Meiri áhætta Íbúðalánasjóðs 20. júlí 2005 00:01 Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalánasjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðsins. Búist er við að á fundinum verði upplýst um efni samninganna og þá hvort Íbúðalánasjóður eða ríkið beri einhverja ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af samningunum kann að hljótast. "Það er ljóst að allt fé Íbúðalánasjóðs er með ríkisábyrgð. Allir peningar sem hann hefur til ráðstöfunar eru teknir að láni nema eigið fé sjóðsins," segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir að öll lán umfram eigin fé sjóðsins ábyrgist ríkið þar með. "Húsnæðislán sjóðsins voru fjármögnuð með lánum sem sjóðurinn tók með ríkisábyrgð. Þegar fólk greiðir upp lán sín hjá sjóðnum er það að greiða upp fé sem aflað var með slíkri ábyrgð." Pétur bendir á að Íbúðalánasjóður sé nauðbeygður til að ávaxta milljarða uppgreiðslur lána á hærri vöxtum en hann borgar sjálfur fyrir lánin. "Annars tapar sjóðurinn fé og þá getur reynt á ríkisábyrgðina ef eigið fé hrekkur ekki til. Menn gleyma því alltaf að á upplýstum markaði eru lágir vextir og áhættulausir eru jafnir háum vöxtum með meiri áhættu. Sjóðurinn eykur áhættu sína ef hann teygir sig eftir háum vöxtum á þetta uppgreiðslufé." Pétur gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir að víkja frá lögbundnum markmiðum sínum. "Bankarnir lána peninga frá Íbúðalánasjóði gegn veði en setja ekki kvaðir um kaup á húsnæði. Þannig getur fólk keypt til dæmis bíla eða hlutabréf fyrir lánsfé sem ættað er frá Íbúðalánasjóði. Ef þetta er raunin fer sjóðurinn gegn markmiðum laganna. Við verðum að fá botn í þennan vanda." Pétur Blöndal var stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til síðustu áramóta og kveðst ekki hafa fengið að sjá umræddan samning sparisjóðsins við Íbúðalánasjóð þótt hann hefði beðið um það. "Ég bíð átekta og skoða dagsetningar og undirskriftir þegar og ef ég fæ að sjá samningana í dag," segir Pétur Blöndal. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalánasjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðsins. Búist er við að á fundinum verði upplýst um efni samninganna og þá hvort Íbúðalánasjóður eða ríkið beri einhverja ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af samningunum kann að hljótast. "Það er ljóst að allt fé Íbúðalánasjóðs er með ríkisábyrgð. Allir peningar sem hann hefur til ráðstöfunar eru teknir að láni nema eigið fé sjóðsins," segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir að öll lán umfram eigin fé sjóðsins ábyrgist ríkið þar með. "Húsnæðislán sjóðsins voru fjármögnuð með lánum sem sjóðurinn tók með ríkisábyrgð. Þegar fólk greiðir upp lán sín hjá sjóðnum er það að greiða upp fé sem aflað var með slíkri ábyrgð." Pétur bendir á að Íbúðalánasjóður sé nauðbeygður til að ávaxta milljarða uppgreiðslur lána á hærri vöxtum en hann borgar sjálfur fyrir lánin. "Annars tapar sjóðurinn fé og þá getur reynt á ríkisábyrgðina ef eigið fé hrekkur ekki til. Menn gleyma því alltaf að á upplýstum markaði eru lágir vextir og áhættulausir eru jafnir háum vöxtum með meiri áhættu. Sjóðurinn eykur áhættu sína ef hann teygir sig eftir háum vöxtum á þetta uppgreiðslufé." Pétur gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir að víkja frá lögbundnum markmiðum sínum. "Bankarnir lána peninga frá Íbúðalánasjóði gegn veði en setja ekki kvaðir um kaup á húsnæði. Þannig getur fólk keypt til dæmis bíla eða hlutabréf fyrir lánsfé sem ættað er frá Íbúðalánasjóði. Ef þetta er raunin fer sjóðurinn gegn markmiðum laganna. Við verðum að fá botn í þennan vanda." Pétur Blöndal var stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til síðustu áramóta og kveðst ekki hafa fengið að sjá umræddan samning sparisjóðsins við Íbúðalánasjóð þótt hann hefði beðið um það. "Ég bíð átekta og skoða dagsetningar og undirskriftir þegar og ef ég fæ að sjá samningana í dag," segir Pétur Blöndal.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira