Með stærstu mannvirkjum landsins 27. júní 2005 00:01 Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira