Fleiri fréttir

Rafmagnslaust í Vesturbænum

Rafmagn fór af Grandahverfi í Vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Grafa skemmdi háspennustreng á Hólmaslóð og fór rafmagnið af um hálf tíu leytið.

BÍ lýsir yfir vonbrigðum

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir vonbrigðum og áhyggjum yfir því að leggja eigi norræna blaðamannaskólann í Árósum niður. Stjórnin telur ákvörðunina vanhugsaða, enda liggi ekkert fyrir um hvernig starfseminni verði haldið áfram þegar skólinn líði undir lok.

Björgunarskip sækir sjómann

Maður slasaðist á andliti um borð á bátnum Smáey frá Vestmannaeyjum aðfaranótt mánudags og var fluttur með Ingibjörgu björgunarskipi Landsbjargar til Hafnar í Hornafirði. </font />

Flug til New York í allan vetur

Icelandair mun fljúga til New York í áætlunarflugi í allan vetur en undanfarin tvö ár hefur félagið gert hlé á flugi sínu í nokkrar vikur yfir háveturinn. Icelandair mun hins vegar ekki bjóða upp á flug til og frá Minneapolis í um tvo mánuði í vetur, á tímabilinu frá 9. janúar til 13. mars 2006.

Regnbogabörn fordæma fjölmiðla

Samtökin Regnbogabörn fordæma þá fjölmiðla sem hafa það að markmiði sínu að meiða æru þjóðþekktra einstaklinga í landinu og telja að það komi engum að gagni og allir tapi. Yfirlýsingin kemur í kjölfar viðtals við Bubba Morthens í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Tímamót í Skagafirði

Fjölmiðlafundur verður haldinn á morgun vegna undirritunar samkomulags um uppbyggingu menningarhúsa í Skagafirði. Í tilkynningu segir að þetta séu merk tímamót í menningarlífi Skagfirðinga og muni styrkja það kraftmikla menningarstarf sem fram fer í Miðgarði og víðar í Skagafirði.

Fólk vill nóg pláss

Samhliða háu fasteignaverði í Reykjavík hefur orðið miki hækkun á jörðum í kring um borgina. Magnús Leópoldsson, fasteignasali telur jafnvel jarðaverð hafi hækkað meira en almennt fasteignaverð, en erfitt sé að draga heildstæðar ályktanir af verði á jörðum því þar spili margt inn í og þurfi að meta hvert tilfelli fyrir sig.

Frjókornaofnæmi blossar upp

Frjókornaofnæmi blossar nú upp í kjölfar hlýinda og vætu undanfarinna daga, að sögn Dóru Lúðvíksdóttur sérfræðings í lungna- og ofnæmissjúkdómum.

Málssókn undirbúin af krafti

Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa málssókn nokkurra manna, sem eiga og reka fasteigasölur, á hendur ríkinu, að sögn Halldórs Backmans héraðsdómslögmanns.

Varúð gegn spánarsnigli

Full ástæða er til að óttast að spánarsnigillinn illræmdi hafi þegar numið land hér. Hann er mjög stór, étur allt sem fyrir verður og skilur eftir sviðna jörð. Tveir sniglar hafa fundist hér, annar í Vesturbænum en hinn í Ártúnsholti.

Laxness-málið kært til hæstaréttar

Lögmaður Auðar Laxness hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Um er að ræða mál sem Auður höfðaði á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor þar sem hann var sakaður um að hafa ekki notað tilvísanir með réttum hætti í bókum sínum um Halldór Laxness, auk þess sem hann hefði notað verk Halldórs sjálfs of frjálslega.

Tilboð RÚV og 365 samþykkt

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gengið að tilboðum Ríkisútvarpsins og 365 ljósvakamiðla í UHF-tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu. Tíu rásir voru boðnar út til útsendinga samkvæmt DVB-T staðli og rann tilboðsfrestur út 31. maí. Einungis þessi tvö fyrirtæki lögðu fram tilboð.

Byrjað að rífa Valsheimilið

Byrjað er að rífa niður gamla íþróttahús knattspyrnufélagsins Vals við Hlíðarenda. Húsið var upphaflega byggt sem sýningarskemma en síðar breytt í íþróttahús. Iðkendum Vals hefur fjölgað mjög í gegnum árin og byggingin löngu búin að sprengja utan af sér.

Samtal eða viðtal?

Ásgerður Guðmundsdóttir, sem DV og tímaritið Hér og nú, kalla sviknu eiginkonuna í umfjöllun um skilnaðarmál Bubba Morthens, segist aldrei hafa veitt blöðunum viðtal. Þvert á móti segist hún hafa beðist undan umfjöllun um sig til að vernda börnin sín.

Síminn skylt að greiða leigu

Landssíma Íslands var í gær gert að greiða fyrirtækinu Gullveri frá Stykkishólmi rúma eina milljón króna ásamt dráttarvöxtum sem leigu vegna fjarskiptamasturs fyrirtækisins á lóð Gullvers.

4.000 nýir bílar í júní

Innflutningur og sala á nýjum bílum og öðrum vélknúnum ökutækjum það sem af er þessu ári eru talin vera allt að 66 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Hafa bílaumboðin vart við að afgreiða nýja bíla og eru dæmi um að stöku tegundir seljist allt að 90 prósent betur nú en fyrir ári.

Vill mislæg gatnamót á Miklubraut

Forvarnarfulltrúi Sjóvár segir beygjuljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar ekki hafa skilað því sem vonast var til. Hann hefur ekki trú á að þær framkvæmdir sem nú eru hafnar bæti öryggið mikið og vill mislæg gatnamót.

Ekkert óeðlilegt við umfjöllunina

Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu <em>Hér og nú</em> ætti ekki að líðast hér á landi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba Morthens og fjölskyldu hans.

Ísland opnasta land í Evrópu

Rauði krossinn gerir ekki miklar athugasemdir við hvernig flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er framfylgt hér á landi og segir Ísland eitt opnasta land Evrópu.

Slæleg vinnubrögð þýskra tollvarða

Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt.

Hrun Framsóknar í norðurkjördæmum

Framsóknarflokkurinn tapar rúmlega tuttugu prósentustiga fylgi í norðausturkjördæmi samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Flokkurinn mælist nú með 12,3 prósenta fylgi en í síðustu alþingiskosningum hlaut hann 32,8 prósent. Hefur hann því tapað 20,5 prósenta fylgi í kjördæminu frá því í kosningunum ef marka má könnun Gallup.

Með stærstu mannvirkjum landsins

Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins.

Gunnar vill óperuna í Kópavoginn

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, vill reisa óperuhús fyrir íslensku óperuna á ónotaðri lóð sunnan við Gerðarsafn í miðbæ Kópavogs. Þegar hafa verið unnar frumteikningar að óperuhúsi sem Gunnar telur að gæti kostað 1,5 til tvo milljarða króna.

Slógust við lögreglumenn

Hópur manna á Eyrarbakka lenti í slagsmálum við þrjá lögreglumenn frá Selfossi í nótt. Lögreglumenn sáu hvar maður sparkaði í höfuð annars manns og hugðust þá handtaka hann. Félagar árásarmannsins réðust þá að lögreglumönnunum og út brutust mikil átök þar sem lögreglan hafði betur.

Rólegt hjá lögreglunni í Reykjavík

Svo virðist sem rigningin í nótt hafi orðið þess valdandi að rólegt var að gera hjá lögreglunni í Reykjavík. Að sögn varðstjóra var fremur lítið um útköll. Í Hafnarfirði kom upp eitt fíkniefnamál við hefðbundið eftirlit þar sem einn aðili var tekinn með lítilræði af amfetamíni.

Meintur nauðgari enn ófundinn

Lögreglan í Reykjavík hefur ekki enn haft uppi á manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í fyrrinótt. Konan kom á lögreglustöð í gær og kærði manninn fyrir nauðgun. Atburðurinn á að hafa gerst í heimahúsi nálægt miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt.

Pissaræningi handtekinn

Maðurinn sem rændi pissasendil í fyrrinótt var handtekinn í gærkvöldi og hefur hann játað verknaðinn. Maðurinn rændi pissasendilinn í stigagangi í Hvassaleiti í fyrrinótt. Hafði ræninginn 3200 krónur upp úr krafsinu, auk farsíma sendilsins.

Tveir kærðir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Keflavík kærði tvo ökumenn í nótt fyrir hraðakstur. Annar þeirra var mældur á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Þá var ökumaður stöðvaður á 95 kílómetra hraða innanbæjar í Keflavík þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar.

Íslendingar gáfu 230 milljónir

Íslendingar gáfu yfir 230 milljón króna til styrktar fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf en endanlegar tölur liggja nú fyrir. Alls safnaðist 121 milljón króna í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri, sem haldin var um miðjan janúar, en áður en sú söfnun fór af stað höfðu safnast 110 milljónir króna.

Ekki áfall segir bæjarstjóri

Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Bæjarstjóri segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina.

Skorað á ráðherra og fjárlaganefnd

Áskorun til fjárlaganefndar Alþingis og menntamálaráðherra var undirrituð á málþingi um framtíð Héraðsskólahússins á Laugarvatni í gær. Þar er skorað á ráðherra og nefndina að beita sér fyrir að á fjárlögum verði eyrnamerktir fjármunir til endurbóta á húsnæði Héraðsskólans.

100 ár frá því að fyrsta loftskeytið barst hingað til lands

Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði).

Mannsins enn leitað

Lögreglan í Reykjavík hefur ekki enn haft uppi á manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í fyrrinótt. Konan kom á lögreglustöð í gær og kærði manninn fyrir nauðgun. Karlmaðurinn og konan þekktust og er því vitað hver maðurinn er.

Blað brotið í skipulagsumræðu

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir marka tímamót að bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi skuli hafa verið reiðubúin að leggja tvo skulbindandi kosti í skipulagsmálum í hendur bæjarbúa. Hann er sáttur við kjörsóknina um helgina.

Lágvöruverslanir berjast enn

Vera má að sjái fyrir endann á undirboðum á matvörumarkaði, svo sem mjólk á gjafaverði. Forsvarsmenn Bónuss og Krónunnar segja verðstríð þó alls ekki að baki. Hagfræðingur Landsbankans segir gylliboðin hafa vegið þungt í verðbólguvísitölu.

Fimm héðan til Palestínu

Hjá Félaginu Íslandi-Palestínu er enn tekið við umsóknum um vist í alþjóðlegum æskulýðsbúðum í Nablus 20. júlí til 5. ágúst. Þegar hafa fimm verið skráðir héðan.

Bubbi höfðar skaðabótamál

Bubbi Morthens segist ekki samþykkja að hægt sé að beita sig og fjölskyldu sína ofbeldi í skjóli ritfrelsis. Hann ætlar að draga þá sem bera ábyrgð á forsíðufréttum <em>Hér og nú</em> fyrir dómstóla og spyr hvar þjóðin vilja draga mörkin í umfjöllun um persónulega hagi fólks.

Samúð um allan heim

Samúðin með fórnarlömbum hamfaranna greip um sig um allan heim og fólk sameinaðist í að styðja við þá sem stóðu eftir án heimils, lifibrauðs og ástvina. Framlög almennings á Íslandi námu 231 milljón króna.

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig

Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig fylgi í suðvesturkjördæmi samkvæmt könnun Gallup frá því byrjun mánaðarins. Hann hefur samkvæmt könnuninni 44 prósenta fylgi í kjördæminu en hlaut 38,5 prósent fylgi í kosningunum 2003.

Söfnun vegna hamfaranna

Liðlega hundruð tuttugu milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri sem haldin var til styrktar fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf en söfnunin hefur staðið yfir síðastliðið hálft ár.

Fjármálaeftirlitið blekkt

:"Það var verið að blekkja Fjármálaeftirlitið og þá aðila sem áttu bankann með Eglu," segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, um kaup þýska bankans Hauck og Aufhäuser á hlut í Búnaðarbankanum en þýski bankinn var hluti af S-hópnum svokallaða í gegnum fyrirtækið Eglu hf.

Össur á Evrópuráðsþinginu

Atlantshafsbandalagið hefur átt í viðræðum við bæði Ísraelsmenn og Palestínumenn um þá málaleitan Palestínumanna að bandalagið komi að sáttaumleitan fyrir botni Miðjarðarhafs.

Misnota flóttamannasamning Sþ

Langflestir hælisleitenda sem koma hingað til lands eru að misnota flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Oft getur reynst erfitt að finna réttar upplýsingar um viðkomandi þar sem í mörgum tilfellum er gefið upp rangt nafn við komuna til landsins.

Eyjagos: Fyrsta húsið komið í ljós

Fyrsta húsið í Brekkunni í austurbæ Vestmannaeyja sem fór undir gjósku í gosinu 1973 kom í ljós í dag. Uppgröftur húsanna hófst fyrir viku.

Fengu leyfi fyrir tjaldbúðunum

Skipuleggjendur mótmælabúða við Kárahnjúka hafa nú fengið leyfi heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir tjaldbúðunum að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, helsta hvatamanns aðgerðanna. Þá segist hann búast við að fá leyfi landeigenda í kvöld eða fyrrramálið en landið tilheyrir prestsjörðinni Valþjófsstað.

Sjá næstu 50 fréttir