Íslenskir jeppar í friðargæslu 20. júlí 2005 00:01 Íslenskir fjallajeppar verða notaðir við friðargæslu í Afganistan. Bandaríkjamenn vilja að íslenskir friðargæsluliðar og kollegar þeirra taki við störfum í Suður-Afganistan þar sem talíbanar eru skæðir og drepi menn, þurfi þess. Íslensku friðargæsluliðarnir eiga að ferðast um norður- og vesturhluta Afganistans í bílunum frá september nk. Starf þeirra á að felast í því að kanna aðstæður í þorpum og bæjum og gera tillögur að úrbótum í samstarfi við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök. Þetta eru ósköp venjulegir fjallajeppar, ekki ólíkir þeim sem íslenskar björgunarsveitir nota við störf sín. Einhverjum kynni að þykja það bera vott um barnaskap að telja fjallajeppa nægja við störf í Afganistan þar sem talíbanar láta til sín taka í sífellt meiri mæli og mannfall hefur verið töluvert undanfarið. En íslensku sveitirnar verða að störfum í norðvesturhluta landsins þar sem einnig eru norskar, finnskar, litháískar, lettneskar og danskar sveitir að störfum. Ástandið þar er sagt stöðugt og hættan talin lítil, enda er höfuðvígi talíbana einkum í suðri, nærri landamærunum að Pakistan. Engu að síður þykir rétt að léttbrynverja bílana og segir Arnór Sigurjónsson hjá íslensku friðargæslunni að kevlar-plötur verði settar í hurðir og gólf bílanna. Það er svipað og gert var við bíla sem friðargæsluliðarnir í Kabúl voru á. Bandaríkjamenn þrýsta á að ISAF-sveitirnar, alþjóðlega friðargæsluliðið, taki við starfi bandarískra sveita í suðurhluta Afganistans þar sem hættan er margfalt meiri en annars staðar. NATO hefur ekki tekið vel í það og deilt er hart um hvort að það skref sé skynsamlegt, ekki síst með hliðsjón af því að Bandaríkjamenn vilja að sveitirnar í suðrinu sýni meiri hörku - elti til dæmis upp grunsamlega og hættulega menn og drepi ef þurfa þykir. ISAF-sveitunum er aftur á móti sagt að snúa við og aka greitt í hina áttina, sé eitthvað dularfullt á kreiki. Engar líkur eru á að niðurstaða fáist í viðræður um þessa verkaskiptingu á næstunni og því ólíklegt að íslensku friðargæsluliðarnir lendi í fanginu á talíbönum að öllu óbreyttu. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Íslenskir fjallajeppar verða notaðir við friðargæslu í Afganistan. Bandaríkjamenn vilja að íslenskir friðargæsluliðar og kollegar þeirra taki við störfum í Suður-Afganistan þar sem talíbanar eru skæðir og drepi menn, þurfi þess. Íslensku friðargæsluliðarnir eiga að ferðast um norður- og vesturhluta Afganistans í bílunum frá september nk. Starf þeirra á að felast í því að kanna aðstæður í þorpum og bæjum og gera tillögur að úrbótum í samstarfi við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök. Þetta eru ósköp venjulegir fjallajeppar, ekki ólíkir þeim sem íslenskar björgunarsveitir nota við störf sín. Einhverjum kynni að þykja það bera vott um barnaskap að telja fjallajeppa nægja við störf í Afganistan þar sem talíbanar láta til sín taka í sífellt meiri mæli og mannfall hefur verið töluvert undanfarið. En íslensku sveitirnar verða að störfum í norðvesturhluta landsins þar sem einnig eru norskar, finnskar, litháískar, lettneskar og danskar sveitir að störfum. Ástandið þar er sagt stöðugt og hættan talin lítil, enda er höfuðvígi talíbana einkum í suðri, nærri landamærunum að Pakistan. Engu að síður þykir rétt að léttbrynverja bílana og segir Arnór Sigurjónsson hjá íslensku friðargæslunni að kevlar-plötur verði settar í hurðir og gólf bílanna. Það er svipað og gert var við bíla sem friðargæsluliðarnir í Kabúl voru á. Bandaríkjamenn þrýsta á að ISAF-sveitirnar, alþjóðlega friðargæsluliðið, taki við starfi bandarískra sveita í suðurhluta Afganistans þar sem hættan er margfalt meiri en annars staðar. NATO hefur ekki tekið vel í það og deilt er hart um hvort að það skref sé skynsamlegt, ekki síst með hliðsjón af því að Bandaríkjamenn vilja að sveitirnar í suðrinu sýni meiri hörku - elti til dæmis upp grunsamlega og hættulega menn og drepi ef þurfa þykir. ISAF-sveitunum er aftur á móti sagt að snúa við og aka greitt í hina áttina, sé eitthvað dularfullt á kreiki. Engar líkur eru á að niðurstaða fáist í viðræður um þessa verkaskiptingu á næstunni og því ólíklegt að íslensku friðargæsluliðarnir lendi í fanginu á talíbönum að öllu óbreyttu.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira