Innlent

Umferðartafir í nótt

Talsverðar umferðartafir urðu á Vesturlandsvegi á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í nótt vegna vinnu við tvöföldun vegarins. Honum var lokað klukkan tvö í nótt en umferð hleypt á í af og til í alla nótt.Vegurinn var opnaður á ný klukkan sjö í morgun. Óþolinmóðir vegfarendur gátu farið Hafravatnsleiðina í nótt og var nokkur umferð þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×