Fleiri fréttir Stórveldi með þrjá starfsmenn Ferskir vindar blása um starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga í upphafi nýrrar aldar og félagið fer ótroðnar slóðir í markmiði sínu að bæta búsetuskilyrði og efla byggð í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Beinn atvinnurekstur KEA heyrir sögunni til en fjárhagslegur styrkur gerir rödd félagsins sterka. 17.7.2005 00:01 Verið að fara yfir samninginn Félagsmálaráðherra segir að verið sé að fara yfir lánasamning á milli Íbúðalánsjóðs og bankanna og vel geti verið að þar þurfi að skerpa einhverjar reglur. 17.7.2005 00:01 Sílamávar aflífaðir Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að aflífa um 40 sílamáva í Sandgerði síðdegis í fyrradag. Sílamávarnir höfðu fengið á sig grút sem óþekkt skip losaði í sjóinn úti fyrir Sandgerði. 17.7.2005 00:01 Bjórinn kominn í matvöruverslanir Bjórinn er kominn í matvöruverslanir. Í verslunum Nóatúns er nú hægt að kaupa gasgrill og fylgir bjór í kaupbæti; bjórinn er því ekki seldur heldur er hann gefins. Áfengislögin virðast ekkert segja um gefins bjór. 16.7.2005 00:01 Díselolía í tönkum við Smáralind Ríflega fimm þúsund lítrar af díselolíu eru geymdir í tönkum á bílastæði við Smáralindina. Eigandi olíunnar kveðst vita um fleiri samskonar tilvik. 16.7.2005 00:01 Minningarathöfn um QP-13 Blómsveigar voru lagðir á hafið norður af Horni í morgun til minningar um sjómenn sem fórust með skipalestinni QP-13 í júlí árið 1942. 16.7.2005 00:01 Kínverska parið fékk dóm í dag Grunur leikur á að karlmaður frá Filippseyjum hafi stundað að smygla fólki til Bandaríkjanna með viðkomu hér á landi. Kínverskt par var gripið með manninum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og dæmt til fangelsisvistar í dag. 16.7.2005 00:01 Nokkur erill hjá lögreglunni Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt, aðallega vegna slagsmála og ölvunar. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir slagsmál sinn á hvorum staðnum í miðborginni en voru ekki alvarlega slasaðir. 16.7.2005 00:01 Innbrot og eldur í bíl Tveir menn handteknir við innbrot í Lindina, söluskála Esso, við Leiruveg á Akureyri klukkan sex í morgun. Þeir höfðu unnið þó nokkur skemmdarverk og gistu fangageymslur það sem eftir var nætur en rannsókn á málinu stendur yfir. 16.7.2005 00:01 Grunuð um innbrot á Selfossi Fimm voru handteknir af lögreglunni á Selfossi í gær. Fyrst voru tvær konur og einn maður handtekin við Litlu kaffistofuna vegna gruns um innbrot í raftækjaverslun á Selfossi skömmu áður. Í bílnum fannst þýfi, þar á meðal símar og sjónvarp og er fólkið grunað um þjófnaði í verslunum í bænum og innbrot í bíla. 16.7.2005 00:01 Þrír gistu fangageymslur Ein kona og tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt vegna ölvunar og óláta. Konan var færð á lögreglustöðina eftir að hún hafði veist að annarri konu fyrir utan skemmtistað í bænum. 16.7.2005 00:01 Adrenalíngarður á Nesjavöllum Ofurhugar fá sinn leikvöll í dag þegar „Adrenalíngarðurinn“ verður opnaður. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi en þar eru háloftabraut, klifurveggur, svifbraut og landsins stærsta róla, svo eitthvað sé nefnt. 16.7.2005 00:01 Össur vill opið prófkjör Össur Skarphéðinsson vill að prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verði opið. Þannig segir hann að leið myndi opnast fyrir Dag B. Eggertsson til að vera á listanum. 16.7.2005 00:01 Kyndill fljótandi í Hvalfirði Logandi kyndill flýtur yfir Hvalfjörðinn þessa stundina en fimm sjósundmenn skiptast á að synda með hann yfir fjörðinn. Það er Sundfélag Hafnafjarðar og Garparnir sem skelltu sér í sjóinn á sundfötunum einum saman og er ferðin farin til að minna fólk á að hugsa um vináttu og samkennd. 16.7.2005 00:01 Fundu einstakan bronspening Einstakur bronspeningur frá fimmtándu öld fannst við fornleifauppgröft við Skriðuklaustur í fyrradag. Klausturbyggingin sem verið er að grafa upp varpar nýju ljósi á starfsemi klaustursins og hefur það verið mun stærra en áður var talið. 16.7.2005 00:01 Í skoðun í Sjávarútvegsráðuneytinu "Við höfum verið með þetta í skoðun innan ráðuneytisins en þetta snýst um túlkunaratriði þessa samnings," segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, vegna gagnrýni Eftirlitsstofnunar EFTA á Íslendinga og Norðmenn vegna sölu landanna á frosnum fiski frá fyrirtækjum í Rússlandi 16.7.2005 00:01 Fækkun í ýmsum brotaflokkum Líkamsárásum og fíknefnabrotum í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði fækkaði á síðasta ári miðað við árið á undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu embættisins. Þá fækkaði innbrotum og þjófnuðum sömuleiðis. 16.7.2005 00:01 Mikil eftirspurn eftir vændi Íslensk vændiskona, sem auglýsir þjónustu sína á vefsíðunni einkamal.is, segir eftirspurn eftir þjónustunni mikla. Giftir karlar eru hennar helstu viðskiptavinir og segist hún taka 30 þúsund krónur fyrir skiptið. 16.7.2005 00:01 Nálægt því að vera lögbrot "Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. 16.7.2005 00:01 Össur vill R-lista, sama hvað "Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista," segir Össur Skarphéðinsson. 16.7.2005 00:01 Með þýfi í farteskinu Einn karl og tvær konur á þrítugsaldri voru á föstudagsmorgun handtekin við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni, grunuð um að hafa brotist inn í raftækjaverslun á Selfossi. 16.7.2005 00:01 Hringróður gengur vel Kjartan Hauksson sem er að fara hringinn í kringum landið á árabát fór frá Neskaupsstað aðfaranótt föstudags og kom til Stöðvarfjarðar síðdegis á laugardag. 16.7.2005 00:01 Flugvélin í Fljótavík hífð í þyrlu Cessna einkaflugvélin sem hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum á föstudaginn var hífð með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í varðskipið Óðinn á laugardag. 16.7.2005 00:01 Harry seldist vel á miðnæturopnun Um sex hundruð manns keyptu nýju Harry Potter bókina í Mál og menningu á Laugarvegi aðfaranótt laugardags, segir Óttar Proppe vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum. "Fyrsta prentun bókarinnar fer að verða búin," segir Óttar. 16.7.2005 00:01 Kári í ÍE leysir af á Landspítala Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ætlar að eyða viku af sumarfríi sínu við lækningar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. 16.7.2005 00:01 Vatnsleki í Amarohúsinu Nokkurt vatnstjón varð á skrifstofu- og verslunarrými í eldri hluta Amarohússins á Akureyri um miðja vikuna þegar ofn á þriðju hæð gaf sig. 16.7.2005 00:01 Hitaveita Ólafsfjarðar seld Þrjú veitufyrirtæki hafa sýnt áhuga á að kaupa Hitaveitu Ólafsfjarðar. Bæjaryfirvöld hafa ekki ákveðið hvort veitan verði seld en Stefanía Traustadóttir bæjarstjóri segir ákvörðun þess efnis væntanlega liggja fyrir í næstu viku. 16.7.2005 00:01 Vilja opið prófkjör Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, segir hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar um opið prófkjör Samfylkingarinnar sem fram koma á heimasíðu hans í dag ekki vera nýjar af nálinni. Slíkt hafi verið gert tvisvar áður á síðustu árum og hefur hann verið talsmaður þess að sem flestir komi að prófkjöri. 16.7.2005 00:01 Gekk illa að hífa vélina í Óðin Engin slys urðu á fólki í fjögurra sæta Cessna vél sem hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum seinni partinn í gær. Illa gekk hjá Landhelgisgæslunni í gærkvöldi, þegar reynt var að hífa vélina yfir í varðskipið Óðinn, þar sem spaðar þyrlunnar komu flugvélinni á mikla hreyfingu. 16.7.2005 00:01 Tilkynnt um skothríð við Grindavík Lögreglunni í Keflavík var í gærkvöldi gert viðvart um skothríð í grennd við Grindavík og voru lögreglumenn þegar sendir á vettvang. Þar var hópur ungra manna að skjótast á með sjö litboltabyssum og var lagt hald á þær allar. 15.7.2005 00:01 Heildaraflinn minni í ár Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæplega 26 þúsund tonnum minni í júnímánuði síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Munurinn skýrist að mestu af mun minni loðnuafla núna og kolmunnaaflinn er líka talsvert minni. 15.7.2005 00:01 Töluvert magn fannst við húsleit Töluvert magn af amfetamíni og e-töflum fanst við húsleit fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík í miðbænum síðastliðinn mánudag. Í framhaldinu var erlend kona handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. júlí. Á miðvikudag var síðan annar útlendingur handtekinn í tengslum við málið. 15.7.2005 00:01 Bæta ímynd múslíma Samtök múslíma í Bandaríkjunum hafa hafið einskonar markaðsherferð undir nafninu „Ekki í nafni íslam“. Markmiðið er að bæta ímynd múslíma í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og á Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. 15.7.2005 00:01 Mafían grunuð um stuldinn Íslenskur saltfiskur og skreið blandast nú inn í rannsókn ítölsku lögreglunnar á umfangsmiklum fiskþjófnaði ítölsku Camorra-mafíunnar sem lætur sér ekki lengur nægja að hagnast af vændi, eiturlyfjum og okurlánum. 15.7.2005 00:01 Þrír bílar höfnuðu utan vegar Þrír bílar höfnuðu utan vegar á Vestfjörðum í gær en enginn sem í þeim var slasaðist þó alvarlega. Einn fór út af í Bitrufirði, annar á Dynjandisheiði og sá þriðji valt út af veginum í Dýrafirði og hafnaði ofan í fjöru. 15.7.2005 00:01 Rúta og strætisvagn skullu saman Að minnsta kosti tveir slösuðust, en þó ekki alvarlega eftir því sem best er vitað, þegar rútubíll og strætisvagn skullu saman á gatnamótum Túngötu og Ægisgötu á tólfta tímanum. 15.7.2005 00:01 Enn merki um alþjóðlega starfsemi Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. 15.7.2005 00:01 Ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlits Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ráðið Jónas Fr. Jónsson forstjóra eftirlitsins frá og með 18. júlí. Jónas hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitstofnunar EFTA í Brussel. 15.7.2005 00:01 Dennis spillir Kúbuför barnakórs 22 hafnfirsk börn eru í öngum sínum þar sem fyrirhugað kórferðalag þeirra til Kúbu hefur verið slegið af. Egill Friðleifsson, kórstjóri til 40 ára, var á leið í sína síðustu kórferð. Í sárabætur fer hópurinn í helgarferð til Parísar og mun jafnvel syngja við Sigurbogann. </font /></b /> 15.7.2005 00:01 Vegurinn ófær vegna vatnavaxta Vegagerðin vill vekja athygli á því að vegur F-88 Öskjuleið inn að Herðubreiðarlindum er ófær vegna vatnavaxta fyrir alla bíla nema allra stærstu jeppa. Þeim vegfarendum sem ætla að fara inn að Herðubreiðarlindum er bent á að fara veg F-905 frá Möðrudal og inn á veg F-910. 15.7.2005 00:01 Flutningabíll fór út af í Kömbunum Bílstjóri flutningabíls slasaðist nokkuð þegar bíllinn fór út af veginum í Kömbunum síðdegis. Talið er að bilun hafi valdið óhappinu. Bíllinn fór út af ofarlega í Kömbunum, rann um 150 metra niður mosabala, þaðan hann fór yfir Suðurlandsveginn og að lokum um 100 metra niður hlíð þar sem hann að lokum stöðvaðist. 15.7.2005 00:01 Nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins Jónas Fr. Jónsson mun taka við starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins en staðan var auglýst til umsóknar eftir að fyrrverandi forstjóri, Páll Gunnar Pálsson, tók við starfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 15.7.2005 00:01 Útreikningar FÍB rangir Fjármálaráðuneytið segir það rangt sem fram kemur í máli Stefáns Ásgrímssonar, ritstjóra blaðs Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í Fréttablaðinu í gær að íslenska ríkið taki til sín um áttatíu krónur af hverjum seldum lítra af bensíni. 15.7.2005 00:01 Marktæk aukning á dánartíðni Dánartíðni á landinu fór upp fyrir eðlilegt viðmiðunarbil í febrúar á sama tíma og hinn árlegi inflúensufaraldur var í hámarki. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum, gefnum út af Landlæknisembættinu. 15.7.2005 00:01 Minnisvarði afhjúpaður á Ísafirði Minnisvarði var afhjúpaður á Ísafirði í gær um fólkið sem lét lífið þegar sex skip sukku út af Vestfjörðum í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarðinn er gjöf frá rússneskum stjórnvöldum í tilefni af því að 60 ár eru um þessar mundir liðin frá lokum styrjaldarinnar. 15.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stórveldi með þrjá starfsmenn Ferskir vindar blása um starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga í upphafi nýrrar aldar og félagið fer ótroðnar slóðir í markmiði sínu að bæta búsetuskilyrði og efla byggð í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Beinn atvinnurekstur KEA heyrir sögunni til en fjárhagslegur styrkur gerir rödd félagsins sterka. 17.7.2005 00:01
Verið að fara yfir samninginn Félagsmálaráðherra segir að verið sé að fara yfir lánasamning á milli Íbúðalánsjóðs og bankanna og vel geti verið að þar þurfi að skerpa einhverjar reglur. 17.7.2005 00:01
Sílamávar aflífaðir Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að aflífa um 40 sílamáva í Sandgerði síðdegis í fyrradag. Sílamávarnir höfðu fengið á sig grút sem óþekkt skip losaði í sjóinn úti fyrir Sandgerði. 17.7.2005 00:01
Bjórinn kominn í matvöruverslanir Bjórinn er kominn í matvöruverslanir. Í verslunum Nóatúns er nú hægt að kaupa gasgrill og fylgir bjór í kaupbæti; bjórinn er því ekki seldur heldur er hann gefins. Áfengislögin virðast ekkert segja um gefins bjór. 16.7.2005 00:01
Díselolía í tönkum við Smáralind Ríflega fimm þúsund lítrar af díselolíu eru geymdir í tönkum á bílastæði við Smáralindina. Eigandi olíunnar kveðst vita um fleiri samskonar tilvik. 16.7.2005 00:01
Minningarathöfn um QP-13 Blómsveigar voru lagðir á hafið norður af Horni í morgun til minningar um sjómenn sem fórust með skipalestinni QP-13 í júlí árið 1942. 16.7.2005 00:01
Kínverska parið fékk dóm í dag Grunur leikur á að karlmaður frá Filippseyjum hafi stundað að smygla fólki til Bandaríkjanna með viðkomu hér á landi. Kínverskt par var gripið með manninum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og dæmt til fangelsisvistar í dag. 16.7.2005 00:01
Nokkur erill hjá lögreglunni Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt, aðallega vegna slagsmála og ölvunar. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir slagsmál sinn á hvorum staðnum í miðborginni en voru ekki alvarlega slasaðir. 16.7.2005 00:01
Innbrot og eldur í bíl Tveir menn handteknir við innbrot í Lindina, söluskála Esso, við Leiruveg á Akureyri klukkan sex í morgun. Þeir höfðu unnið þó nokkur skemmdarverk og gistu fangageymslur það sem eftir var nætur en rannsókn á málinu stendur yfir. 16.7.2005 00:01
Grunuð um innbrot á Selfossi Fimm voru handteknir af lögreglunni á Selfossi í gær. Fyrst voru tvær konur og einn maður handtekin við Litlu kaffistofuna vegna gruns um innbrot í raftækjaverslun á Selfossi skömmu áður. Í bílnum fannst þýfi, þar á meðal símar og sjónvarp og er fólkið grunað um þjófnaði í verslunum í bænum og innbrot í bíla. 16.7.2005 00:01
Þrír gistu fangageymslur Ein kona og tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt vegna ölvunar og óláta. Konan var færð á lögreglustöðina eftir að hún hafði veist að annarri konu fyrir utan skemmtistað í bænum. 16.7.2005 00:01
Adrenalíngarður á Nesjavöllum Ofurhugar fá sinn leikvöll í dag þegar „Adrenalíngarðurinn“ verður opnaður. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi en þar eru háloftabraut, klifurveggur, svifbraut og landsins stærsta róla, svo eitthvað sé nefnt. 16.7.2005 00:01
Össur vill opið prófkjör Össur Skarphéðinsson vill að prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verði opið. Þannig segir hann að leið myndi opnast fyrir Dag B. Eggertsson til að vera á listanum. 16.7.2005 00:01
Kyndill fljótandi í Hvalfirði Logandi kyndill flýtur yfir Hvalfjörðinn þessa stundina en fimm sjósundmenn skiptast á að synda með hann yfir fjörðinn. Það er Sundfélag Hafnafjarðar og Garparnir sem skelltu sér í sjóinn á sundfötunum einum saman og er ferðin farin til að minna fólk á að hugsa um vináttu og samkennd. 16.7.2005 00:01
Fundu einstakan bronspening Einstakur bronspeningur frá fimmtándu öld fannst við fornleifauppgröft við Skriðuklaustur í fyrradag. Klausturbyggingin sem verið er að grafa upp varpar nýju ljósi á starfsemi klaustursins og hefur það verið mun stærra en áður var talið. 16.7.2005 00:01
Í skoðun í Sjávarútvegsráðuneytinu "Við höfum verið með þetta í skoðun innan ráðuneytisins en þetta snýst um túlkunaratriði þessa samnings," segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, vegna gagnrýni Eftirlitsstofnunar EFTA á Íslendinga og Norðmenn vegna sölu landanna á frosnum fiski frá fyrirtækjum í Rússlandi 16.7.2005 00:01
Fækkun í ýmsum brotaflokkum Líkamsárásum og fíknefnabrotum í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði fækkaði á síðasta ári miðað við árið á undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu embættisins. Þá fækkaði innbrotum og þjófnuðum sömuleiðis. 16.7.2005 00:01
Mikil eftirspurn eftir vændi Íslensk vændiskona, sem auglýsir þjónustu sína á vefsíðunni einkamal.is, segir eftirspurn eftir þjónustunni mikla. Giftir karlar eru hennar helstu viðskiptavinir og segist hún taka 30 þúsund krónur fyrir skiptið. 16.7.2005 00:01
Nálægt því að vera lögbrot "Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. 16.7.2005 00:01
Össur vill R-lista, sama hvað "Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista," segir Össur Skarphéðinsson. 16.7.2005 00:01
Með þýfi í farteskinu Einn karl og tvær konur á þrítugsaldri voru á föstudagsmorgun handtekin við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni, grunuð um að hafa brotist inn í raftækjaverslun á Selfossi. 16.7.2005 00:01
Hringróður gengur vel Kjartan Hauksson sem er að fara hringinn í kringum landið á árabát fór frá Neskaupsstað aðfaranótt föstudags og kom til Stöðvarfjarðar síðdegis á laugardag. 16.7.2005 00:01
Flugvélin í Fljótavík hífð í þyrlu Cessna einkaflugvélin sem hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum á föstudaginn var hífð með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í varðskipið Óðinn á laugardag. 16.7.2005 00:01
Harry seldist vel á miðnæturopnun Um sex hundruð manns keyptu nýju Harry Potter bókina í Mál og menningu á Laugarvegi aðfaranótt laugardags, segir Óttar Proppe vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum. "Fyrsta prentun bókarinnar fer að verða búin," segir Óttar. 16.7.2005 00:01
Kári í ÍE leysir af á Landspítala Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ætlar að eyða viku af sumarfríi sínu við lækningar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. 16.7.2005 00:01
Vatnsleki í Amarohúsinu Nokkurt vatnstjón varð á skrifstofu- og verslunarrými í eldri hluta Amarohússins á Akureyri um miðja vikuna þegar ofn á þriðju hæð gaf sig. 16.7.2005 00:01
Hitaveita Ólafsfjarðar seld Þrjú veitufyrirtæki hafa sýnt áhuga á að kaupa Hitaveitu Ólafsfjarðar. Bæjaryfirvöld hafa ekki ákveðið hvort veitan verði seld en Stefanía Traustadóttir bæjarstjóri segir ákvörðun þess efnis væntanlega liggja fyrir í næstu viku. 16.7.2005 00:01
Vilja opið prófkjör Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, segir hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar um opið prófkjör Samfylkingarinnar sem fram koma á heimasíðu hans í dag ekki vera nýjar af nálinni. Slíkt hafi verið gert tvisvar áður á síðustu árum og hefur hann verið talsmaður þess að sem flestir komi að prófkjöri. 16.7.2005 00:01
Gekk illa að hífa vélina í Óðin Engin slys urðu á fólki í fjögurra sæta Cessna vél sem hlekktist á í flugtaki í Fljótavík á Hornströndum seinni partinn í gær. Illa gekk hjá Landhelgisgæslunni í gærkvöldi, þegar reynt var að hífa vélina yfir í varðskipið Óðinn, þar sem spaðar þyrlunnar komu flugvélinni á mikla hreyfingu. 16.7.2005 00:01
Tilkynnt um skothríð við Grindavík Lögreglunni í Keflavík var í gærkvöldi gert viðvart um skothríð í grennd við Grindavík og voru lögreglumenn þegar sendir á vettvang. Þar var hópur ungra manna að skjótast á með sjö litboltabyssum og var lagt hald á þær allar. 15.7.2005 00:01
Heildaraflinn minni í ár Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæplega 26 þúsund tonnum minni í júnímánuði síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Munurinn skýrist að mestu af mun minni loðnuafla núna og kolmunnaaflinn er líka talsvert minni. 15.7.2005 00:01
Töluvert magn fannst við húsleit Töluvert magn af amfetamíni og e-töflum fanst við húsleit fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík í miðbænum síðastliðinn mánudag. Í framhaldinu var erlend kona handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. júlí. Á miðvikudag var síðan annar útlendingur handtekinn í tengslum við málið. 15.7.2005 00:01
Bæta ímynd múslíma Samtök múslíma í Bandaríkjunum hafa hafið einskonar markaðsherferð undir nafninu „Ekki í nafni íslam“. Markmiðið er að bæta ímynd múslíma í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og á Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. 15.7.2005 00:01
Mafían grunuð um stuldinn Íslenskur saltfiskur og skreið blandast nú inn í rannsókn ítölsku lögreglunnar á umfangsmiklum fiskþjófnaði ítölsku Camorra-mafíunnar sem lætur sér ekki lengur nægja að hagnast af vændi, eiturlyfjum og okurlánum. 15.7.2005 00:01
Þrír bílar höfnuðu utan vegar Þrír bílar höfnuðu utan vegar á Vestfjörðum í gær en enginn sem í þeim var slasaðist þó alvarlega. Einn fór út af í Bitrufirði, annar á Dynjandisheiði og sá þriðji valt út af veginum í Dýrafirði og hafnaði ofan í fjöru. 15.7.2005 00:01
Rúta og strætisvagn skullu saman Að minnsta kosti tveir slösuðust, en þó ekki alvarlega eftir því sem best er vitað, þegar rútubíll og strætisvagn skullu saman á gatnamótum Túngötu og Ægisgötu á tólfta tímanum. 15.7.2005 00:01
Enn merki um alþjóðlega starfsemi Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. 15.7.2005 00:01
Ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlits Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ráðið Jónas Fr. Jónsson forstjóra eftirlitsins frá og með 18. júlí. Jónas hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitstofnunar EFTA í Brussel. 15.7.2005 00:01
Dennis spillir Kúbuför barnakórs 22 hafnfirsk börn eru í öngum sínum þar sem fyrirhugað kórferðalag þeirra til Kúbu hefur verið slegið af. Egill Friðleifsson, kórstjóri til 40 ára, var á leið í sína síðustu kórferð. Í sárabætur fer hópurinn í helgarferð til Parísar og mun jafnvel syngja við Sigurbogann. </font /></b /> 15.7.2005 00:01
Vegurinn ófær vegna vatnavaxta Vegagerðin vill vekja athygli á því að vegur F-88 Öskjuleið inn að Herðubreiðarlindum er ófær vegna vatnavaxta fyrir alla bíla nema allra stærstu jeppa. Þeim vegfarendum sem ætla að fara inn að Herðubreiðarlindum er bent á að fara veg F-905 frá Möðrudal og inn á veg F-910. 15.7.2005 00:01
Flutningabíll fór út af í Kömbunum Bílstjóri flutningabíls slasaðist nokkuð þegar bíllinn fór út af veginum í Kömbunum síðdegis. Talið er að bilun hafi valdið óhappinu. Bíllinn fór út af ofarlega í Kömbunum, rann um 150 metra niður mosabala, þaðan hann fór yfir Suðurlandsveginn og að lokum um 100 metra niður hlíð þar sem hann að lokum stöðvaðist. 15.7.2005 00:01
Nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins Jónas Fr. Jónsson mun taka við starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins en staðan var auglýst til umsóknar eftir að fyrrverandi forstjóri, Páll Gunnar Pálsson, tók við starfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 15.7.2005 00:01
Útreikningar FÍB rangir Fjármálaráðuneytið segir það rangt sem fram kemur í máli Stefáns Ásgrímssonar, ritstjóra blaðs Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í Fréttablaðinu í gær að íslenska ríkið taki til sín um áttatíu krónur af hverjum seldum lítra af bensíni. 15.7.2005 00:01
Marktæk aukning á dánartíðni Dánartíðni á landinu fór upp fyrir eðlilegt viðmiðunarbil í febrúar á sama tíma og hinn árlegi inflúensufaraldur var í hámarki. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum, gefnum út af Landlæknisembættinu. 15.7.2005 00:01
Minnisvarði afhjúpaður á Ísafirði Minnisvarði var afhjúpaður á Ísafirði í gær um fólkið sem lét lífið þegar sex skip sukku út af Vestfjörðum í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarðinn er gjöf frá rússneskum stjórnvöldum í tilefni af því að 60 ár eru um þessar mundir liðin frá lokum styrjaldarinnar. 15.7.2005 00:01