Ekkert óeðlilegt við umfjöllunina 27. júní 2005 00:01 Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira