Innlent

Björgunarskip sækir sjómann

Maður slasaðist á andliti um borð á bátnum Smáey frá Vestmannaeyjum aðfaranótt mánudags og var fluttur með Ingibjörgu björgunarskipi Landsbjargar til Hafnar í Hornafirði. Maðurinn hrasaði á fiskikar með þeim afleiðingum að hann hlaut stóran skurð á vör og tennur brotnuðu. Ingibjörg var kölluð út kl. 4.30 og gekk ferð þess vel, en sjúkraflutningsmaður hlúði að manninum um borð. Komið var með skipverjann til Hafnar í Hornafirði um átta leytið og fékk maðurinn aðhlynningu á heilsugæslustöðinni á Hornafirði. Saumuð voru nokkur spor en ástand mannsins var ekki alvarlegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×