Ekki áfall segir bæjarstjóri 26. júní 2005 00:01 Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira