Innlent

Vill mislæg gatnamót á Miklubraut

Forvarnarfulltrúi Sjóvár segir beygjuljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar ekki hafa skilað því sem vonast var til. Hann hefur ekki trú á að þær framkvæmdir sem nú eru hafnar bæti öryggið mikið og vill mislæg gatnamót. Samkvæmt tölum Sjóvar urðu tæplega tvö umferðaróhöpp á Miklubrautinni á viku á síðasta ári. Í samtali Hjördísar Rutaar við Einar Guðmundsson kemur fram að beygjuljós sem sett voru upp haustið 2003 ekki hafa fækkað slysum í eins miklum mæli og vonast var til. Hann segir að í heildina sé örlítil fækkun á tjónum milli ára á þessum gatnamótum. En áhyggjuefni hans er er auking í fjölda slasaðra. Einar segir flest slysin verða vegna aftánákeyrslna. Flestar verða þær þegar bíll númer tvö í röðinni ekur á bílinn fyrir framan sig þegar ökumaður þess bíls ákveður að fara ekki yfir á gulu ljósi. En telur hann mislæg gatnamót vera einu lausnina á þessum stað? Einar segist vera þeirrar skoðunar því þarna fara 40-50 þúsund bílar daglega. Hann bendir á að þetta séu umferðarmestu gatnamótin í höfuðborginni. Um þessi gatnmót er mestur umferðarstraumur og hann getur ekki séð að venjuleg umferðaljós anni þessari umferð. Ef við ætlum að ná árangri í umferðaröyggisstarfi þá bendir hann á að raunhæf lausn séu mislæg gatnamót. Ekki er víst hvort mislæg gatnmót verði byggð standist þau umhverfismat. Núverandi borgarstjórn vill fyrst sjá hverju framkvæmdirnar sem nú er unnið að skila. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu alls óvíst hvort farið verið í gerð mislægra gatnamóta. Auk framkvæmdanna sem nú eru í gangi nefnir hann að göng í gegnum Öskjuhlíð og Sundabraut muni stuðla að minni umferð um þessi gatnamót. Aðspurður um hugmyndir Dags segir Einar segir að allt sé það líka kostnaður og nauðsynlegt að velta fyrir sér hvar leggja eigi peningana. Hann segir að göng undir Öskjuhlið fækki hugsanlega slysum og hann bendir á að þau kosti líka pening.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×