Fleiri fréttir Harry Potter kominn út Sala á sjöttu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter hófst á miðnætti í nótt. Fyrstu aðdáendurnir voru mættir fyrir utan Mál og menningu á Laugarvegi um klukkan tíu í gærmorgun og fjölgaði eftir því sem leið á daginn. 15.7.2005 00:01 Kínverskt par í fangelsi Kínverskt par var í gær dæmt til 45 daga fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir við vegabréfsskoðun í Leifsstöð en fólkið kom hingað frá Þýskalandi á leið til Bandaríkjanna. 15.7.2005 00:01 Vændishringur á Íslandi Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. 15.7.2005 00:01 Hans Markús hjá ráðherra Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðabæ, fundaði í gær með Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, vegna þeirra stöðu sem uppi hefur verið í sókn hans. 15.7.2005 00:01 Sæll og glaður en þreyttur Fjórtán hundruð kílómetra hjólreiðaferð Eggerts Skúlasonar til styrktar samtökunum Hjartaheill lauk síðdegis í gær þegar Eggert hjólaði síðasta spölinn til Reykjavíkur ásamt öðrum sem slógust í hópinn í Mosfellsbæ. 15.7.2005 00:01 Mótmæltu við hús Leoncie Hópur ungmenna stóð fyrir mótmælum fyrir utan hús söngkonunnar Leoncie og eiginmanns hennar í Sandgerði í gærkvöldi og hrópuðu til söngkonunnar. 15.7.2005 00:01 Vilja aðgerðir vegna Rússafisks Eftirlitsstofnun EFTA hefur farið þess á leit að íslensk og norsk stjórnvöld tryggi að ekki verði fluttur Rússafiskur til landa á evrópska efnahagssvæðinu frá rússneskum fyrirtækjum sem ekki hafa fengið löggildingu Evrópusambandsins. 15.7.2005 00:01 Árni heitir nýjum störfum nyrðra Sjávarútvegsráðherra tekur vel í ósk stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga um fjölgun starfa á Akureyri á vegum ráðuneytisins. Ekki verður af flutningi á meginstarfsemi Fiskistofu til Akureyrar en flutningur á nokkrum verkefnum er í skoðun. 15.7.2005 00:01 Vinnueftirlitið fríar sig ábyrgð Vinnueftirlit ríkisins segist ekki geta staðið yfir tívolíinu við Smáralind alla daga til að framfylgja því að öryggisreglum sé fylgt. Börn eru þar á ábyrgð foreldra sinna. 15.7.2005 00:01 Mannanafnanefnd leyfir og hafnar Mannanafnanefnd hefur leyft nöfnin Þoka, Ljósálfur, Klementína og Betsý, en samkvæmt úrskurði nefndarinnar frá 27. júní má einungis nota nafnið Betsý sem eiginnafn en ekki millinafn. Nöfnunum Annalísa, í einu orði, Maí, Eleonora, Jónorri í einu orði, og Franziska var hafnað. 14.7.2005 00:01 Hrefnukjöt nýtur vaxandi vinsælda "Það er vaxandi eftirspurn og greinilegt að almenningur er ekki feiminn að prófa hrefnuna," segir Jón Björnsson í Nóatúni í Smáralind. Mikill munur er á verðum lamba- og nautakjöts annars vegar og hrefnukjöts hins vegar og er munurinn allt að þrefaldur. 14.7.2005 00:01 Nafnalisti fyrir bæjarráð Nafnalisti þeirra er sóttu um lóðir í nýlegu útboði Kópavogsbæjar vegna Þingahverfis á Vatnsenda var lagður fyrir bæjarráð í gær og mun ráðið nota næstu daga til að yfirfara hann. 14.7.2005 00:01 Líkur á lausn Arons Pálma Vestur íslendingurinn og lögmaðurinn Knut S. Johnson telur að góðar líkur séu orðnar á að Aron pálmi, sem sætt hefur frelsissviftingu í Texas í átt ár, verði brátt látinn laus og að hann fái að fara heim til Íslands. Johnson sagði stuðningshópi Arons Pálma þetta, eftir fund með aðstoðarmanni ríkisstjóra Texas í gær. 14.7.2005 00:01 Sektarupphæðir hlaupa á milljónum Fjögur hundruð og fimmtíu ökumenn hafa verið stöðvaðir og sektaðir fyrir of hraðann akstur í átaki Ríkislögreglustjóra gegn hraðakstri, sem hófst fyrir tveimur vikum. Í fyrstu vikunni voru 247 stöðvaðir en 202 í hinni síðari, hvort sem það er til marks um að heldur sé að draga úr hraðakstri eða ekki. 14.7.2005 00:01 Risabor við Kárahnjúka snúið við Verktakar við aðrennslisgöng Kárahnjúka hafa orðið að stöðva einn risaborinn vegna vatnsaga og jarðfræðilegra erfiðleika og verður bornum snúið við. Gangnagerðin ætti þrátt fyrir það og aðra erfiðleika í göngunum að geta staðist áætlun, ef ekkert fer úrskeiðis úr þessu, að sögn Landsvirkjunar. 14.7.2005 00:01 Banamein var skot í höfuð Krufning leiddi í ljós að Gísli Þorkelsson var skotinn í höfuðið af stuttu færi fyrir um fimm vikum. Fjölmiðlar í Suður Afríku í dag greindu frá því að húseigandinn í Boksburg sem fann lík Gísla Þorkelssonar á sunnudag hafi um páskana farið í útilegu ásamt Gísla og parinu sem myrti hann. 14.7.2005 00:01 Kjalvegur tilbúinn 2007-2008 Stofnfundur að félagi um uppbyggingu Kjalvegar verður haldinn í haust og hefst þá undirbúningur að framkvæmdum. Vonir standa til að vegurinn verði tilbúinn eftir tvö til þrjú ár. 14.7.2005 00:01 Samdráttur í fiskafla Fiskaflinn í júnímánuði var tæpum 30 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 14.7.2005 00:01 KEA stofnar tvö félög KEA stofnar tvö félög utan um starfsemi félaga í eigu KEA, Hilding og Framtakssjóðinn. 14.7.2005 00:01 Nýtt leiðakerfi strætó Sameiginlegu og samræmdu leiðarkerfi almenningsvagna fyrir allt höfuðborgarsvæðið verður komið á laugardaginn 23. júlí. Þessar breytingar voru kynntar á fundi Strætó BS í morgun 14.7.2005 00:01 Fækkun banaslysa á Reykjanesbraut Ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut síðustu fjórtán mánuði. Á jafnmörgum mánuðum þar á undan létust sjö einstaklingar í sjö slysum. Formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut þakkar fækkun slysa tvöfaldri braut. 14.7.2005 00:01 Cessna í vandræðum á Flúðum Eins hreyfils Cessnu flugvél hlekktist á við lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Annar vængendinn rakst í flugbrautina með þeim afleiðingum að hún endaði flugbrautar á brautarenda. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki. 14.7.2005 00:01 Fæðingar í heimahúsum Fæðingar í heimahúsum voru fjörtíu og fimm á síðasta ári, fjórum fæðingum fleiri en árinu áður. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna heimafæðinga á síðasta ári nam rúmlega 57 þúsund krónum að meðaltali á hverja fæðingu eða rúmum tveimur og hálfri milljón króna. 14.7.2005 00:01 Aflasamdráttur Afli íslenskra skipa dróst saman um rúm 25 þúsund tonn í júnímánuði ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Aflaverðmætið dróst einnig saman um 14,7 prósent á sama tímabili. Þegar litið er á botnfiskafla ýmissa tegunda þá dróst þorskaflinn saman um 2.400 tonn ef litið er á júní í ár samanborið við júní 2004. 14.7.2005 00:01 Stela dósum frá börnum Tveir óprúttnir náungar í Sandgerði hafa undanfarið rænt flöskum og dósum úr söfnunargámi íþróttafélagsins Reynis sem stendur fyrir utan félagsheimili þeirra í Sandgerði. Á vef Víkurfrétta kemur fram að sjónarvottar hafi séð tvo menn innan við tvítugt á hvítum bíl taka flöskur og dósir úr gámnum. Daginn eftir sást til mannanna selja dósirnar í Kefalvík. 14.7.2005 00:01 Ístak lægstbjóðandi í Færeyjum "Þarna er um tveggja ára verkefni að ræða ef við hljótum hnossið en það ætti að koma í ljós næstu daga," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístak. 14.7.2005 00:01 Dæmd fyrir fíkniefnabrot Karl og kona á þrítugsaldri voru í héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 18 mánaða og 6 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Karlmaðurinn skal sæta fangelsisvist í þrjá mánuði en fullnustu 15 mánaða verður látin niður falla haldi maðurinn skilorð. Konan var dæmd skilorðsbundið. 14.7.2005 00:01 Sölu hætt á Gerber barnagrautum Sölu og dreifingu á barnagrautum frá bandaríska framleiðandanum Gerber hefur verið hætt hér á landi og skýrir það hvers vegna sú vara fyrirfinnst ekki lengur í hillum verslana. 14.7.2005 00:01 Tveir mánuðir fyrir líkamsárás Maður á tvítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í júní í fyrra sparkað í hurð bifreiðar og rifið ökumanninn út, sparkað í hann og veitt honum þung högg. 14.7.2005 00:01 Atvinnuleysi á Suðurnesjum eykst Atvinnuleysi á Suðurnesjum jókst um 10% á milli mánaða, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á landsbyggðinni samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Alls voru 166 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í júní meðan 182 voru skráðir í þessum mánuði. Þar af voru 54 karlmenn atvinnulausir og 128 konur, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. 14.7.2005 00:01 Skilar sér í hægari akstri Hert umferðareftirlit á þjóðvegum landsins skilar sér í hægari akstri að sögn lögreglu. 14.7.2005 00:01 Hver lítri margskattlagður "Það versta í þessu er að ríkið notar tækifærið til þess að raka til sín enn meiri fjármunum," segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hefur skorað á stjórnvöld að lækka álögur sínar á bifreiðaeldsneyti nú þegar heimsmarkaðsverð er í hámarki. 14.7.2005 00:01 Foreldrar fylgist með SAMAN samstarfshópur um forvarnir vill hvetja foreldra og forráðamenn til að kynna sér afþreyingar- og skemmtiefni sem börnum þeirra er boðið upp á. Í tilkynningu frá hópnum segir að það geti treyst böndin milli kynslóðanna og gefið tækifæri til umræðna um æskilega og óæskilega hegðun og þær reglur sem foreldrar vilja að börnin fylgi. 14.7.2005 00:01 Harry Potter bókar vel gætt Sjötta bókin um galdrastrákinn Harry Potter er komin til landsins og hefst sala á henni í þremur verslunum klukkan eina mínútu yfir tólf í kvöld. Bækurnar eru geymdar í lokuðum kössum og þess er vel gætt að efni þeirra leki ekki út. 14.7.2005 00:01 Þrjú þúsund á sumarhátíð Þrjú þúsund starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur komu saman í Laugardalnum á sumarhátíð skólans sem haldin var í gær. "Það myndaðist ótrúlega góð karnívalstemning í góða veðrinu," segir Höskuldur Darri Ellertsson, upplýsingafulltrúi Vinnuskólans. 14.7.2005 00:01 Engar aðgerðir ræddar Ekki hefur verið rætt um að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðleika sem ferðaþjónusta sem byggir á bílaútgerð sér fram á í kjölfar verðhækkana á dísilolíu að sögn Bergþórs Ólasonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra. 14.7.2005 00:01 Fleiri fæða heima Heimafæðingum hefur fjölgað lítið eitt á síðustu árum. Heimafæðingar á síðasta ári voru 45 talsins og hefur fjölgað um fjórar síðan árið 2003 samkvæmt upplýsingum á vef Tryggingastofnunar ríkisins. 14.7.2005 00:01 Tvö umferðaróhöpp fyrir vestan Bíll fór út af veginum á Dynjandisheiði á fjórða tímanum í dag. Tveir voru í bílnum og eru þeir ómeiddir. Þá valt bíll í Dýrafirði klukkan hálfníu í morgun. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði en meiðsl hans eru talin minniháttar. 14.7.2005 00:01 Meintum dópsala sleppt Ekki var farið fram á frekara gæsluvarðhald yfir manni sem lögregla handtók um mánaðamótin síðustu, en við húsleit hjá honum fundust þrjú kíló af hassi og 400 grömm af amfetamíni, og var hann því látinn laus í gær. 14.7.2005 00:01 Spáð óbreyttri neysluvísitölu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs í ágúst haldist óbreytt frá fyrri mánuði ef ekki koma til enn frekari hækkanir á olíu- og bensínverði. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga 3,45 prósent og verður þá tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmarkmiði Seðlabanka Íslands. 14.7.2005 00:01 Dæmd fyrir stórfelld fíkniefnabrot 32 ára maður var í gær dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri brot. Þá var í sama dómi 26 ára gömul kona dæmd í hálfsársfangelsi. Dómarnir voru upp kveðnir í Héraðsdómi Reykjaness, en þeir eru skilorðsbundnir að hluta. 14.7.2005 00:01 Hlekktist á í lendingu á Flúðum Flugvöllurinn á Flúðum var lokaður fram eftir degi í gær eftir að konu hlekktist þar á í lendingu eins hreyfils Cessna flugvélar í gærmorgun. Vélin endaði utan vallar, en konuna, sem var ein á ferð, sakaði ekki. 14.7.2005 00:01 Reiddist eftir lokun apóteks Frestað var í tvö ár fullnustu tveggja mánaða fangelsisdóms sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær yfir 25 ára gömlum manni sem réðist á starfsmann apóteks. 14.7.2005 00:01 Lést af völdum byssuskots í höfuð Krufning leiddi í gær í ljós að Gísli Þorkelsson, sem myrtur var í Suður-Afríku fyrir rúmum fimm vikum síðan, lést af völdum byssuskots í höfuðið. Lík Gísla fannst 10. júlí falið í tunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sá í fætur þess. 14.7.2005 00:01 Brýtur blað í DNA rannsóknum Richard Kristinsson réttarerfðafræðingur við Denver háskóla í Bandaríkjunum hefur uppgötvað nýja aðferð við rannsókn erfðaefna sem sparar bæði tíma og peninga. Bandarísk stjórnvöld hafa styrkt Richard og leiðbeinanda hans um tæpar 30 milljónir króna. Hann hyggst opna rannsóknarstofu á Íslandi eftir tvö ár. </font /></b /> 14.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Harry Potter kominn út Sala á sjöttu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter hófst á miðnætti í nótt. Fyrstu aðdáendurnir voru mættir fyrir utan Mál og menningu á Laugarvegi um klukkan tíu í gærmorgun og fjölgaði eftir því sem leið á daginn. 15.7.2005 00:01
Kínverskt par í fangelsi Kínverskt par var í gær dæmt til 45 daga fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir við vegabréfsskoðun í Leifsstöð en fólkið kom hingað frá Þýskalandi á leið til Bandaríkjanna. 15.7.2005 00:01
Vændishringur á Íslandi Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. 15.7.2005 00:01
Hans Markús hjá ráðherra Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðabæ, fundaði í gær með Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, vegna þeirra stöðu sem uppi hefur verið í sókn hans. 15.7.2005 00:01
Sæll og glaður en þreyttur Fjórtán hundruð kílómetra hjólreiðaferð Eggerts Skúlasonar til styrktar samtökunum Hjartaheill lauk síðdegis í gær þegar Eggert hjólaði síðasta spölinn til Reykjavíkur ásamt öðrum sem slógust í hópinn í Mosfellsbæ. 15.7.2005 00:01
Mótmæltu við hús Leoncie Hópur ungmenna stóð fyrir mótmælum fyrir utan hús söngkonunnar Leoncie og eiginmanns hennar í Sandgerði í gærkvöldi og hrópuðu til söngkonunnar. 15.7.2005 00:01
Vilja aðgerðir vegna Rússafisks Eftirlitsstofnun EFTA hefur farið þess á leit að íslensk og norsk stjórnvöld tryggi að ekki verði fluttur Rússafiskur til landa á evrópska efnahagssvæðinu frá rússneskum fyrirtækjum sem ekki hafa fengið löggildingu Evrópusambandsins. 15.7.2005 00:01
Árni heitir nýjum störfum nyrðra Sjávarútvegsráðherra tekur vel í ósk stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga um fjölgun starfa á Akureyri á vegum ráðuneytisins. Ekki verður af flutningi á meginstarfsemi Fiskistofu til Akureyrar en flutningur á nokkrum verkefnum er í skoðun. 15.7.2005 00:01
Vinnueftirlitið fríar sig ábyrgð Vinnueftirlit ríkisins segist ekki geta staðið yfir tívolíinu við Smáralind alla daga til að framfylgja því að öryggisreglum sé fylgt. Börn eru þar á ábyrgð foreldra sinna. 15.7.2005 00:01
Mannanafnanefnd leyfir og hafnar Mannanafnanefnd hefur leyft nöfnin Þoka, Ljósálfur, Klementína og Betsý, en samkvæmt úrskurði nefndarinnar frá 27. júní má einungis nota nafnið Betsý sem eiginnafn en ekki millinafn. Nöfnunum Annalísa, í einu orði, Maí, Eleonora, Jónorri í einu orði, og Franziska var hafnað. 14.7.2005 00:01
Hrefnukjöt nýtur vaxandi vinsælda "Það er vaxandi eftirspurn og greinilegt að almenningur er ekki feiminn að prófa hrefnuna," segir Jón Björnsson í Nóatúni í Smáralind. Mikill munur er á verðum lamba- og nautakjöts annars vegar og hrefnukjöts hins vegar og er munurinn allt að þrefaldur. 14.7.2005 00:01
Nafnalisti fyrir bæjarráð Nafnalisti þeirra er sóttu um lóðir í nýlegu útboði Kópavogsbæjar vegna Þingahverfis á Vatnsenda var lagður fyrir bæjarráð í gær og mun ráðið nota næstu daga til að yfirfara hann. 14.7.2005 00:01
Líkur á lausn Arons Pálma Vestur íslendingurinn og lögmaðurinn Knut S. Johnson telur að góðar líkur séu orðnar á að Aron pálmi, sem sætt hefur frelsissviftingu í Texas í átt ár, verði brátt látinn laus og að hann fái að fara heim til Íslands. Johnson sagði stuðningshópi Arons Pálma þetta, eftir fund með aðstoðarmanni ríkisstjóra Texas í gær. 14.7.2005 00:01
Sektarupphæðir hlaupa á milljónum Fjögur hundruð og fimmtíu ökumenn hafa verið stöðvaðir og sektaðir fyrir of hraðann akstur í átaki Ríkislögreglustjóra gegn hraðakstri, sem hófst fyrir tveimur vikum. Í fyrstu vikunni voru 247 stöðvaðir en 202 í hinni síðari, hvort sem það er til marks um að heldur sé að draga úr hraðakstri eða ekki. 14.7.2005 00:01
Risabor við Kárahnjúka snúið við Verktakar við aðrennslisgöng Kárahnjúka hafa orðið að stöðva einn risaborinn vegna vatnsaga og jarðfræðilegra erfiðleika og verður bornum snúið við. Gangnagerðin ætti þrátt fyrir það og aðra erfiðleika í göngunum að geta staðist áætlun, ef ekkert fer úrskeiðis úr þessu, að sögn Landsvirkjunar. 14.7.2005 00:01
Banamein var skot í höfuð Krufning leiddi í ljós að Gísli Þorkelsson var skotinn í höfuðið af stuttu færi fyrir um fimm vikum. Fjölmiðlar í Suður Afríku í dag greindu frá því að húseigandinn í Boksburg sem fann lík Gísla Þorkelssonar á sunnudag hafi um páskana farið í útilegu ásamt Gísla og parinu sem myrti hann. 14.7.2005 00:01
Kjalvegur tilbúinn 2007-2008 Stofnfundur að félagi um uppbyggingu Kjalvegar verður haldinn í haust og hefst þá undirbúningur að framkvæmdum. Vonir standa til að vegurinn verði tilbúinn eftir tvö til þrjú ár. 14.7.2005 00:01
Samdráttur í fiskafla Fiskaflinn í júnímánuði var tæpum 30 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 14.7.2005 00:01
KEA stofnar tvö félög KEA stofnar tvö félög utan um starfsemi félaga í eigu KEA, Hilding og Framtakssjóðinn. 14.7.2005 00:01
Nýtt leiðakerfi strætó Sameiginlegu og samræmdu leiðarkerfi almenningsvagna fyrir allt höfuðborgarsvæðið verður komið á laugardaginn 23. júlí. Þessar breytingar voru kynntar á fundi Strætó BS í morgun 14.7.2005 00:01
Fækkun banaslysa á Reykjanesbraut Ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut síðustu fjórtán mánuði. Á jafnmörgum mánuðum þar á undan létust sjö einstaklingar í sjö slysum. Formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut þakkar fækkun slysa tvöfaldri braut. 14.7.2005 00:01
Cessna í vandræðum á Flúðum Eins hreyfils Cessnu flugvél hlekktist á við lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Annar vængendinn rakst í flugbrautina með þeim afleiðingum að hún endaði flugbrautar á brautarenda. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki. 14.7.2005 00:01
Fæðingar í heimahúsum Fæðingar í heimahúsum voru fjörtíu og fimm á síðasta ári, fjórum fæðingum fleiri en árinu áður. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna heimafæðinga á síðasta ári nam rúmlega 57 þúsund krónum að meðaltali á hverja fæðingu eða rúmum tveimur og hálfri milljón króna. 14.7.2005 00:01
Aflasamdráttur Afli íslenskra skipa dróst saman um rúm 25 þúsund tonn í júnímánuði ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Aflaverðmætið dróst einnig saman um 14,7 prósent á sama tímabili. Þegar litið er á botnfiskafla ýmissa tegunda þá dróst þorskaflinn saman um 2.400 tonn ef litið er á júní í ár samanborið við júní 2004. 14.7.2005 00:01
Stela dósum frá börnum Tveir óprúttnir náungar í Sandgerði hafa undanfarið rænt flöskum og dósum úr söfnunargámi íþróttafélagsins Reynis sem stendur fyrir utan félagsheimili þeirra í Sandgerði. Á vef Víkurfrétta kemur fram að sjónarvottar hafi séð tvo menn innan við tvítugt á hvítum bíl taka flöskur og dósir úr gámnum. Daginn eftir sást til mannanna selja dósirnar í Kefalvík. 14.7.2005 00:01
Ístak lægstbjóðandi í Færeyjum "Þarna er um tveggja ára verkefni að ræða ef við hljótum hnossið en það ætti að koma í ljós næstu daga," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístak. 14.7.2005 00:01
Dæmd fyrir fíkniefnabrot Karl og kona á þrítugsaldri voru í héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 18 mánaða og 6 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Karlmaðurinn skal sæta fangelsisvist í þrjá mánuði en fullnustu 15 mánaða verður látin niður falla haldi maðurinn skilorð. Konan var dæmd skilorðsbundið. 14.7.2005 00:01
Sölu hætt á Gerber barnagrautum Sölu og dreifingu á barnagrautum frá bandaríska framleiðandanum Gerber hefur verið hætt hér á landi og skýrir það hvers vegna sú vara fyrirfinnst ekki lengur í hillum verslana. 14.7.2005 00:01
Tveir mánuðir fyrir líkamsárás Maður á tvítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í júní í fyrra sparkað í hurð bifreiðar og rifið ökumanninn út, sparkað í hann og veitt honum þung högg. 14.7.2005 00:01
Atvinnuleysi á Suðurnesjum eykst Atvinnuleysi á Suðurnesjum jókst um 10% á milli mánaða, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á landsbyggðinni samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Alls voru 166 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í júní meðan 182 voru skráðir í þessum mánuði. Þar af voru 54 karlmenn atvinnulausir og 128 konur, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. 14.7.2005 00:01
Skilar sér í hægari akstri Hert umferðareftirlit á þjóðvegum landsins skilar sér í hægari akstri að sögn lögreglu. 14.7.2005 00:01
Hver lítri margskattlagður "Það versta í þessu er að ríkið notar tækifærið til þess að raka til sín enn meiri fjármunum," segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hefur skorað á stjórnvöld að lækka álögur sínar á bifreiðaeldsneyti nú þegar heimsmarkaðsverð er í hámarki. 14.7.2005 00:01
Foreldrar fylgist með SAMAN samstarfshópur um forvarnir vill hvetja foreldra og forráðamenn til að kynna sér afþreyingar- og skemmtiefni sem börnum þeirra er boðið upp á. Í tilkynningu frá hópnum segir að það geti treyst böndin milli kynslóðanna og gefið tækifæri til umræðna um æskilega og óæskilega hegðun og þær reglur sem foreldrar vilja að börnin fylgi. 14.7.2005 00:01
Harry Potter bókar vel gætt Sjötta bókin um galdrastrákinn Harry Potter er komin til landsins og hefst sala á henni í þremur verslunum klukkan eina mínútu yfir tólf í kvöld. Bækurnar eru geymdar í lokuðum kössum og þess er vel gætt að efni þeirra leki ekki út. 14.7.2005 00:01
Þrjú þúsund á sumarhátíð Þrjú þúsund starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur komu saman í Laugardalnum á sumarhátíð skólans sem haldin var í gær. "Það myndaðist ótrúlega góð karnívalstemning í góða veðrinu," segir Höskuldur Darri Ellertsson, upplýsingafulltrúi Vinnuskólans. 14.7.2005 00:01
Engar aðgerðir ræddar Ekki hefur verið rætt um að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðleika sem ferðaþjónusta sem byggir á bílaútgerð sér fram á í kjölfar verðhækkana á dísilolíu að sögn Bergþórs Ólasonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra. 14.7.2005 00:01
Fleiri fæða heima Heimafæðingum hefur fjölgað lítið eitt á síðustu árum. Heimafæðingar á síðasta ári voru 45 talsins og hefur fjölgað um fjórar síðan árið 2003 samkvæmt upplýsingum á vef Tryggingastofnunar ríkisins. 14.7.2005 00:01
Tvö umferðaróhöpp fyrir vestan Bíll fór út af veginum á Dynjandisheiði á fjórða tímanum í dag. Tveir voru í bílnum og eru þeir ómeiddir. Þá valt bíll í Dýrafirði klukkan hálfníu í morgun. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði en meiðsl hans eru talin minniháttar. 14.7.2005 00:01
Meintum dópsala sleppt Ekki var farið fram á frekara gæsluvarðhald yfir manni sem lögregla handtók um mánaðamótin síðustu, en við húsleit hjá honum fundust þrjú kíló af hassi og 400 grömm af amfetamíni, og var hann því látinn laus í gær. 14.7.2005 00:01
Spáð óbreyttri neysluvísitölu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs í ágúst haldist óbreytt frá fyrri mánuði ef ekki koma til enn frekari hækkanir á olíu- og bensínverði. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga 3,45 prósent og verður þá tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmarkmiði Seðlabanka Íslands. 14.7.2005 00:01
Dæmd fyrir stórfelld fíkniefnabrot 32 ára maður var í gær dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri brot. Þá var í sama dómi 26 ára gömul kona dæmd í hálfsársfangelsi. Dómarnir voru upp kveðnir í Héraðsdómi Reykjaness, en þeir eru skilorðsbundnir að hluta. 14.7.2005 00:01
Hlekktist á í lendingu á Flúðum Flugvöllurinn á Flúðum var lokaður fram eftir degi í gær eftir að konu hlekktist þar á í lendingu eins hreyfils Cessna flugvélar í gærmorgun. Vélin endaði utan vallar, en konuna, sem var ein á ferð, sakaði ekki. 14.7.2005 00:01
Reiddist eftir lokun apóteks Frestað var í tvö ár fullnustu tveggja mánaða fangelsisdóms sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær yfir 25 ára gömlum manni sem réðist á starfsmann apóteks. 14.7.2005 00:01
Lést af völdum byssuskots í höfuð Krufning leiddi í gær í ljós að Gísli Þorkelsson, sem myrtur var í Suður-Afríku fyrir rúmum fimm vikum síðan, lést af völdum byssuskots í höfuðið. Lík Gísla fannst 10. júlí falið í tunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sá í fætur þess. 14.7.2005 00:01
Brýtur blað í DNA rannsóknum Richard Kristinsson réttarerfðafræðingur við Denver háskóla í Bandaríkjunum hefur uppgötvað nýja aðferð við rannsókn erfðaefna sem sparar bæði tíma og peninga. Bandarísk stjórnvöld hafa styrkt Richard og leiðbeinanda hans um tæpar 30 milljónir króna. Hann hyggst opna rannsóknarstofu á Íslandi eftir tvö ár. </font /></b /> 14.7.2005 00:01