Innlent

Vændislisti

Lögreglan í Kópavogi yfirheyrði í gær karlmann á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa selt lista með nöfnum og símanúmerum fimm vændiskvenna. Maðurinn er grunaður um að hafa selt listann í gegnum heimasíðurnar einkamál.is og private.is á sex þúsund krónur. Hann er einnig grunaður um að hafa fengið sextán ára gamla stúlku til að taka við greiðslum frá mönnum sem keyptu vændislistann, til að fela slóð sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×