Stórveldi með þrjá starfsmenn 17. júlí 2005 00:01 Sumarið 1886 kom hópur manna saman á Grund í Eyjafirði í því augnamiði að stofna Pöntunarfélag Eyjafjarðar og hálfu ári síðar var nafni félagsins breytt í Kaupfélag Eyfirðinga. Lungann úr síðustu öld var KEA stórveldi í íslensku viðskiptalífi og hentu ýmsir að því gaman að KEA ætti allt á Akureyri, nema Akureyrarkirkju. Vissulega átti KEA ekki kirkjuna en lagði þó drjúgan skerf til byggingar hennar. Starfsemi kaupfélaga, hringinn í kringum landið, þandist út þegar líða tók á síðustu öld og var KEA eitt helsta flaggskip Sambands íslenskra samvinnufélaga Félagið kom ekki einungis að verslun með varning af öllum toga heldur var Kaupfélag Eyfirðinga umsvifamikið í iðnaði, úrvinnslu landbúnaðarafurða, útgerð og fiskvinnslu. Verulega tók að halla undan fæti hjá kaupfélögunum á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Kaupfélögunum tókst ekki að laga sig að nýrri hugsun í verslunarrekstri, og viðskiptum almennt, og mörg þeirra fóru í þrot. Árið 1998 voru rekstrartekjur Kaupfélags Eyfirðinga 10,6 milljarðar króna. Afskriftir ársins námu 725 milljónum króna og fjármagnsliðir voru neikvæðir um 660 milljónir. Tapið árið 1998 var 788 milljónir króna og heildar skuldir félagsins í árslok voru sléttir 10 milljarðar króna. Kaupfélag Eyfirðinga var ekki komið að fótum fram en ágjöf undanfarinna ára setti mark sitt á fjárhagslega burði félagsins og í árslok 1998 var eigið fé KEA 2,1 milljarður króna. Undir lok síðustu aldar var stjórnendum Kaupfélags Eyfirðinga ljóst að umbylta þyrfti rekstri félagsins ef ekki ætti illa að fara. Þeim aðgerðum lauk 1. janúar 2002. Þá urðu vatnaskil í starfsemi KEA með stofnun fjárfestingafélagsins Kaldbaks. Eignarhlutur KEA í Kaldbaki var 71,6 prósent en félagið tók við öllum eignum, skuldum og skuldbyndingum KEA. Kaldbakur óx og dafnaði og í september 2004 seldi KEA allan eignarhlut sinn til Kaldbaks sjálfs. Í kjölfarið eignaðist Burðarás 77 prósenta hlut í félaginu og var Kaldbakur leystur upp. KEA fékk samtals rúma 3,7 milljarða króna fyrir hlut sinn í Kaldbaki. Þar af var tæpur 2,1 milljarður króna greiddur með hlutafé í Samherja en 1.653 milljónir króna í reiðufé fóru á bankareikninga Kaupfélags Eyfirðinga. Vegna sölunar á hlut KEA í Kaldbaki var methagnaður af starfsemi félagsins í fyrra eða tæpir tveir milljarðar króna og eigið fé í árslok var rúmir fjórir milljarðar. KEA í dag Sem fyrr er Kaupfélag Eyfirðinga áberandi í norðlensku viðskiptalífi en starfsmenn á launaskrá eru ekki lengur á annað þúsund, eins og þegar mest var, heldur eru þeir þrír: Framkvæmdastjóri, fjárfestingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Verslunarrekstur og annar beinn atvinnurekstur heyrir sögunni til en félagið á hlut í mörgum fyrirtækjum. Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA útdeilir tugum milljóna árlega til margvíslegra málefna í formi styrkja. Markmið Kaupfélags Eyfirðinga í upphafi nýrrar aldar er að styrkja atvinnulífið, bæta samgöngur og hlúa að mennta-, menningar- og íþróttamálum á starfssvæði KEA sem er Eyjafjörður og Þingeyjarsýslurnar. Félagið er því einskonar blanda af staðbundinni byggðastofnun og átthagabundnu framfarafélagi. Munurinn á KEA og öðrum svæðisbundnum velferðarfélögum á Íslandi er að í krafti mikils fjárstyrks er KEA kleift að hrinda mörgum stórum málum í framkvæmd á sama tíma. Á undanförnum mánuðum hefur KEA verið áberandi í umræðunni um samgöngubætur í einkaframkvæmd. Flugvallarframkvæmdir, vegagerð og jarðgöng hafa verið á borði stjórnar KEA undanfarin misseri og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, að svo verði áfram. KEA hefur einnig brotið blað hvað varðar aðkomu félags í almenningseigu að flutningi opinberra stofnana og verkefna frá höfuðborgarsvæðinu út á land. KEA er tilbúið að leggja fram hundruð milljóna króna til að fjölga störfum á starfssvæði félagsins. Í því sambandi hefur KEA átt í viðræðum við tvö ráðuneyti; viðskipta- og iðnaðarráðuneytið annars vegar og sjávarútvegsráðuneytið hins vegar. Nýlega keypti KEA stóra húseign á Akureyri sem félagið hyggst bjóða opinberum stofnunum og einkaaðilum afnot af en kaupverð húseignarinnar var rúmar 100 milljónir króna. Þá hefur KEA einnig lýst yfir áhuga á að kaupa Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og flytja starfsemina norður en velta ÍSOR er um hálfur milljarður króna. "Við horfum til allra átta í stöðugri leit að verkefnum sem eflt geta norðlenskt samfélag. Markmið okkar er að fjölga störfum, styrkja atvinnulífið, hækka þekkingarstig vinnuaflsins og vinna almennt að auknum lífsgæðum og fjölgun tækifæra fyrir þá íbúa sem kjósa sér búsetu á starfssvæði KEA," segir Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Sumarið 1886 kom hópur manna saman á Grund í Eyjafirði í því augnamiði að stofna Pöntunarfélag Eyjafjarðar og hálfu ári síðar var nafni félagsins breytt í Kaupfélag Eyfirðinga. Lungann úr síðustu öld var KEA stórveldi í íslensku viðskiptalífi og hentu ýmsir að því gaman að KEA ætti allt á Akureyri, nema Akureyrarkirkju. Vissulega átti KEA ekki kirkjuna en lagði þó drjúgan skerf til byggingar hennar. Starfsemi kaupfélaga, hringinn í kringum landið, þandist út þegar líða tók á síðustu öld og var KEA eitt helsta flaggskip Sambands íslenskra samvinnufélaga Félagið kom ekki einungis að verslun með varning af öllum toga heldur var Kaupfélag Eyfirðinga umsvifamikið í iðnaði, úrvinnslu landbúnaðarafurða, útgerð og fiskvinnslu. Verulega tók að halla undan fæti hjá kaupfélögunum á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Kaupfélögunum tókst ekki að laga sig að nýrri hugsun í verslunarrekstri, og viðskiptum almennt, og mörg þeirra fóru í þrot. Árið 1998 voru rekstrartekjur Kaupfélags Eyfirðinga 10,6 milljarðar króna. Afskriftir ársins námu 725 milljónum króna og fjármagnsliðir voru neikvæðir um 660 milljónir. Tapið árið 1998 var 788 milljónir króna og heildar skuldir félagsins í árslok voru sléttir 10 milljarðar króna. Kaupfélag Eyfirðinga var ekki komið að fótum fram en ágjöf undanfarinna ára setti mark sitt á fjárhagslega burði félagsins og í árslok 1998 var eigið fé KEA 2,1 milljarður króna. Undir lok síðustu aldar var stjórnendum Kaupfélags Eyfirðinga ljóst að umbylta þyrfti rekstri félagsins ef ekki ætti illa að fara. Þeim aðgerðum lauk 1. janúar 2002. Þá urðu vatnaskil í starfsemi KEA með stofnun fjárfestingafélagsins Kaldbaks. Eignarhlutur KEA í Kaldbaki var 71,6 prósent en félagið tók við öllum eignum, skuldum og skuldbyndingum KEA. Kaldbakur óx og dafnaði og í september 2004 seldi KEA allan eignarhlut sinn til Kaldbaks sjálfs. Í kjölfarið eignaðist Burðarás 77 prósenta hlut í félaginu og var Kaldbakur leystur upp. KEA fékk samtals rúma 3,7 milljarða króna fyrir hlut sinn í Kaldbaki. Þar af var tæpur 2,1 milljarður króna greiddur með hlutafé í Samherja en 1.653 milljónir króna í reiðufé fóru á bankareikninga Kaupfélags Eyfirðinga. Vegna sölunar á hlut KEA í Kaldbaki var methagnaður af starfsemi félagsins í fyrra eða tæpir tveir milljarðar króna og eigið fé í árslok var rúmir fjórir milljarðar. KEA í dag Sem fyrr er Kaupfélag Eyfirðinga áberandi í norðlensku viðskiptalífi en starfsmenn á launaskrá eru ekki lengur á annað þúsund, eins og þegar mest var, heldur eru þeir þrír: Framkvæmdastjóri, fjárfestingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Verslunarrekstur og annar beinn atvinnurekstur heyrir sögunni til en félagið á hlut í mörgum fyrirtækjum. Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA útdeilir tugum milljóna árlega til margvíslegra málefna í formi styrkja. Markmið Kaupfélags Eyfirðinga í upphafi nýrrar aldar er að styrkja atvinnulífið, bæta samgöngur og hlúa að mennta-, menningar- og íþróttamálum á starfssvæði KEA sem er Eyjafjörður og Þingeyjarsýslurnar. Félagið er því einskonar blanda af staðbundinni byggðastofnun og átthagabundnu framfarafélagi. Munurinn á KEA og öðrum svæðisbundnum velferðarfélögum á Íslandi er að í krafti mikils fjárstyrks er KEA kleift að hrinda mörgum stórum málum í framkvæmd á sama tíma. Á undanförnum mánuðum hefur KEA verið áberandi í umræðunni um samgöngubætur í einkaframkvæmd. Flugvallarframkvæmdir, vegagerð og jarðgöng hafa verið á borði stjórnar KEA undanfarin misseri og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, að svo verði áfram. KEA hefur einnig brotið blað hvað varðar aðkomu félags í almenningseigu að flutningi opinberra stofnana og verkefna frá höfuðborgarsvæðinu út á land. KEA er tilbúið að leggja fram hundruð milljóna króna til að fjölga störfum á starfssvæði félagsins. Í því sambandi hefur KEA átt í viðræðum við tvö ráðuneyti; viðskipta- og iðnaðarráðuneytið annars vegar og sjávarútvegsráðuneytið hins vegar. Nýlega keypti KEA stóra húseign á Akureyri sem félagið hyggst bjóða opinberum stofnunum og einkaaðilum afnot af en kaupverð húseignarinnar var rúmar 100 milljónir króna. Þá hefur KEA einnig lýst yfir áhuga á að kaupa Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og flytja starfsemina norður en velta ÍSOR er um hálfur milljarður króna. "Við horfum til allra átta í stöðugri leit að verkefnum sem eflt geta norðlenskt samfélag. Markmið okkar er að fjölga störfum, styrkja atvinnulífið, hækka þekkingarstig vinnuaflsins og vinna almennt að auknum lífsgæðum og fjölgun tækifæra fyrir þá íbúa sem kjósa sér búsetu á starfssvæði KEA," segir Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira