann meiddist meðal annars á brjóstholi og kviðarholi og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lagður inn á slysadeild Landspítalans.

Rjúpnaveiðar hefjast aftur í haust

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja rjúpnaveiðar á ný í haust. Þetta er byggt á niðurstöðu talningar Náttúrufræðistofnunar í vor þar sem fram kemur að rjúpnastofninn hafi meira en þrefaldast á tveimur árum.

Sigmundur Ernir nýr fréttastjóri

Páll Magnússon hefur sagt lausum störfum sínum sem frétta- og sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, tekur við fréttastjórastöðunni.

Páll hyggst sækja um hjá RÚV

Páll Magnússon, fráfarandi frétta- og sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, hyggst verða í hópi umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Hann segir brotthvarf sitt frá 365 ljósvakamiðlum samt því ótengt.

Framtíðin skýrist hjá starfsfólki

Starfsmannafundur hjá fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum, þar sem skýrt verður frá framtíð fyrirtækisins og starfsfólks þess, hófst klukkan eitt. Fundurinn er aðeins fyrir starfsfólk og hefur fyrirtækinu verið lokað til klukkan þrjú vegna fundarins.

Vel heppnuð mótmæli

Mótmælendur við Kárahnjúka telja mótmælaaðgerðir í gær vel heppnaðar. Þeir segjast ekki skilja ummæli talsmanns Impregilo um mótmælin og eru ekki par sáttir við það fyrirtæki.

Öllum starfsmönnum sagt upp

Fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum hefur verið lokað og var öllum 45 starfsmönnum þess sagt upp nú fyrir stundu. Á fundi með starfsmönnum í dag sögðust stjórnendur ætla að hjálpa starfsmönnum að finna nýja vinnu og munu þeir hitta starfsmenn í fyrramálið.

Óperan fagnar hugmynd Gunnars

Stjórn Íslensku óperunnar fagnar hugmynd Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra og alþingismanns, um byggingu sérhannaðs óperuhúss fyrir Íslensku óperuna á Borgarholtinu í Kópavogi.

Kollvarpar framtíðarsýninni

Í opnu bréfi yfirdýralæknis til landbúnaðarráðherra segir að ákvörðun ráðherra um að staðsetja Landbúaðarstofnun á Selfossi kollvarpi framtíðarsýn embættisins. Embættið hafi stefnt að því að sameina þá starfsmenn sem gegna lykilhlutverki í stjórnsýslu og þjónustu á einum stað á höfuðborgarsvæðinu.

Grímulausar áfengisauglýsingar

"Ég skil ekki hvað fólki gengur til með því að setja áfengisauglýsingar á bloggsíður barna eins og gert er á blogcentral.is," segir Árni Guðmundsson æskulýðs- og tómstundarfulltrúi í Hafnarfirði.

Ellefu hringtorg í Vallarhverfi

Sennilega geta fá hverfi á landinu státað af jafn mörgum hringtorgum og Vallahverfið í Hafnarfirði en í og við hverfið eru ein ellefu hringtorg. Dýrleif Ólafsdóttir sem býr á Blómvöllum segist þurfa að fara um sex hringtorg þegar hún aki börnum sínum á æfingavöllinn sem þó er stutt frá.

Rjúpnaveiði hefst á ný

Rjúpnaveiðar hefjast aftur í haust en Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra tilkynnti ákvörðun sína þess lútandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hversu margar verður heimilt að veiða en reglugerð um veiðarnar lítur dagsins ljós í lok næsta mánaðar eða byrjun september.

Öllum verði tryggð skólavist

Stjórn Heimdallar hefur skorað á fjármála- og menntamálaráðherra að tryggja öllu ungu fólki á Íslandi skólavist. Heimdallur vísar til þess að á hátíðarstundum sé talað um unga fólkið sem framtíðarauð þjóðarinnar og að talað sé um þekkingarþjóðfélag.

Tilboð upp á rúmar 700 milljónir

Viðræður eru hafnar milli Reykjavíkurborgar og Íslenska gámafélagsins um kaup þess síðarnefnda á Vélamiðstöð Reykjavíkur en gámafélagið var hæstbjóðandi í nýafstöðu útboði.

Skorar á Árna að hlekkja sig

Mótmælendur sem halda til við Kárahnjúka hafa vakið athygli á málstað sínum með ýmsum hætti og þótti sitt hverjum þegar nokkrir þeirra hlekkjuðu sig við vinnuvélar. Birgitta Jónsdóttir er ein af talsmönnum mótmælendanna við Kárahnjúka.

Jón forstjóri Landbúnaðarstofnunar

Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa Jón Gíslason í starf forstjóra Landbúnaðarstofnunar til fimm ára, frá og með 1. ágúst næstkomandi. Jón starfaði sem forstöðumaður Hollustuverndar ríkisins í sjö ár. Frá árinu 2000 hefur hann starfað hjá eftirlitsstofnun EFTA í Brussel.

Heimdallur vill alla í skóla

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sendi í gær frá sér ályktun þar sem félagið skoraði á samflokksmenn sína, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Þorgerði Katríni Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að tryggja það að allt ungt fólk á Íslandi fengi skólavist.

Forstjóri Landbúnaðarstofnunar

Guðni Ágústsson hefur skipað Jón Gíslason forstjóra Landbúnaðarstofnunar til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Alls sóttu 23 um starfið. Jón er næringarlífeðlisfræðingur og hefur síðustu ár starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel.

Dýralæknar ósáttir við Selfoss

Allir starfsmenn embættis yfirdýralæknis eru andvígir því að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett á Selfossi. Landbúnaðarstofnun er ný stofnun sem heyrir undir Landbúnaðarráðuneytið og mun taka til starfa í ársbyrjun 2006.

Stjórnmálasamband við Djíbútí

Fastafulltrúar Íslands og Djíbútí hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Robel Olhaye, undirrituðu yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna í New York í gær.

Kennarar í Landakoti ósáttir

"Umbjóðendur mínir segjast hafa fengið loforð um það á fundi 13. júní síðastliðinn að leitað yrði allra leiða til að finna skólastjóra sem allir gætu sætt sig við," segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hóps ósáttra kennara í Landakotsskóla.

Átak í Kópavogi

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í fyrradag tillögu sem kom frá Samfylkingunni um átak til að auka notkun fólks á aldrinum tólf til átján ára á strætó. Á átakið að hefjast í lok ágúst og standa í í það minnsta einn mánuð. Meðal annars á að bjóða fólki á þessum aldri sérstök kjör.

Stanslausar yfirheyrslur í 10 tíma

Örnu Ösp Magnúsardóttur var haldið ósofinni í stanslausum yfirheyrslum í tíu klukkutíma hjá lögreglunni í Ísrael á sunnudaginn, borin þeim sökum að hylma yfir með hryðjuverkamönnum. Hún vill að utanríkisráðuneytið beiti sér í málinu.

Meiri áhætta Íbúðalánasjóðs

<font face="Helv"></font> Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalánasjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðsins.

Atvinnuþátttaka Íslendinga eykst

Konur sækja í sig veðrið á vinnumarkaðnum sem sést af því að litlu fleiri konur eru nú atvinnulausar en karlar, en voru nær tvöfalt fleiri í fyrra. Atvinnuþátttaka Íslendinga er sú langmesta á Vesturlöndum og ef til vill í heiminum. Hún er núna 83,5 prósent eða u.þ.b. einu prósentustigi meiri en á sama tíma í fyrra.

Enginn byggir á öryggissvæðinu

Samgönguráðherra segir ljóst að enginn byggi á öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar. Fyrirhugað byggingasvæði Háskólans í Reykjavík nær inn fyrir öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og upp að flughlaði björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar. Ekkert samráð var haft við flugmálayfirvöld um byggingaráformin.

Fá tæpar 300 krónur á tímann

Verkalýðsfélag Akraness leggur í dag fram kæru á hendur Sputnikbátum vegna starfa fimm Pólverja sem formaður félagsins segir að fái tæpar 300 krónur í laun á tímann. Ágreiningur er um hvort mennirnir stundi hefðbundna launavinnu eða starfi samkvæmt samningi um þjónustuviðskipti.

120 rafiðnarmenn til landsins

Eitt hundrað og tuttugu rafiðnaðarmenn frá Slóveníu og Króatíu eru væntanlegir til landsins til að reisa nýja línu frá Sultartanga inn í Hvalfjörð vegna stækkunar Norðuráls. Þetta eru rafiðnaðarmenn sem sjá um að reisa möstrin og strekkja út línurnar og járniðnaðarmenn sem sjá um samsetningar á möstrunum.

Íslenskir jeppar í friðargæslu

Íslenskir fjallajeppar verða notaðir við friðargæslu í Afganistan. Bandaríkjamenn vilja að íslenskir friðargæsluliðar og kollegar þeirra taki við störfum í Suður-Afganistan þar sem talíbanar eru skæðir og drepi menn, þurfi þess.

Enginn mótmælenda kærður

Enginn þeirra sem mótmæltu við Kárahnjúka í gær verða kærðir vegna málsins. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó að frekari mótmæli af þessu tagi verði ekki liðin.

Ósátt við starfsmatið

Félagar í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu kjarasamning við bæinn með 55 prósentum atkvæða í kosningu þar sem 160 af 766 félagsmönnum greiddu atkvæði.

Sigmundur Ernir í stað Páls

Páll Magnússon segist ósammála grundvallarstefnu fjölmiðlafyrirtækisins 365 og hefur látið af störfum hjá félaginu. Hann ætlar að sækja um stöðu útvarpsstjóra í dag. Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2.

Ógnað í yfirheyrslum

"Ég var óörugg um mína stöðu enda fékk ég aldrei upplýsingar um hvað gerðist næst," segir Arna Ösp Magnúsardóttir, tvítugur Palestínufari. Arna er komin til Lundúna eftir handtöku ísraelskra yfirvalda á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael á mánudag.

Freista þess að komast til Nablus

"Það er óvíst að við komumst til Nablus vegna ástandsins sem hér ríkir," segir Margrét Scheving Thorsteinsson, ein sex íslenskra ungmenna sem stödd eru í Palestínu. Vaxandi spennu hefur gætt í samskiptum Ísraela og Palestínumanna.

Umferðartafir í nótt

Talsverðar umferðartafir urðu á Vesturlandsvegi á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í nótt vegna vinnu við tvöföldun vegarins. Honum var lokað klukkan tvö í nótt en umferð hleypt á í af og til í alla nótt.Vegurinn var opnaður á ný klukkan sjö í morgun.

Vændislisti

Lögreglan í Kópavogi yfirheyrði í gær karlmann á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa selt lista með nöfnum og símanúmerum fimm vændiskvenna. Maðurinn er grunaður um að hafa selt listann í gegnum heimasíðurnar einkamál.is og private.is á sex þúsund krónur.

Fimm handteknir fyrir ýmis afbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók fimm menn í bíl í gær, en þeir eru allir grunaðir um ýmis afbrot að undanförnu. Rannsóknadeild lögreglunnar yfirheyrði mennina fram undir miðnætti  og sleppti tveimur að þeim loknum. Þrír verða yfirheyrðir nánar í dag. Ekki liggur fyrir um hvaða afbrot þeir eru grunaðir, en þeir munu flestir eða allir eiga nokkurn afbrotaferil að baki.

Sjá næstu 50 fréttir